Mosfellingur - 06.07.2023, Blaðsíða 29

Mosfellingur - 06.07.2023, Blaðsíða 29
Laugardaginn 26. ágúst 2023 Kynntu þér tindahLaup MosfeLLsbæjar á hlaup.is Utanvegahlaup fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. fjórar vegalengdir í boði: 1 tindur (12 km), 3 tindar (19 km), 5 tindar (34 km) og 7 tindar (38 km). glæsileg verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í karla- og kvennaflokki í öllum vegalengdum. Þessar kátu flottu fótboltastelpur í 4. flokki skelltu sér á Barcelona Girls Cup í byrjun júní. Hitinn fór vel í stelpurnar enda veturinn búinn að vera mjög langur hjá þessum fót- boltastelpum og allar byrjaðar að hlakka til að sjá þetta gula sem kallast sól. Ströndin var heimsótt, sundlaugagarður tekinn með trompi, McDonalds var á sínum stað og það er ekki hægt að biðja um meira eða jú eitt enn, verslunarmiðstöð og hún var svo sannarlega tekið með stæl þar sem Sephora hillurnar voru tæmdar. Mótið var haldið í Salou á frábæru íþróttasvæði. Afturelding var með tvö lið skráð til keppni sem mættu liðum frá Ír- landi, Englandi og Íslandi. Lið 1 átti afar jafna leiki og á lokadeginum enduðu hvorki meira né minna en 3 leikir í vítaspyrnu- keppni og spennan í hámarki, alla vega púlsinn hjá foreldrum. Stelpurnar stóðu sig gríðalega vel og skilu sér í 4. sæti. Lið 2 fékk örlítið erfiðara verkefni að þessu sinni en þær stóðu sig eins og hetjur og komu heim reynslunni ríkari. Stundum er þetta stöngin út en það er svo margt annað en mörkin sem telja í svona ferð enda bara fyrst mótið af mörgum. Ótrúlega skemmtilegur hópur og það voru forréttindi að fá að fylgja svona flott- um hópi. Stelpurnar og hópurinn allur voru félaginu til sóma innan sem utan vallar. Stelpurnar þakka öllum þeim sem styrktu þær og tóku vel á móti þeim á liðn- um vetri. Golfklúbbur Mosfellsbæjar fagnaði sigri á Íslandsmóti golfklúbba í flokki 21 árs og yngri í stúlknaflokki. Keppnin var mjög spennandi þar sem GM sigraði með minnsta mun en Golf- klúbbur Kópavogs og Garðabæjar varð í öðru sæti. Íslandsmót golfklúbba fór fram í 3 flokkum á 3 mismunandi völlum: U21 léku á Selfossi, U16 léku á Hellu og U14 léku á Flúðum. Alls voru 7 keppnissveitir GM í þessum flokkum og stóðu keppendur sig vel innan og utan vallar. Stelpurnar í Golfklúbbi Mosfellsbæjar • Spennandi keppni Íslandsmeistarar U21 Reynslunni ríkari eftir Barcelona Girls Cup á Spáni Stelpurnar til Salou Íþróttir - 29

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.