Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 19

Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 19
Nú eiga tunnur að hafa borist í tvö fyrstu hverfin (skv. áætlun viku 21 og 22). Dreifing heldur áfram skv. áætlun og fer dreifing fram á þeim dögum sem sorphirða fer fram samkvæmt sorphirðudagatalinu. 8. júní hefst sorphirða skv. nýja flokkunar- kerfinu á tveim flokkum, matarleifum og blönduðum úrgangi, hjá þeim sem fengu tunnur afhentar 25. og 26. maí. 30. júní ættu allir íbúar að vera komnir með nýju tunnurnar og því er gert ráð fyrir að hefja sorphirðu samkvæmt nýju sorphirðudagatali fyrir Mosfellsbæ frá þeim tíma. NÝJA SORPHIRÐUDAGATALIÐ VERÐUR KYNNT INNAN SKAMMS Tími milli sorphirðudaga mun lengjast aðeins þar sem tunnurnar eru orðnar fleiri: Matarleifar á 14 daga fresti Blandaður úrgangur á 14 daga fresti Plastumbúðir á 28 daga fresti Pappír/pappi á 28 daga fresti Nýtt flokkunarkerfi þar sem fjórum úrgangsflokkum verður safnað við hvert heimili. Stærsta breytingin er að heimili munu fá tunnu fyrir matarleifar ásamt tunnum fyrir pappír og plast. Meðfylgjandi kort sýnir dreifingaráætlun: Vika 21 (21. maí - 27. maí) Tún, Hlíðar og Höfðar Vika 22 (28. maí – 3. júní) Tangar Vika 23 (4. júní – 10. júní) Holt og Arnartangi Vika 24 (11. júní – 17. júní) Krikar, Teigar og Lönd Vika 25 (18. júní – 24. júní) Leirvogstunguhverfi og dreifbýli Vika 26 (25. júní – 1. júlí) Helgafellshverfi og Reykjahverfi Fimmtudaginn 8. júní er komið að síðasta spjallinu af fjórum um nýtt úrgangsflokkunarkerfi. Þar gefst íbúum eins og áður kostur á því að ræða við starfsfólk á umhverfissviði Mosfellsbæjar og bæjarfulltrúa um allt sem tengist sorphirðunni í Mosfellsbæ. -

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.