Muninn

Volume

Muninn - 01.09.2014, Page 74

Muninn - 01.09.2014, Page 74
FRÍAR PIZZUR! ...nei djók, MORFÍs Sá misskilningur hefur ríkt að undanförnu að MORFÍs sé hápólitískt rifrildi á meðal athyglissjúkra nemenda fram- haldsskóla. Sem er mjög skiljanlegt, en fyrir þá sem hafa séð fleiri en eina MORFÍs-keppni er nokkuð ljóst að keppnin snýst um svo margt fleira. Um er að ræða einn besta mögule- ga vettvang til þess að efla eigið sjálfstraust en undirbúningur fyrir keppni felst í því að styrkja eigin framkomu, textaskrif, málfar og þar fram eftir götunum. MORFÍs stendur fyrir Mælsku og rökræðukeppni framhaldsskóla á Islandi, en það sem fæstir vita er að keppnin felur í sér gleði, sköpun, vináttu, félagslíf, þrjósku, þrautseigju og svo margt fleira skemmtilegt! Já MORFÍs er reyndar alveg frábær. Þvert á hugmyndir margra sem hafa einungis heyrt um MORFÍs sem keppni sem elur á kvenfyrirlitningu og klámkjafti. Það er alls ekki „normið“ í þessari keppni enda vill svo til að hún er oft gerð að blóraböggli samfélagsins og því kemst hún nær eingöngu í fréttirnar í þau örfáu skipti sem keppnir fara illa. Síðastliðinn vetur stóð ræðulið MA sig mjög vel og tapaði með naumin- dum í undanúrslitum gegn sigurliði ársins. Ekki þykir mjög fréttnæmt að segja frá öllum þeim málefnalegum keppnum sem MA eða flestir aðrir skólar tóku þátt í. Það sem rataði í alla fjölmiðla landsins var sú ófagmannlega framkoma sem ræðulið MÍ sýndi stelpum í ræðuliðinu okkar. Þetta lætur MORFÍs-samfélagið ekki á sig fá og hefur þess í stað orðið valdur að stórtækum breytingum í lögum keppninnar sem eiga að sjá til þess að brot á siðareglum keppninnar varði bann, hvort sem um keppendur eða þjál- fara er að ræða. Auðvitað er MORFÍs ekki hafið yfir almenna umræðu eða gagnrýni, þvert á móti er það gagnrýnin sem hefur opnað augu keppenda fyrir því að breyta sér og bæta og að móðganir og ósiðlegir brandarar séu ekki eitthvað sem á heima í MORFÍs. Stelpur sækja sífellt meira í keppnina og telst í rauninni óþarfi að styðjast við kynjakvóta, líkt og Gettu betur neyðist til að gera. Síðastliðin tvö ár hafa stelpur orðið ræðumenn íslands á úrslitum keppninnar og má þess jafnframt geta að í ár eru aðeins stelpur í ræðuliði MA. MORFÍs keppni snýst um það að nálgast eitthvað ákveðið umræðuefni með fagmennsku og góðum rökstuðningi. Á einni viku sökkva keppendur sér svo djúpt í umræðuefnið að ekkert annað kemst að. Hugur keppenda flyst á bækur, blöð, Google Drive og Docs. Hendurnar iða eins og maurar um lyklaborðið, blöðum er þeytt, töflur í H-inu útkrotaðar og prentkvótinn rennur til þurrðar. I þessari viku kemst ekkert annað fyrir í hug keppenda en umræðuefnið, hvort sem þeir eru staddir í tíma hjá Sigurði Ólafssyni, í ræktinni eða á sólar- strönd í fjarlægum löndum. Á síðasta degi er svo gengið upp í pontu með þriggja síðna afrek vikunnar og er þá aðeins eitt effir. Að sigra hug og hjörtu dómara, jafnt sem áhorfenda og andstæðinga, með því að hefja upp raust sína. Við getum þó aðeins náð svo langt á eigin fótum. Við biðjum alla MA-inga að fylgja okkur í vetur, mæta með öflugt stuðningslið á hverja keppni, hafa fagnaðarlætin sem mest og gera allt vitlaust! Mætum með trumbur jafnt sem lúðra! Berjum á brjóst okkar og látum í okkur heyra! Syngjum, öskrum, klöppum, fögnum! Látum Hesta Jóa heyrast út fyrir landssteinana og verum háværari en andstæðingarnir! í ár sigrar MA MORFÍs og það mun aðeins gerast ef við stön- dum öll saman sem einn skóli. Hasta la victoria! MA!

x

Muninn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Muninn
https://timarit.is/publication/429

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.