Muninn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Muninn - 01.09.2014, Qupperneq 61

Muninn - 01.09.2014, Qupperneq 61
Þegar mamma mín greindist með krabbamein í byrjun sumarsins árið 2012 greindist mamma mín með krabbamein í galleiðurunum og í lifur. Þessar fréttir voru stór skellur fyrir fjölskylduna og brá okkur mikið. Þegar maður fær svona fréttir er erfitt að átta sig á hversu alvarlegt ástandið er, maður er lengi að meðtaka það því þetta verður allt svo óraunverulegt. Hvernig gat verið að mamma mín, yndislega mamma mín sem drekkur ekki, er hraust og heilbrigð kona hafi fengið krabbamein í lifrina? Ég var að vinna í matvöruverslun sem kassadama á þessum tíma og eftir að hún greindist fékk ég daglega spurningar í búðinni „Hvernig hefur mamma þín það?”. „Er í lagi með hana?”. Alla daga sömu spurningaranar. Við ákváðum það á heimilinu að svarið okkar yrði alltaf „Hún hefur það fínt”. Við vitum ekki neitt meira en aðrir. Þetta kemur þeim ekkert við, hugsaði ég. Það var nógu erfitt að vita að mamma væri með veiru sem væri að drepa hana hægt og rólega. Það að fólk myndi minna mann á það daglega gerði hlutina ekkert skárri. Hugsanir manns breytast eftir svona stórar fréttir, þær verða sjálfkrafa neikvæðari gagnvart hlutum og maður verður mun viðkvæmari. Ég vildi ekki hugsa um að mamma mín væri kannski að fara að deyja, en fólk minnti mig daglega á það og ég gat þess vegna ekki komist hjá því. Mamma fór í erfiðan uppskurð í lok sumars þar sem tekið var hluta af lifrinni og gallblöðrunni. Hún breytti mataræðinu, borðaði einungis hollan mat og var í lyfjameðferð. Þegar skólinn byrjaði eftir sumarið bannaði ég vinkonu minni frá Siglufirði að nefna neitt um mömmu. Ég var komin með upp í kok af öllum spurningunum. Hálfu ári seinna, eftir að hafa verið í lyfjameðferð í 4 mánuði, sigrast mamma á krabbameininu. Lífið fór að verða eðlilegt aftur, fólk hætti að skipta sér af þar sem hún var ekki veik lengur og hugsanir mínar urðu skárri. Ári seinna, effir reglulega skoðun, hringja mamma og pabbi í mig úr tíma og byðja mig að hitta sig á bílastæðinu fyrir framan MA. Þau segja mér þær fréttir að krabbameinið hafi aldrei alveg farið og það sé orðið stærra. Ég brotnaði niður. Allt það erfiða sem við höfðum gengið í gegnum var að hefjast á ný og það þá miklu verra. Ég tók þessu verr en áður því ég vissi betur hvað væri að gerast. Mamma mín hefur alltaf verið jákvæð í gegnum allt ferlið, sama hvað gerist er hún með rétta hugarfarið, sem er svo nauðsynlegt þegar maður er að kljást við erfiðleika innan fjölskyldunnar. Vinir mínir sýndu mér þann skilning að tala ekki um þetta nema ég hafði frumkvæðið að því. Ég skil vel að fólk sé forvitið, en þessi forvitni getur orðið yfirþyrmandi. Þetta er eitthvað sem maður vill ekki tala um við hvern sem er, nema maður hafi þá frumkvæðið. Mamma mín hefur lokið lyfjameðferð í dag og tekur sterkar töflur gegn krabbameininu. Ég lét þessar neikvæðu hugsanir hinsvegar ekki stoppa mig frá því að gera mitt. Ég hugsa jákvætt til þess að það verði allt í lagi. Þetta stoppar ekki mína skólagöngu. Augu manns opnast fyrir því hvað skiptir máli í lífinu og hvað ekki. „Stelpu-drama” sem leit út eins og heimsendir fyrir mig einu sinni er í rauninni bara lítil baun miðað við allt annað. Það líður hjá eins og allt annað í lífinu. Jákvæð hugsun er það sem hefur hjálpað mér. Hrafnhildur Jóna Hjartardóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Muninn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.