Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 16
 - Frítt, frjálst og óháð bæjarblað16 Útskriftarhátíð Framhalds- skólans í Mosfellsbæ fór fram föstudaginn 26. maí við hátíðlega athöfn í húsnæði skólans við Háholt 35. Að þessu sinni voru 27 nemendur brautskráðir. Af fé- lags- og hugvísindabraut voru brautskráðir þrír nemendur og fimm af náttúruvísindabraut. Af opinni stúdentsbraut voru brautskráðir sextán nemendur þar af voru fjórir af hestakjör- sviði, tveir af listakjörsviði og einn af íþrótta- og lýðheilsu- kjörsviði. Þrír nemendur eru brautskráðir af sérnámsbraut. Framhaldsskólinn í Mos- fellsbæ var stofnaður árið 2009 og var fyrstu árin starfræktur að Brúarlandi en flutti síðar í glæsilega byggingu að Háholti árið 2014. Meðfylgjandi er mynd af stúdentum vorannar 2023. 27 nemendur brautskráðir frá FMOS • Hátíðleg athöfn í húsnæði skólans við Háholt • Stúdentar vorannar 2023 Útskriftarhátíð Framhaldsskólans Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Laus störf í Mosfellsbæ Öll laus störf hjá Mosfellsbæ og stofnunum má sjá og sækja um á ráðningarvef bæjarins: www.mos.is/storf Vel heppnaðir útitón- leikar í Álafosskvos Tónlistarmaðurinn Mugison tróð upp í brekkunni í Álafosskvos á sjómannadaginn. Fjöldi fólks kom sér fyrir í brekkunni og átti notalega stund. Mugison og Rúna, eiginkona hans, festu nýlega kaup á húsi í hlíð- um Helgafells og una sér vel. Á myndinni má sjá þau taka lagið í Kvosinni. rúna og mugison í álafosskvosinni

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.