Úrval - 01.04.1954, Side 113
Á VALDI SKILRlKJANNA
111
Það er sök kerfisins sem þræl-
bindur mig. Ef ég hef ði valdið —
setjum svo að ég ætlaði að segja
starfi mínu lausu í ár hvort sem
væri — þá fullyrði ég, að ég
myndi með ánægju láta yður
fá öll þau plögg sem þér þarfn-
ist. En ég get það ekki. Hendur
mínar eru bundnar. Eg trúi yð-
ur, í hreinskilni sagt. Ég hef
áður rekist á svipað tilfelli.. En
ég gat ekkert gert. Ég held að
þér séuð Ameríkani. Ég held
meira að segja að þér séuð betri
Ameríkani en vissir bankastjór-
ar geta nokkurntíma orðið. Þér
eruð einn af okkur. En ég verð
að segja yður jafn hreinskilnis-
lega: Komi franska lögreglan
með yður hingað, mun ég ekki
kannast við yður, ég mun þver-
neita að þér eigið nokkra kröfu
til amerísks ríkisborgararéttar.
Ég segi yður, okkar á milli, að
mig mun taka það sárt, en ég
mun gera það, af því að ég er
neyddur til þess, á sama hátt
og hermaður í stríði verður að
drepa bezta vin sinn, ef hann
rækist á hann á vígvellinum í
einkennisbúningi óvinarins."
„Og það þýðir, í fáum orðum,
að ég geti farið til fjandans.“
„Það segi ég ekki. En úr því
að við erum famir að tala sam-
an í hreinskilni, skal ég viður-
kenna, að meiningin er sú sama.
Ég á ekki á öðru völ. Ég gæti
auðvitað skrifað til Washington.
Við skulum segja að þér gætuð
bent á fólk heima sem þekkir
yður. Þó að allt fari vel, myndu
líða f jórir til átta mánuðir áður
en málið væri komið í kring.
Hafið þér ráð á að búa hérna
í París meðan þér bíðið eftir úr-
skurðinum frá Washington?11
„Hvernig ætti ég að hafa ráð
á því? Ég er sjómaður. Ég verð
að leita mér að skipsrúmi. Ég
er vanur að sigla á úthöfunum
og get ekki ráðið mig á græn-
metisbát á Signu.“
„Ég vissi það. Þér getið ekki
beðið hér í París mánuðum sam-
an. Við getum ekki borgað dval-
arkostnað yðar, því að við höf-
um enga sjóði til slíks. En viljið
þér ekki annars fá ávísun á fæði
og gistingu í þrjá daga? Þegar
þeir eru liðnir, getið þér komið
aftur og fengið aðra.“
„Nei, þakka yður fyrir. Ég
bjargast einhvernveginn.“
„Eg býst við að þér vilduð
heldur fá farmiða til einhverrar
hafnarborgar, þar sem þér get-
ið ráðið yður á skip undir öðr-
um fána, eða þar sem þér gæt-
uð ef til vill hitt einhvern ame-
rískan skipstjóra, sem þekkir
yður.“
„Nei, þakka yður fyrir. Ég
fer mínar eigin leiðir.“
Hann andvarpaði. Hann stóð
um stund við gluggann og horf ði
út. Honum virtist ekki detta
neitt ráð í hug. Það hefði líka
verið einkennilegt, ef embættis-
manni hefði dottið eitthvað í
hug, sem ekki var gert ráð fyrir
í reglugerðunum.
Loks sagði hann. „Mér þykir