Mosfellingur - 06.07.2023, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 06.07.2023, Blaðsíða 34
Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar34 Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Fljúgum Hærra Esjan er falleg. Flestir sem fara á Esjuna fara upp að Steini og svo aftur niður. Langfæstir fara alla leið upp á topp. Upp á Þverfellshorn. Ég sjálfur hafði ekki farið alla leið í svo mörg ár að ég man ekki hvað þau eru mörg fyrr en ég fór á toppinn með konunni og þeim yngsta í síðasta mánuði. Hann var í áheitaverkefni tengt fótboltanum og langaði að hafa göngu upp á Esjutopp hluta af verkefninu. Maður lifandi hvað þetta var gaman! Svo gaman að ég fór aftur sömu leið viku seinna og stefni á margar fleiri í sumar. Það er ekkert að því að stoppa við Stein, leiðin þangað tekur vel í og útsýnið er fallegt. Síðustu metrarnir upp á topp eru brattari og aðeins meira krefjandi, en leiðin tekur samt bara um korter á jöfnum þægilegum hraða. Það er búið að leggja keðjur og tröppur í klettunum nánast alla leið og flestir þeirra sem komast upp að Steini ættu að geta komist líka á toppinn. Útsýnið þar er enn magn- aðra. Síðasti spölurinn á toppinn er skemmtileg áskorun og tilfinningin að hafa farið alla leið frábær. Afturelding er núna í toppbaráttu í Lengjudeild karla. Þeir stefna á Bestu deildina, alla leið á toppinn. Liðið hefur ekki farið þangað áður, en kvennalið Aftureldingar hefur farið alla leið og ætlar þangað aftur. Aðalþjálfari Aftureldingar hefur farið upp í efstu deild sem leikmaður og lykilmenn í leikmannahópnum hafa farið upp í deildina með sínum liðum. Reynslan og þekkingin er til staðar og það er mikilvægt þegar stefnt er á toppinn - að fara með einhverjum sem hefur farið áður. Alveg eins og okkar yngsti fékk okkur foreldrana með í sína fyrstu ferð á Þverfellshornið. Aðalmálið er samt að sjá toppinn, vilja fara á hann og trúa því að leiðin sé greið. Undanfarin ár hefur verið unnið að breytingu á aðalskipulagi Mosfells- bæjar sem gilda á til ársins 2040. Skipulagsnefnd og bæjarstjórn Mosfellsbæjar samþykktu að kynna frumdrög og vinnslutillögu að nýju aðalskipulagi í vor og er hægt að nálgast þau gögn á skipulagsgátt (www.skipulagsgatt.is/issues/214). Þar er einnig hægt er að koma að umsögn- um og athugasemdum til 12. ágúst. Hér er ekki um að ræða endanlega tillögu og munu gefast frekari tækifæri til kynn- ingar og athugasemda á síðari stigum. Aðalskipulag Mosfellsbæjar er eitt meg- instjórntæki sveitarfélagsins og sýnir fram- tíðarsýn og uppbyggingu í sveitarfélaginu. Aðalskipulagið er því leiðarvísir um alla uppbyggingu innan marka Mosfellsbæjar. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar ber ábyrgð á gerð aðalskipulagsins en skipulagsnefnd vinnur það í umboði bæjarstjórnar í samræmi við skipulagslög og skipulagsreglugerð. Arkís arkitektar unnu að gerð þessara tillagna með starfsmönnum Mosfellsbæjar. Núverandi aðalskipulag var samþykkt 2013 og gildir til 2030. Ástæðan fyrir því að ákveðið var að fara í þessa endurskoðun að- eins fimm árum eftir samþykkt núverandi skipulags er m.a. hraðari fjölgun íbúa en núverandi skipulag gerir ráð fyrir, þá liggur líka fyrir endurskoðað og breytt svæðisskipulag höfuðborg- arsvæðisins og fleira mætti tína til t.d. samgöngusáttmálinn. Á síðustu tuttugu árum hefur íbúafjöldi í Mosfellsbæ tvöfaldast og búast má við áframhaldandi fjölgun íbúa og gera má ráð fyrir að íbúar Mosfellsbæjar verði um 20 þúsund árið 2040. Í þessum drögum er ekki gert ráð fyrir verulegum breytingum á þéttbýlismörk- um Mosfellsbæjar fyrir utan það að bætt er við íbúðasvæði í Teigslandi. Einnig er gert ráð fyrir verslunar- og þjónustukjarna við gatnamót Þingvallavegar og Vesturlands- vegar. Talsvert er um óbyggð íbúðasvæði innan núverandi þéttbýlismarka og er gert ráð fyrir því að byggð vaxi innan þeirra. Eins er haldið í þá stefnu að fjölga ekki frístundasvæðum í sveitarfélaginu en leyfa byggingu frístundahúsa á núverandi frí- stundasvæðum. Þá er gert ráð fyrir meiri þéttleika byggð- ar við áhrifasvæði Borgarlínu í Blikastaða- landi og á miðbæjarsvæðinu. Í skipulags- gátt, sem finna má á vef Mosfellsbæjar, er rammahluti aðalskipulags Blikastaða eitt af þeim gögnum sem liggja frammi og ágætt að skoða til þess að glöggva sig á þeirri upp- byggingu sem gert er ráð fyrir að muni eiga sér stað þar. Þar verður þéttleikinn meiri en í öðrum hverfum Mosfellsbæjar. Í drögunum er enn fremur lögð aukin áhersla á vistvænar samgöngur t.d. með Borgarlínu og uppbyggingu göngu- og hjólastíga í Mosfellsbæ. Þannig eru skapað- ar aðstæður til þess að byggja upp þjónustu í göngufæri og styðja þannig við lýðheilsu og stuðla að loftslagsvænni byggð. Friðlýstum svæðum hefur fjölgað og einnig eru hverfisverndarákvæði bætt og hverfisvernd sett á toppa fella við bæjar- stæðið til þess að vernda ásýnd og yfirbragð þeirra. Þar verður þó heimilt að vinna að stígagerð og aðgengi fyrir almenning. Þá er gert ráð fyrir loftlagsskógi á Mosfellsheiði. Ég hvet íbúa Mosfellsbæjar til þess að skoða þessi gögn og koma með athuga- semdir eða umsagnir ef einhverjar eru og taka þannig þátt í að móta framtíðarskipu- lag sveitarfélagsins okkar. Valdimar Birgisson Formaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar Aðalskipulag Mosfellsbæjar 2022-2040 Á vordögum kom fram tillaga um útfærslu á betri vinnutíma á leik- skólum. Í fræðslunefnd og bæjarráði var verkefnið kynnt á þann veg að þetta væri heimild leikskólastjóra til þess að taka upp skráningardaga, þessir dagar gerðu stjórnendum kleift að veita fólki lögboðna vinnutíma- styttingu. Í tillögunni kom fram að 15 dag- ar væru hugsaðir í verkefnið, eftir kl. 14 á föstudögum og í skólafríum. Skólarnir væru opnir en þjónusta í boði fyrir þá sem þyrftu á henni að halda. Vinnsla málsins Ég hef sagt það á öllum stigum að ég hef skilning á því að þessi tillaga sé komin fram, verkefnið er flókið og erfitt í þeim aðstæðum sem ríkja á vinnustöðunum. Í þeirri stöðu þarf gott samtal þar sem farið er yfir verkefnið, kosti, galla og alla mögu- leika. Það var ekki gert í þessu máli. • Á öllum fundum var rætt um að þessi tillaga væri heimild til leikskólastjóra, það er að þeir gætu lagt inn skráningardaga. En í frétt sem birtist á facebook-síðu Mos- fellsbæjar og í pósti sem barst foreldrum miðvikudaginn 21. júní kom hvergi fram að heimild hefði verið veitt heldur að verið væri að setja þetta verkefni á. Að þessu var spurt á fundi bæjarstjórnar og þar fengust ekki skýr svör. Það er munur á heimild og skyldu og mér finnst afskaplega miður að þetta hafi ekki verið skýrt í um- fjöllun málsins. • Fræðslunefnd fékk eina tillögu frá Fræðslu- og frístundasviði. Til að nefndin og kjörnir fulltrúar geti tekið upplýsta og góða ákvörðun hefði ég viljað sjá minnisblað með 3-4 tillögum, útfærðum og kostn- aðargreindum. • Á fundi fræðslunefndar kom jafnframt fram að þessi tillaga er ekki fullmótuð og úthugsuð. Ekki fengust svör við því hvað yrði gert ef foreldrar myndu láta börnin sín klára skóladaginn. Það fengust heldur ekki svör við því hvert plan B væri. Tillaga að stofnun starfshóps Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var þann 21. júní lagði undirrituð fram tillögu þess efnis að skipaður yrði starfshópur sem hefði það hlutverk að fara heildstætt yfir stöðu leikskólamála í bænum. Verkefni leikskólastigsins eru mörg og krefjandi. Í lausninni felst að endurhugsa þarf starfið og skipulagið, koma þarf fram með tillögur að heildrænni lausn og var lagt til að það verði gert með myndun starfshóps. Skemmst er frá því að segja að meirihlut- inn felldi tillöguna með þeim orðum að þetta starf væri þegar hafið. Miðvikudaginn 28. júní samþykkti bæjarstjórn Kópavogs tillögu starfshóps sem hafði gert nákvæm- lega það sama og ég lagði til að yrði gert. Mér þykir afgreiðsla meirihlutans miður, því þetta samtal er algerlega nauðsynlegt. Að lokum Við verðum að hafa það í huga að leik- skólaforeldrar hafa margir hverjir verið í þeirri stöðu undanfarið ár að sækja börnin sín vegna manneklu. Þau hafa staðið af sér fjögurra vikna verkfall sem er fylgt eftir af fjögurra vikna sumarfríi og eiga svo að taka við skerðingu á þjónustu eftir kl. 14 alla föstudag og í jóla-, páska- og vetrarfríum á komandi vetri. Starfsfólk leikskólanna á það skilið frá okkur að þeirra starfsumhverfi sé tekið til alvarlegrar endurskoðunar. Við getum ekki boðið þeim upp á annan vetur sem einkennist af misvel mönnuðum starfs- mannahópum og miklu álagi. Þótt vinnutímastyttingin sé leyst með þessum hætti eru aðrar áskoranir í leik- skólastarfinu óræddar og allt helst þetta í hendur. Þessir hópar eiga skilið frá okkur sem störfum í umboði kjósenda að við vöndum okkur meira en gert var í þessu máli og að við sem samfélag finnum út úr því hvernig við viljum sjá leikskólastarfið blómstra. Lengri útgáfu af greininni má finna á Vinirmos.is Dagný Kristinsdóttir bæjarfulltrúi Vina Mosfellsbæjar Betri vinnutími á leikskólum ...fylgstu med okkur www.facebook.com/mosfellingur

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.