Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 44

Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 44
Í eldhúsinu Ásdísi og Úlli skora á Rósu og Einar að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi Pestó kjúklingaréttur hjá ásdÍsi og úlla - Heyrst hefur...44 Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Stúlka fæddist 28. mars 2023. Hún heitir Heiðbjört Jóa og er þriðja dóttir Birtu Sifjar Melsteð og Andrésar Gunnarssonar Ásdís Valsdóttir og Úlfar Þorgeirsson deila með okkur að þessu sinni upp- skrift að hinum sívinsæla og einfalda pestó kjúklingarétti fjölskyldunnar. hráefni • Kjúklingabringur • Rautt pestó • Sveppir • Döðlur • Rauðlaukur • Piparostur • Fetaostur • Matreiðslurjómi Aðferð Kjúklingabringur skornar í 3-4 bita og raðað í eldfast form. Við blöndum saman Chili & Garlic Pesto frá Jamie Oliver og einhverju öðru rauðu pestói, það fyrrnefnda er frekar sterkt. Smyrjið pestó- blöndunni yfir kjúklingabitana og dreifið því næst yfir sveppum í sneiðum, döðlum í bitum og rauðlauk yfir kjúklinginn. Ofan á þetta setjum við svo piparost (þennan kringlótta) í sneiðum, því næst slatta af fetaosti og olíuna með og kannski smá matreiðslurjóma. Sett í 180 gráðu heitan ofn í ca 35-40 mín. Með þessu höfum við hrísgrjón og salat ... einfalt og gott. Verði ykkur að góðu! Er Mosó með besta félagslífið? Eins og margir íbúar Mosfellsbæjar hafa tekið eftir á ýmsum miðlum, þá hefur verið nóg um að vera innan bæjarins síðustu daga og mánuði. Handboltaleikir, fótboltaleikir, körfuboltaleikir, pubquiz, bingó og ég gæti haldið endalaust áfram. Við hér í Mosfellsbæ erum virkilega heppin að geta komið saman á ýmsum stöðum og eytt kvöldum saman með æskuvinum og fjölskyldu á virkilega auðveldan hátt. Ég veit ekki um neinn sem býr ekki í Mosó sem nær að halda eins góðum tengslum við gamla grunnskólavini og kunningja eins og við. Þar sem ég hef prófað að vera í menntaskóla og háskóla þá veit ég fyrir víst að tengslin og félagslífið í Mosó er alltaf aðeins betra en með vinum úr bænum. Ég hef áður ekki fylgst mjög vel með íþróttum en eftir covid hefur stemn- ingin í Mosó fyrir ýmsum leikjum og viðburðum verið svakaleg og maður hefur reynt að mæta og fylgjast með þeim öllum. Núna í vetur hefur það verið eins og reunion nánast einu sinni í viku þar sem flestir vinir manns hafa mætt á alla handbolta- leiki hjá Aftureldingu og haldið uppi stemningunni. Núna í sumar færum við þessa stemningu vonandi yfir í fótboltann líka. Margir af mínum vinum sem búa í Reykjavík eða öðrum bæjarfélögum hafa ekki tengt við mig þegar ég tala um hversu miklum samskiptum ég er í við flesta mína grunnskólavini og sumir eru jafnvel vinir mínir úr leikskóla. Það sem við öll eigum sameiginlegt er það að hafa alist upp í Mosó og okkur finnst langbest að vera hér. Ég held að nánast allir sem hafa alist upp eða búið í Mosfellsbæ geti verið sammála því að það er gott að búa hérna og ef fasteignamarkaðurinn mun einn daginn gera mér það kleift að kaupa mér mitt eigið hús eða íbúð hér í Mosfellsbæ þá ætla ég mér að búa hér alla tíð. Birta rut j a k o s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is aftureldingar- vörurnar fást hjá okkur heyrst hefur... ...að líkamsræktarstöðin Elding loki í íþróttahúsinu um mánaðarmótin en Hjalti Úrsus stefni að því að opna á nýjum stað í Mosó í haust. ...að Palla Open góðgerðarmótið fari fram á Hlíðavelli á laugardaginn og endi með sérstöku Pallaballi á Blik um kvöldið. ...að Gulli kokkur hafi orðið áttræður um síðustu helgi. ...að búið sé að bæta við þriðju tónleikum Gildrunnar í haust eftir að það hafi selst upp á tvenna tónleika á augabragði. ...að Kolbrún Oddgeirs hafi fengið bónorð frá Helga í SalesCloud í gegnum fréttatilkynningu frá fyrirtækinu hans. ...að Stuðmaðurinn Valgeir Guðjóns- son verði með huggulega stemningu í Hlégarði í kvöld. ...að það sé kominn slátturóbot við Hlégarð sem leiti að nafni. ...að Sandra Rós sé búin að opna litla krúttlega stofu inn af Líkama og Sál í Þverholtinu. ...að Einar Ingi fyrirliði Aftureldingar í handboltanum hafi sett skóna á hilluna eftir tímabilið. ...að Dóri DNA og félagar ætli að gera aðra þáttaröð af Aftureldingu. ...að Hopp sé búið að sækja um að koma með rafskútur í Mosfellsbæ. ...að sigurganga Aftureldingar í Lengjudeildinni í fótbolta sé farin að vekja mikla athygli en næsti heima- leikur er á laugardaginn á glænýju gervigrasi að Varmá. ...að haldið verði sumarbingó fullorðna fólksins í Bankanum fimmtudaginn 15. júní. ...að Borgarbókasafnið sé búið að opna nýtt bókasafn á Kjalarnesi. ...að Hilmar Harðar hafi farið holu í höggi á Vista Bella vellinum á Spáni. ...að Jógvan Hansen verði ræðumaður í hátíðarmessu í Lágafellskirkju á 17. júní. ...að Rúnar lögga ætli að halda stór- afmæli í reiðhöllinni á laugardaginn. ...að sr. Dísa Linn sé orðin aðal og tekin við sem sóknarprestur í Lágafellssókn eftir að Ragnheiður lét af störfum. ...að sænska Eurovisionstjarnan Loreen sé farin að vinna tónlist með Mosfellingnum og tónlistarmannin- um Ólafi Arnalds. ...að búið sé að ráða Maddý Hauth sem nýjan umsjónarmann Listasalarins. ...að Ómar Þór hafi farið á skeljarnar áður en hann kom í mark eftir 10 klukkustundir í Ironman í Hamborg. ...að Prettyboitjokko ætli að trylla lýð- inn í Bankanum á föstudagskvöldið. ...að Kirstín Lára verði fertug um helgina. ... að Sigurberg Árna hafi farið holu í höggi á 9. braut í Bakkakoti. mosfellingur@mosfellingur.is

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.