Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Side 3

Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Side 3
ana og vöruskorts, með öllum þeim illu afleiðing- um, sem þess konar ástandi eru samfara, og nú eru svo illa ræmdar, svörtum markaði, biðröðum o. s. frv. Sé valið hins vegar frjálst, er það raunverulega neytandinn, sem ræður því, hvaða vörur eru á boð- stólum. Kaupmenn verða háðir neytendunum. Sam- keppnin leiðir til þess, að kaupmenn eru neyddir til þess að hafa vöru sína sem vandaðasta og ó- dýrasta, og veita viðskiptamönnum sínum sem allra greiðust viðskipti. Þar af leiðandi verður það sameiginlegur hagur kaupmannsins og neytandans að innkaup vörunnar séu sem hagstæðust. Það verður ekki lengur þörf fyrir heilan her af nefnd- um og ráðum til þess að gera innkaupin fyrir þjóð- ina. Verzlunarstéttin sjálf setur eignir sínar að veði fyrir því, að innkaupin verði hagkvæm. Að ekki sé minna um vert að gera góð og ódýr innkaup heldur en að ná hagkvæmum sölum á útflutnings- afurðunum sést bezt á því, að gert er ráð fyrir því að íslenzku þjóðina muni álíka mikið um 3% lækk- un á innfluttu vörunum og 1% hækkun þjóðartekn- anna. Þannig hagnast þjóðarheildin um nálægt 30 milljónir króna, ef samanlagt verð innfluttra vara lækkar um sex af hundraði, miðað við núverandi áætlaðar þjóðartekjur. Hins vegar verkar það á- stand, sem nú ríkir í verzlunarmálunum, beinlínis til þess að draga úr áhuganum fyrir því að gera hagkvæm innkaup. Vöruskorturinn veldur því, að allur erlendur varningur selst, hverju nafni svo sem hann nefnist, að heita má. Þannig verður nið- urstaðan sú sama, hvort sem litið er á haftaverzl- unina frá sjónarmiði einstaklinganna eða heildar- innar. Verzlunarófrelsið gerir hvorttveggja, freist- ar einstaklinganna til þess að hagnýta ófremdar- ástandið sér til fjárhagslegs ávinnings og gerir þjóðarheildina fátækari en ella. Af 19 ára sögu verzlunarhaftanna hér á landi má draga marga merkilega lærdóma. Út í þá sálma verður ekki farið ýtarlega að sinni en aðeins minnzt á nokkra meginþætti. Til innflutningshaftanna var gripið í upphafi kreppunnar síðustu, sem hér á landi hófst ekki fyrr en nokkru eftir 1930, með stórkostlegu verðfalli útflutningsframleiðslunnar og síðar markaðstöp- um. Höftunum var ætlað að vera stundarfyrir- brigði, meðan jafnvægi væri að skapast í utan- ríkisverzluninni, enda er venjulegast til innflutn- ingshafta gripið í slíkum tilgangi. Hins vegar er það þekkt staðreynd, að þegar gripið hefur verið til innflutningshafta á annað borð, skapast ýmis konar kringumstæður, sem torvelda afnám þeirra. Sú varð einnig reynslan hér. Skal ósagt látið, hvort meira réði þar um áhugaleysi ráðamanna eða erf- iðleikar á afnámi haftanna, þótt vilji hefði verið fyrir liendi. Hitt er staðreynd, að batnandi verð- lagshlutfall á árunum 1932—1935 var ekki notað til þess að létta höftunum af. Samtímis mótaðist stefnan í atvinnumálum, fjárhags- og bankamál- um af haftastefnunni sjálfri, sem hlýtur ævinlega að leiða til þess að sífellt erfiðara verður að af- nema höftin. Ef innflutningshöftum er ætlað að vera stundarfyrirbrigði af illri nauðsyn og vald- höfunum alvara með að létta þeim af við fyrsta tækifæri, er bráðnauðsynlegt að haga stefnunni á þessum sviðum rétt eins og engin höft væru. Hið gagnstæða leiðir til sívaxandi erfiðleika á afnámi þeirra, alveg sérstaklega ef slakað er á kröfunni um heilbrigða stefnu í fjármálum og bankamál- um. Þá minnkar traustið á peningunum bæði inn- anlands og utan, en slíkt gerir afnám haftanna erf- iðara. Afleiðing þess að ekkert var gert til þess að létta höftunum af en framleiðslukostnaðinum hins vegar haldið uppi með óbreyttu kaupgjaldi, var vaxandi hallarekstur, en af honum leiddi aftur at- vinnuleysi að nokkru leyti, en að hluta var halla- rekstrinum haldið uppi með auknum útlánum bank- anna. Hallareksturinn og aukin útlán bankanna sköpuðu misræmi á innlendu og erlendu verðlagi, sem aftur torveldaði útflutningsframleiðsluna og jók eftirspurnina eftir hinum hlutfallslega ódýrari erlendu vörum. Stöðnun myndaðist um verklegar framkvæmdir af hálfu einstaklinga og félaga vegna hallarekst- ursins og innflutningshaftanna, og til þess að vega það upp hafði ríkið forystu um ýmsar verklegar framkvæmdir, sem frá þjóðhagslegu sjónarmiði eru betur komnar í höndum einstaklinga en þess opinbera. Þróun útgerðarinnar staðnaði að veru- legu leyti allt fram á stríðsárin, en þá sneru utan aðkomandi atvik hjólinu við um nokkurn tíma. Síðari helmingur af sögu haftanna er um marga hluti mjög ólíkur þeim fyrri. Þróunin fram á stríðs- árin gerði stöðugt erfiðara um vik að aflétta höft- unum, en þá snýst málið fyrir tilviljun eina skyndi- lega við og aðstæður skapast til þess að afnema þau. Verulegar gjaldeyrisbirgðir verða til vegna gífurlegra verðhækkana á erlendum markaði af völdum stríðsins annars vegar og framkvæmda hinna erlendu herja hér á landi hins vegar. í stað þess að grípa tækifærið til þess að losa um verzl- unarhömlurnar varð sú stefna ofan á, að nota gjaldeyrisbirgðirnar til þess að bæta fyrir afbrot innflutningshaftanna gagnvart eðlilegri þróun at- VERZLUNARTÍÐINDIN 3

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.