Mosfellingur - 06.07.2023, Blaðsíða 8
Stofutónleikar Gljúfrasteins hafa verið
fastur liður í starfseminni frá því 2006 og
sunnudaginn 9. júlí verða stofutónleikar
númer 200 í stofu skáldsins.
Á þessum tímamótatónleikum munu
Mosfellingarnir Sigrún Hjálmtýsdóttir
söngkona og Davíð Þór Jónsson píanóleik-
ari koma fram og syngja og spila af hjartans
list. Efnisskrá verður fjölbreytt, lífleg og
einlæg. Tónleikarnir hefjast kl. 16 og miðar
verða til sölu í móttöku safnsins.
Minnast Önnu Guðnýjar píanóleikara
Það er við hæfi að þessir frábæru lista-
menn sem bæði hafa verið bæjarlistamenn
Mosfellsbæjar komi fram á stofutónleikum
númer 200 á Gljúfrasteini.
Á tónleikunum munu þau minnast Önnu
Guðnýjar Guðmundsdóttur píanóleikara
sem var tónlistarráðunautur Gljúfrasteins
og lagði línur um fyrirkomulag tónleika-
halds á Gljúfrasteini.
Diddú og Davíð eru bæði sannkallaðir
vinir Gljúfrasteins og hafa margoft sungið
og spilað í húsi skáldsins. Tónleikahald á
Gljúfrasteini hefur verið fastur liður í starf-
semi hússins og var til þeirra stofnað í anda
Halldórs og Auðar Laxness.
Einn fjölhæfasti píanóleikari landsins
Davíð Þór Jónsson er einn fjölhæfasti
píanóleikari landsins og fetar oft ótroðnar
slóðir við hljóðfærið. Hann útskrifaðist
frá Tónlistarskóla FÍH 2001. Hann hefur
spunnið, samið tónlist fyrir fjölda leik – og
listsýninga.
Davíð Þór var útnefndur bæjarlista-
maður Mosfellsbæjar 2017 og hefur hlotið
margvísleg verðlaun, Íslensku tónlistar-
verðlaunin og Grímuverðlaunin, auk þess
sem tónlist hans úr kvikmyndinni Hross í
oss var verðlaunuð á kvikmyndahátíðum í
Evrópu.
Diddú hóf feril sinn ung á sviði
Diddú eða Sigrún Hjálmtýsdóttir hóf
feril sinn ung á sviði tónlistar og þarf því
vart að kynna. Hún hefur hlotið margs
konar viðurkenningar fyrir söng sinn og
meðal annars verið valin söngkona ársins
þrjú ár í röð frá 1977-79. Hún var sæmd
riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu
fyrir framlag sitt á sviði sönglistarinnar
árið 1995. Hún var einnig Stórmeistari af
finnsku ljónsorðunni 1997 og var útnefnd
bæjarlistamaður Mosfellsbæjar 1998.
Diddú var heiðursverðlaunahafi Íslensku
tónlistarverðlaunanna árið 2019.
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá kl. 15–16.
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Stjórn FaMoS
jónas Sigurðsson formaður
s. 666 1040 jonass@islandia.is
jóhanna B. Magnúsdóttir varaformaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
Þorsteinn Birgisson gjaldkeri
s. 898 8578 thorsteinn.birgis@gmail.com
Guðrún K. Hafsteinsdóttir ritari
s. 892 9112 gunnasjana@simnet.is
ólafur Guðmundsson meðstjórnandi
s. 868-2566 polarafi@gmail.com
Ingibjörg G. Guðmundsdóttir varamaður
s. 894-5677 igg@simnet.is
Áshildur Þorsteinsdóttir varamaður
s. 896-7518 asath52@gmail.com
HannYrÐIr
Í HLÉGarÐI
Alla þriðjudaga kl 13-16 í júlí
Gaman er að segja frá því að á
vordögum sóttum við í félagsstarfinu
Mosfellsbæ um styrk til að setja
upp vefstól í Hlégarði með það að
leiðarljósi að gera listaverk sem
mun prýða veggi Hlégarðs. Þetta er
samfélagsverkefni og öllum íbúum
Mosfellsbæjar velkomið að taka þátt
í þessu með okkur. Markmiðið er líka
að brúa kynslóðabilið og leyfa ung-
um sem öldnum að vinna saman að
þessu skemmtilega verkefni. Vonum
að sem flestir sjái sér fært að mæta i
Hlégarð og vefa með okkur eða gera
aðra handavinnu á þriðjudögum í
júlí milli kl. 13-16. Verkið verður svo
afhjúpað á bæjarhátíðinni okkar Í
túninu heima.
Alltaf heitt á könnunni.
FÉLaG aLDraÐra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Pílagrímaganga frá
Reynivallakirkju
Hin árlega pílagrímaganga verður
gengin frá Reynivallakirkju í Kjós
að Þingvallakirkju til Skálholtsdóm-
kirkju á Skálholtshátíð. Leiðinni
er skipt upp á fjóra göngudaga frá
fimmtudeginum 20. júlí til sunnu-
dagsins 23. júlí. Gangan er fólki að
kostnaðarlausu en gert er ráð fyrir
að fólk finni sér gistingu sjálft. Hluti
göngunnar er genginn í kyrrð og
við hverja áningu er stutt íhugun,
bæn eða ritningarlestur. Pílagríma-
göngur eru hluti af hinum kristna
menningararfi. Sjö lyklar pílagríms-
ins eru: Frelsi, Einfaldleiki, Rósemi,
Kyrrð (Þögn), Æðruleysi, Samkennd
og Andlegur vöxtur. Þessir lyklar
verða sérstaklega íhugaðir með
þeim hætti sem hver og einn kýs.
Löng hefð er fyrir pílagrímagöngu
frá Þingvöllum til Skálholts á
Skálholtshátíð. Fyrir nokkrum árum
var byrjað að ganga frá Reynivalla-
kirkju í Kjós að Þingvallakirkju.
Í ár er vegleg hátíðardagskrá í
Skálholti í tilefni af 60 ára afmæli
Skálholtsdómskirkju. Nánar um
dagskrá Skálholtshátíðar má sjá
á www.skalholt.is. Göngustjórar
pílagrímagöngunnar eru hjónin sr.
Arna Grétarsdóttir sóknarprestur
á Reynivöllum í Kjós og Rúnar
Vilhjálmsson.
Bæjarlistamenn Mosfellsbæjar • Minnast Önnu Guðnýjar tónlistarráðgjafa Gljúfrasteins
diddú og davíð Þór á 200.
stofutónleikum gljúfrasteins
anna guðný og
diddú í stofunni
davíð þór og diddú
við gljúfrastein
Kynning á þjónustu við eldri borgara Mosfellsbæjar
Hlégarður, miðvikudaginn 23. ágúst kl. 15:00
Aðilar sem sinna þjónustu við eldri borgara kynna starfsemi sína.
Kaffi á könnunni, endilega takið daginn frá.
Frá íþróttanefnd Famos
Skráning verður í vatnsleikfimi og í Heilsa og hugur og kynning á annarri
starfsemi íþróttanefndar 23. ágúst kl. 15:00 á kynningarfundinum í Hlégarði.
Posi á staðnum.
GanGa, GanGa, GanGa ...
Minnum á gönguhópinn okkar sem hittist alla miðvikudaga kl. 10:30 við
Hlégarð. Allir velkomnir með. Frábær hreyfing í enn betri félagsskap.