Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 42

Mosfellingur - 08.06.2023, Blaðsíða 42
Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar42 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is ...fylgstu med okkur www.facebook.com/mosfellingur aTHYgli Við fórum hjónin í kaupstaðarferð í síðustu viku. Fórum út að borða og í leikhús. Níu líf var mögnuð upp- lifun. Halldóra Geirharðs var sem andsetin og það var fallegt og sterkt að fá að syngja með okkar eigin Halla Ásgeirs og systkinum hans á sama degi og móðir þeirra kvaddi. Það vakti athygli okkar í þessari stuttu en góðu ferð hvað við mannfólkið erum orðin miklir símaþrælar. Pör saman úti að borða, annað eða bæði í símanum. Á leiksvæðinu voru krakkar að leika sér, foreldrarnir hoknir yfir símanum á meðan. Fyrir framan okkur í leikhúsinu, sátu foreldrar með ungl- ingsdóttur. Mamman lagði kapal í símanum á meðan hún beið eftir að sýningin byrjaði, rétt náði að slökkva áður en Dóra æddi inn á sviðið. Reif svo strax upp símann þegar hléið kom og hélt áfram með kapalinn al- veg þangað til sýningin byrjaði aftur. Dóttirin vafraði í gegnum Instagram í sínum síma. Pabbinn horfði fyrst aðeins út í loftið en fór svo að senda einhverjum einhver skilaboð. Á leið- inni í höfuðstaðinn sáum við marga bílstjóra rífa upp símann á ljósum, nýta tímann, og auðvitað marga líka vesenast eitthvað í símanum á meðan þeir keyrðu. Það er ekki aftur snúið með símana. Þeir dekka svo stóran hluta af lífinu og athöfnum okkar í dag. Samskipti, upplýsingaöflun, skipulag, tungumálanám, banka- viðskipti, fréttir, afreying, myndavél, upptökutæki – allt þetta og miklu meira til er í símanum okkar. En við getum sjálf tekið okkur taki. Hætt vera uppvakningar og þrælar. Hætt að láta þetta brjálæðislega öfluga apparat stýra lífi okkar í staðinn fyrir að nýta það til þess góða sem það býður upp á. Hætt að leggja símakapla, skrolla í gegnum Instagram og senda skilaboð þegar við höfum tekið frá tíma til að njóta samveru og alvöru upplifana sem gefa okkur svo miklu meira. Verið lifandi, með athygli. SUMARMESSUR Í Mosfellsbæ, Kjós og Kjalarnesi 4. júní  20:00 Kvöldmessa í Lágafellskirkju Guðlaug Helga Guðlaugsdóttir guðfræðingur leiðir stundina 11. júní 17:00 Ilmolíu-messa í Brautarholtskirkju Sr. Arna Grétarsdóttir 17. júní 11:00 Guðsþjónusta með þátttöku skáta í Lágafellskirkju Sr. Henning Emil Magnússon  18. júní 11:00 Útvarpsguðsþjónusta í Reynivallakirkju Sr. Arna Grétarsdóttir   25. júní 14:00 Helgistund við útialtarið við Esjuberg Sr. Arna Grétarsdóttir og Sr. Henning Emil Magnússon   2. júlí 18:00 Ganga frá Lágafellskirkju 20:00 Kvöldmessa í Lágafellskirkju Sr. Henning Emil Magnússon 9. júlí 20:00 Kvöldmessa í Lágafellskirkju Sr. Henning Emil Magnússon 16. júlí 13:00 Sumarmessa í Saurbæjarkirkju á Kjalarnesi Sr. Arna Grétarsdóttir  20.–23. júlí 09:00 Pílagrímaganga: Reynivellir – Þingvellir – Skálholt 23. júlí 20:00 Kvöldmessa í Lágafellskirkju Sr. Arndís Linn 30. júlí 20:00 Kvöldmessa í Mosfellskirkju Sr. Arndís Linn 6. ágúst 14:00 Hesta- og útivistarmessa í Reynivallakirkju Sr. Arna Grétarsdóttir  13. ágúst 18:00 Ganga frá Lágafellskirkju 20:00 Kvöldmessa í Lágafellskirkju Sr. Arndís Linn  20. ágúst 20:00 Kvöldmessa í Lágafellskirkju Sr. Henning Emil Magnússon 27. ágúst 18:00 Kyrrðarbæn í Mosfellskirkju 20:00 Kvöldmessa í Mosfellskirkju Sr. Henning Emil Magnússon Nánari upplýsingar má finna á Facebook síðunni: Sumarmessur í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Sumarmessurnar eru samstarfsverkefni kirknanna í Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós.

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.