Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 12

Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 12
 - Frítt, frjáls og óháð bæjarblað12 Verkið fellst í smíði tveggja 12 íbúða fjölbýlishúsa á tveimur hæðum við Úugötu Mosfellsbæ. Um er að ræða alverktöku þar sem verktaki tekur þátt í hönnunarferli og skilar fullbúnu húsi ásamt lóð á föstu verði. Bjarg leggur til lóð undir húsið Áhugasamir verktakar sendi póst á throstur@bjargibudafelag til að fá nánari gögn og upplýsingar. Bjarg íbúðafélag er sjálfseignarstofnun stofnuð af ASÍ og BSRB og er rekin án hagnaðarmarkmiða. Félaginu er ætlað að tryggja tekjulágum einstaklingum og fjölskyldum á vinnumarkaði aðgengi að öruggu íbúðarhúsnæði í langtímaleigu. BJARG ÍBÚÐAFÉLAG ÓSKAR EFTIR SAMSTARFSAÐILUM TIL AÐ SJÁ UM BYGGINGU HAGKVÆMRA LEIGUÍBÚÐA Í MOSFELLSBÆ Golfmótið Palla Open fer fram um helg- ina á Hlíðavelli, þriðja árið í röð. Líkt og áður standa Palli Líndal og Golfklúbbur Mosfellsbæjar fyrir mótinu í samvinnu við Reykjadal. „Ætli mótið sé ekki komið til að vera, þessar upphæðir sem hafa safnast bæði í gegnum mótsgjöldin og frjáls framlög hafa nýst vel bæði í Reykjadal og til styrktar Hlaðgerðarkoti og það er alltaf jafn gaman að skipuleggja þetta. Það hefur verið upp- bókað í mótið síðustu tvö ár og stefnir í það sama núna,“ segir Palli Líndal, sem mótið er kennt við. „Við höldum í hefðina og spilum bæði tveggja manna og fjögurra manna Texas. Síðast þegar ég vissi voru 206 manns skráðir svo það eru nokkur laus pláss ennþá.“ Í ár er stefnt að því að upphæðin sem safnast nýtist til að styðja við fjölskyldur langveikra barna í bænum og til að byggja nýja búningsaðstöðu í Reykjadal sem er sérsniðin að þörfum barna og ungmenna sem þangað sækja. Byggja upp nýja búningaaðstöðu Andrea Rói Sigurbjörns forstöðumaður Reykjadals þakkar stuðninginn innilega. „Reykjadalur í Mosfellsdal eru sumarbúðir fyrir fötluð börn og ungmenni á aldrinum 8-21 árs og hingað koma árlega um 250 gestir. Við erum mjög spennt fyrir því að geta loksins farið í umbætur á sturtuklefunum í sumarbúðunum. Það er þörf á þriðja klef- anum hér í Reykjadal sem væri þá einstakl- ingsklefi fyrir sundlaugina okkar, klefinn myndi nýtast vel fyrir þau sem passa ekki í kvenna- og karlaklefann vegna kynvitundar eða kjósa að fá meiri næði við fataskipti. Mesta stemningin myndast í sundlaug- inni og hún er notuð oft á dag af sumum í hópi gestanna okkar. Einnig enda allir leynigestirnir okkar í lauginni sem er oft hápunktur kvöldvökunnar. Við í Reykjadal ætlum að mæta á mótið og hvetjum öll sem hafa áhuga til að taka þátt.“ Stefnir í frábæran dag 10. júní Golfklúbbur Mosfellsbæjar tekur engin gjöld vegna mótsins og því rennur móts- gjaldið óskipt í söfnunina. „Við hjá GM erum stolt af því að standa fyrir verkefni eins og þessu og það er gaman að sjá áhug- ann ár eftir ár,“ segir Ágúst Jensson fram- kvæmdastjóri GM og bætir við að þátttaka í verkefni sem þessu sé liður í samfélagslegri ábyrgð klúbbsins. „Síðan verður hér bæði verðlaunaaf- hending og ball um kvöldið svo það stefnir í frábæran dag á Hlíðavelli.“ Skráning á mótið fer fram á golfboxinu og er opin til og með 10. júní. Einnig er hægt að leggja málefninu lið með frjálsum framlögum á reikning 116-26-329 kennitölu 650581-0329. Safnað fyrir Reykjadal og fjölskyldur langveikra barna Palla Open mótið komið til að vera góðgerðargolfmótið haldið í þriðja sinn í ár

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.