Úrval - 01.04.1954, Side 91
Blaðaniaður heimsækir tvo spámenn
og eina spákonu og lætur spá
fyrir sér.
Skyggnzt inn í framtíðina.
XJr „Politiken“.
eftir Edward Clausen.
AÐ á að spá fyrir mér. Ég
kemst ekki hjá því. Það á
að skyggnast aftur í grugguga
fortíð mína fram í óráðna fram-
tíðina. Það á að leggja fyrir mig
„stjörnu“, lesa í lófa minn . . .
Eg sit í lítilli stofu á fjórðu
hæð og bíð eftir herra Möller,
sem að eigin sögn er „hinn
heimsfrægi spíritisti og spá-
maður sem gerður var land-
rækur úr Þýzkalandi 1938 fyrir
að spá um örlög Hitlers, og sem
sagði fyrir um dauða Stalins
1949.“ Honum ætti ekki að vera
skotaskuld úr að spá um framtíð
mína.
Ég er hér kominn vegna á-
skorunar. Það byrjaði með
kvennasamræðum í samkvæmi:
„Nei, auðvitað trúi ég því ekki
öllu, en eitthva'ö er til í því,
hann sagði margt sem var alveg
rétt, t. d. sagði hann, og það
fannst mér merkilegast . . .“
Karlmennirnir blönduðu sér í
samræðurnar, og kom þá í ljós,
að ýmsir þeirra lögðu líka nokk-
urn trúnað á spádóma, og þeg-
ar ég lýsti vantrú minni, var
mér tekið það óstinnt upp.
Lauk þessum umræðum með>
því að skorað var á mig að láta
spá fyrir mér, og þess vegna
sit ég nú hér og bíð eftir herra
Möller, sem skroppið hafði út
í bakarí eftir brauði. Ég er að
tala við tvo syni spámannsins,
þegar hann kemur. Hannerung-
ur maður, snotur og ekkert dul-
arfullt við hann. Hann opnar
skáp og tekur þaðan blaðaúr-
klippur í celluloidramma og
fær mér um leið og hann biður
mig afsökunar á biðinni, en hann
ætli að skreppa fram í eldhús
og fá sér kaffi.
Blaðaúrklippurnar bera með
sér, að ég er ekki fyrsti blaða-
maðurinn sem heimsækir herra
Möller. En margt bendir til, að
ég sé sá fyrsti sem ekki lætur
sín strax getið. Það stendur í
einni úrklippunni, sem er fimm
ára, að frú Möller sé með barni,
og herra Möller segir að það
muni verða stúlka. Hann lofar
að senda fæðingarvottorðið.
„Hvar er systir þín?“ spyr
ég eldri drenginn.
„Ég á enga systur,“ segir
hann, „bara þennan bróður .. “