Mosfellingur - 06.07.2023, Blaðsíða 22
- Mosfellingurinn Daníel Már Einarsson22
Myndir: Ruth Örnólfsdóttir, Gunnar Leifur Jónsson og úr einkasafni.
Daníel Már var ungur að árum er
hann fór að hafa áhuga á við-
skiptum. Hann hefur komið að
ýmiss konar rekstri í gegnum tíðina en
í dag rekur hann heildsöluna Esjaspirits
sem selur áfengi og hágæða matvöru frá
Andalúsíu á Spáni.
Daníel segist leggja áherslu á gæði og
traust vörumerki og að vörulína þeirra sé
ört stækkandi, hann sé því ekkert nema
spenntur fyrir komandi framtíð.
Daníel er fæddur í Reykjavík 11. febrúar
1976. Foreldrar hans eru Einar Magnús
Nikulásson bifvélavirkjameistari og Herdís
Jóhannsdóttir fóstra, Einar lést árið 2019.
Daníel á tvo bræður, Nikulás f. 1973 og
Atla Jóhann f. 1986.
Tímarnir voru öðruvísi þá
„Mínar fyrstu æskuminningar eru úr
Barrholtinu hér í Mosó en þar bjó ég frá
þriggja til sex ára aldurs. Foreldrar mínir
keyptu fokhelt hús sem var nú hálfpart-
inn enn fokhelt þegar við fluttum í það,
tímarnir voru bara öðruvísi þá. Það voru
malargötur og við krakkarnir lékum okkur
mikið úti.
Við fluttum svo til Reykjavíkur og þar bjó
ég þangað til að ég flutti að heiman en nú
er ég fluttur aftur hingað í sveitina.“
Maður hitti alls kyns fólk
„Þegar maður hugsar til baka til æsku-
áranna þá rifjast nú ýmislegt upp. Ég man
þegar ég fékk gat á hausinn og það þurfti
að labba með mig upp á Reykjalund frá
Barrholtinu því heilsugæslan var staðsett
þar, bílar voru ekki á hverju strái á þessum
tíma.
Eftir að við fluttum til Reykjavíkur þá bár-
um við bræðurnir út Nútímann í hverfinu
okkar. Ég man hvað það var mikil vinna að
rukka inn áskriftina um hver mánaðamót.
Maður hitti alls kyns fólk við þau störf og
oft þurftum við að koma mörgum sinnum
til þeirra sem gátu ekki borgað á
réttum tíma. Rukkunaraðferðin
er töluvert auðveldari í dag.“
Seldi með ágætis gróða
„Ég gekk í 6 ára bekk í Varmárskóla og þótt
ég hafi verið stutt í Mosó þá kannaðist ég við
marga eftir að ég flutti aftur í bæinn. Ég fór
svo í Æfingadeildina en það var hverfisskól-
inn minn eftir að við fluttum til höfuðborg-
arinnar. Ég var nú kannski ekki uppáhald
kennarana, það verður að viðurkennast, og
ég hefði líklegast fengið einhverjar greining-
ar ef út í það hefði verið farið.
Ég byrjaði snemma að vinna og á enn
fyrsta launaseðilinn minn, hann er frá því
ég var 12 ára en þá starfaði ég
hjá Hagkaup, var kerrustrákur
og í áfyllingum. Ég færði mig
svo yfir í Miklagarð þar sem ég
vann í nokkur ár á sumrin og með skóla.
Þegar ég var 10 ára þá fór ég stundum
í lakkrísgerð, keypti kílópoka og skipti í
tvennt og seldi með ágætis gróða, svo ég
var ansi snemma farinn að hafa áhuga á
viðskiptum sem hafa fylgt mér æ síðan,“
segir Daníel Már og brosir.
Fluttu til Ísafjarðar
Eftir útskrift úr gagnfræðaskóla hóf Daníel
störf hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur
en þar sá hann um viðhald
á orlofshúsum og um tjald-
vagnaleiguna á sumrin. Starf-
aði svo hjá Húsasmiðjunni um
tíma en um tvítugt hóf hann
störf hjá Ölgerðinni.
„Ég var ráðinn sem svæð-
isstjóri fyrirtækisins á Vest-
fjörðum með aðsetur á Ísa-
firði. Við fjölskyldan fluttum
því þangað en þá vorum við
bara tvö með lítið ungbarn.
Við bjuggum á Ísafirði í tvö
ár og litum á þetta sem pínu
ævintýri. Góð reynsla að hafa
búið úti á landi sem við sjá-
um alls ekkert eftir. Ég var í
björgunarsveitinni og þegar
allt var ófært þá þurftum við
að ferðast um á snjósleða
sem kom nú oft fyrir á þess-
um árum.“
Erum dugleg að ferðast
Daníel er giftur Sædísi Jónasdóttur deild-
arstjóra hjá Samgöngustofu. Þau kynntust
ung og eiga þrjá syni, Einar Björn f. 2000,
Jónas Inga f. 2008 og Sigurð Helga f. 2012.
„Við vorum frumbyggjar í Krikahverfinu
en þar byggðum við okkur hús árið 2007
og búum þar enn. Sædís mín er uppalin í
Mosfellsbæ og vildi hvergi annars staðar
búa. Það þurfti nú ekkert að sannfæra mig
mikið um að koma aftur hingað upp eftir,“
segir Daníel og brosir.
„Við fjölskyldan höfum verið dugleg að
ferðast, förum mikið út á land og til Spánar
en þar eigum við íbúð, okkur finnst líka
gaman að skoða nýja staði.“
Góðar reiðleiðir í Mosó
„Við höfum stundað hestamennsku lengi
og erum með hestana okkar í hestamanna-
félaginu Herði sem er frábært félag, fram-
úrskarandi aðstaða og svo eru svo góðar
reiðleiðir hér í Mosó.
Það er ekkert eins skemmtilegt og að
fara í hestaferðir í góðra vina hópi, ég er
svo líka í félagi sem heitir Áttavilltir en við
erum nokkrir félagar úr Herði sem ríðum
út hálfsmánaðarlega og borðum svo saman
á eftir, alltaf líf og fjör.
Í gegnum tíðina hef ég líka alltaf átt
fjórhjól eða einhver mótorsporttæki, ég
er bara ekki rólegur nema eiga eitt slíkt í
bílskúrnum, svo hef ég aðeins verið í því að
flytja inn Buggy bíla.“
Stoltir með gullverðlaunin
Eftir árin hjá Ölgerðinni á Ísafirði fór
Daníel Már út í sjálfstæðan rekstur, rak
kaffihús á Laugavegi í smá tíma og var
með fyrirtæki sem sá um umsjón með
orlofsíbúðum fyrir verkalýðsfélög í 14 ár.
Húsgagnahreinsun sem sérhæfði sig í
myglusveppi og svo opnaði hann skyrbar
í Danmörku til að kynna Danina fyrir
íslenska skyrinu. Hann var framkvæmda-
stjóri hjá Rolf Johansen og hjá Vöku björg-
unarfélagi.
„Í dag rek ég áfengisheildsöluna Esja-
spirits en nafnið kom til þar sem við hjónin
horfum alltaf á fallegu Esjuna út um stofu-
gluggann hjá okkur. Við erum með gott úr-
val af bæði áfengi og matvörum og leggjum
áherslu á gæði og traust vörumerki. Það
er nú gaman að segja frá því að við erum
nýbúin að fá gullverðlaun fyrir besta ginið
á Íslandi, Old Islandia, og einnig fyrir Vol-
canic vodka.
Við erum með bæði innlend og erlend
vín og seljum í ÁTVR og á veitingastaði. Við
sérhæfum okkur í veisluþjónustu, erum
með vínráðgjöf sem felur í sér að velja réttu
vínin í veisluna og hjálpum til við að áætla
magn. Við höfum líka verið í innflutningi á
matvöru aðallega frá Andalúsíuhéraði, olí-
ur, hnetur, súkkulaði, marmelaði og fleira.
Ég hef óskaplega gaman af viðskiptum
og elska að vera í einhverju brasi í kring-
um þau, kaupa og selja. Við erum með
ört stækkandi vörulínu svo við erum bara
spennt fyrir framtíðinni,“ segir Daníel að
lokum er við kveðjumst.Fjölskyldan: Sædís, Daníel, Sigurður Helgi, Jónas Ingi og Einar Björn.
MOSFELLINGURINN
Eftir Ruth Örnólfsdóttur
ruth@mosfellingur.is
Daníel Már Einarsson framkvæmdastjóri Esjaspirits leggur áherslu á gæði og traust vörumerki
Þegar ég var 10 ára þá
fór ég stundum í lakkrís-
gerð, keypti kílópoka sem
ég skipti í tvennt og seldi svo
með ágætis gróða.
HIN HLIÐIN
Hvaða app notar þú mest? Facebook.
Uppáhaldsmatur? Humar.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú
gerir? Að fara í ferðalög með fjölskyldu
og vinum.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú
yrðir stór? Gera allt það sem mér finnst
skemmtilegt.
Bestu kaup sem þú hefur gert? Fyrstu
íbúðakaupin.
Hvaða hljóð fer mest í taugarnar á
þér? Þegar einhver er að tuða.
Eftirminnilegasta ferðalagið? Þegar við
Sædís giftum okkur á Tenerife 2007.
Klukkan hvað ferðu á fætur? 07:00.
Snemma farinn að
huga að viðskiptum
hjónin daníel og sædís ungur að árum
á leið í reiðtúr