Mosfellingur - 06.07.2023, Blaðsíða 4
www.lagafellskirkja.is
kirkjustarfið HelgiHald næstu vikna
- Bæjarblaðið í 20 ár4
Fín þátttaka á aðal-
fundi Reykjalundar
Nýlega fór fram aðalfundur Reykja-
lundar endurhæfingar. Vorið 2020
stofnaði SÍBS, eigandi Reykjalundar,
sérstakt félag um rekstur endurhæf-
ingarþjónustu á Reykjalundi. Sam-
kvæmt ákvörðun stjórnar eru aðal-
fundir Reykjalundar opnir fundir
og allir velkomnir. Fín þátttaka
var en það var Bryndís Haralds-
dóttir alþingsmaður og formaður
Hollvinasamtaka Reykjalundar sem
var fundarstjóri. Fundurinn hófst
á ávarpi Willums Þórs Þórssonar
heilbrigðisráðherra. Síðan tóku við
hefðbundin aðalfundarstörf þar
sem meðal annars Anna Stefáns-
dóttir, formaður stjórnar, flutti
skýrslu stjórnar. Regína Ásvalds-
dóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar
gekk úr stjórn en í hennar stað var
kjörin Aldís Stefánsdóttir bæjar-
fulltrúi sem einnig er tilnefnd af
Mosfellsbæ eins og Regína. Sveinn
Guðmundsson formaður SÍBS, flutti
fundarmönnum og starfsfólki góðar
kveðjur frá SÍBS. Jafnframt fluttu
Berglind Gunnarsdóttir og Hlín
Bjarnadóttir, gæðastjórar Reykja-
lundar, fræðsluerindi um árangurs-
mælingar og gæði starfseminnar.
Dagskránni lauk svo á hugvekju frá
Pétri Magnússyni forstjóra Reykja-
lundar um Reykjalund í nútíð og
framtíð.
Í sumar verða sumarmessur í Mosfells-
bæ, Kjalarnesi og Kjós. Sumarmessurn-
ar eru hluti af samstarfsverkefni kirkn-
anna á þessu svæði með fjölbreyttu
helgihaldi. Nánari upplýsingar á
Facebook og Instagram: Sumarmessur í
Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós.
sunnudagur 9. júlí
Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju.
Sr. Henning Emil Magnússon.
sunnudagur 16. júlí
Kl. 13: Sumarmessa í Saurbæjarkirkju
á Kjalarnesi. Sr. Arna Grétarsdóttir.
sunnudagur 23. júlí
Kl. 20: Kvöldmessa í Lágafellskirkju.
Sr. Arndís Linn.
sunnudagur 30. júlí
Kl. 20: Kvöldmessa í Mosfellskirkju.
Sr. Arndís Linn.
sunnudagur 6. ágúst
Kl. 14: Hesta- og útivistarmessa í
Reynivallakirkju. Sr. Arna Grétarsdóttir.
sunnudagur 13. ágúst
Kl. 18: Ganga frá Lágafellskirkju og
kl. 20 verður kvöldmessa í Lágafells-
kirkju. Sr. Arndís Linn.
sunnudagur 20. ágúst
Kl. 20. Kvöldmessa í Lágafellskirkju.
Sr. Henning Emil Magnússon.
Pílagrímaganga:
reynivallakirkja
- Þingvellir - skálholt
Dagana 20.-23. júlí verður pílagríma-
ganga sem endar á Skálholtshátíð.
Nánari upplýsingar um viðburði inn á
facebook síðunni Sumarmessur í
Mosfellsbæ, Kjalarnesi og Kjós.
Örvar kjörinn nýr
forseti bæjarstjórnar
Á fundi bæjarstjórnar þann 21. júní
var Örvar Jóhannsson bæjarfulltrúi
B-lista, kjörinn í embætti forseta
bæjarstjórnar
til eins árs.
Örvar skipar
4. sæti á lista
Framsóknar en
með meirihluta
í bæjarstjórn
Mosfellsbæjar
kjörtímabilið
2022-2026 fara fulltrúar Framsókn-
ar, Samfylkingar og Viðreisnar. Anna
Sigríður Guðnadóttur, bæjarfulltrúi
S-lista, verður 1. varaforseti bæj-
arstjórnar og Dagný Kristinsdóttir,
bæjarfulltrúa L-lista, verður 2.
varaforseti.
Þriðjudaginn 20. júní voru afhentir styrkir
úr Klörusjóði en markmið sjóðsins er að
stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla-
og frístundastarfi í Mosfellsbæ.
Í sjóðinn geta sótt kennarar, kenn-
arahópar, aðrir fagaðilar sem starfa við
skóla/frístund í Mosfellsbæ, einn skóli eða
fleiri skólar/fagaðilar í sameiningu sem og
fræðslu- og frístundasvið í samstarfi við
skóla.
Áherslan 2023 er lögð á stoðir nýrrar
menntastefnu Mosfellsbæjar sem eru vöxt-
ur, fjölbreytni og samvinna.
Að þessu sinni hlutu eftirfarandi
verkefni styrk úr sjóðnum:
• Tónlist í Kvíslarskóla: Davíð Ólafsson,
Kvíslarskóla
• Í nálægð við náttúruna: Kristlaug Þ.
Svavarsdóttir, leikskólanum Reykjakoti
• Námsefnisgerð/námskrá fyrir
gróðurhús: Margrét Lára Eðvarðsdóttir,
Helgafellsskóla
• Rafræn stærðfræðikennsla: Örn
Bjartmars Ólafsson, Kvíslarskóla
Nafn sjóðsins Klörusjóður er til heiðurs
Klöru Klængsdóttur (1920-2011). Klara
útskrifaðist frá Kennaraskóla Íslands árið
1939 og hóf sama ár kennslu við Brúar-
landsskóla hér í bæ og starfaði hún alla
sína starfsævi sem kennari í Mosfellsbæ.
Markmið sjóðsins að stuðla að nýsköpun og framþróun í skóla- og frístundastarfi
styrkir úr klörusjóði afhentir
styrkþegar ásamt fulltrúum mosfellsbæjar
Mosfellsbær og Hopp hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu um
rekstur á stöðvalausri deilileigu fyrir rafskútur í Mosfellsbæ.
Leigan fer fram í gegnum smáforrit í snjallsíma þar sem unnt
er að sjá hvar næsta lausa rafskúta er staðsett. Upphafsstöðvar
verða við íþróttamiðstöðvar og við miðbæjartorg en notendur
geta skilið við hjólin þar sem þeim hentar. Það er þó mikilvægt
að skilja við hjólin með ábyrgum hætti og þannig að þau séu
ekki í vegi fyrir annarri umferð.
tveggja mánaða tilraunaverkefni - snýst um traust
„Það er er frábært að fá Hopp loksins í Mosfellsbæ,“ segir
Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri Mosfellsbæjar. „Við stólum á
Mosfellinga að fara vel með skúturnar og passa upp á hraðann.“
Um er að ræða tveggja mánaða tilraunaverkefni í sumar til að
kanna notkun og umgengni. Mikilvægt er að Mosfellingar leggi
skútunum vel, svo þær séu ekki fyrir gangandi vegfarendum
eða úti á miðri götu.
Verið er að tengja Mosfellsbæ við þjónustuvæði Hopp á
höfuðborgarsvæðinu og geta íbúar nú þegar nýtt sér þennan
nýja samgöngumáta og skilið bílinn eftir heima.
mikil eftirspurn og áhugi frá mosfellingum
„Með mælanlegri eftirspurn og áhuga frá íbúum Mosfells-
bæjar ákváðum við að senda formlegt erindi til bæjaryfirvalda.
Við vonum svo innilega að samstarfið hér verði farsælt,“ segir
Sæunn Ósk framkvæmdastjóri Hopp.
Rafskútur hafa notið sífellt meiri vinsælda á undanförnum
árum og eru umhverfisvænn samgöngukostur, en hjólin
eru knúin áfram á einungis rafmagni og eru því fullkomlega
kolefnishlutlaus. Rafskúturnar munu gagnast bæði íbúum
og gestum sveitarfélagsins enda þægilegur, nútímalegur og
umhverfisvænn samgöngukostur.
Innleiðing rafhlaupahjóla í Mosfellsbæ er meðal annars í
samræmi við þau markmið sem sett eru fram í umhverfisstefnu
Mosfellsbæjar og með hliðsjón af heimsmarkmiðum Samein-
uðu þjóðanna.
Leiga í gegnum smáforrit • Þægilegur, nútímalegur og umhverfisvænn samgöngukostur
rafskútur Hopp mættar í Mosó
regína bæjarstjóri
fer fyrstu ferðina