Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Side 7

Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Side 7
Samtímis mér dvaldi einnig á Spáni herra Karl Þorsteins, varaformaður Félags íslenzkra stór- kaupmanna, og gerðum við allt það, er í okkar valdi stóð, til þess að kaup tækjust á baðmullarvöru. Við þær tilraunir nutum við ríkulegrar aðstoðar herra 0. Lökvik’s aðalræðismanns fslands í Barce- lona, — sem ekki telur eftir sér sporin við það að greiða götu íslendinga. Skal nú gangur þessa máls rakinn hér nokkuð. Fyrst skal á það bent, að teljast má hagkvæmt fyrir fslendinga að hafa yfirleitt náð clearingsamn- ingum við Spán. Norðmenn munu t. d. hafa haft talsverðan hug á því, en ekki tekizt. — í clearing- samningi íslendinga við Spánverja, er tekið fram, að hinir síðarnefndu selji m. a. vefnaðarvöru. Er talið víst, að mjög erfiðlega hefði gengið að ná samningum, ef strax hefði átt að ákveða, hvaða tegundir vefnaðarvöru skyldu heyra undir þá. Á Spáni hefur félagsskapur baðmullarvörufram- leiðenda (Consorcio) eftirlit með innflutningi, framleiðslu og sölu allrar baðmullarvöru. — Stofn- un þessi er skipuð fulltrúum baðmullarvörufram- leiðenda og fulltrúum ríkisstjórnarinnar. Consorcio veitir heimild til útflutnings baðmull- arvöru og tryggir útflytjendum jafnframt inn- flutning baðmullar í ákveðnu hlutfalli við þá vöru, sem þeir selja út úr landinu. — Baðmullarvöru- framleiðendum er því hagur að því, að selja fram- leiðslu sína á erlendan markað, enda þótt þeir fái varla nema um það bil helming verðs fyrir vöruna, miðað við innlendan markað. En Consorcio hefur víðtækari afskipti af baðm- ullarvöruverzluninni en þegar er getið. — Það á- kveður einnig við hvað gengi pesatans gagnvart £ skuli miðað, þegar um sölu á baðmullarvöru til annarra landa er að ræða. Á sama hátt ákveða aðr- ar hálfopinberar stofnanir gengi pesefans fyrir aðrar vörutegundir. Og gengi pesetans gagnvart £ er nú pes. 30.66, þegar um kaup á baðmullarvöru er að ræða. — (Clearing-viðskipti fslendinga og Spánverja fara fram í £). — Hins vegar er gengið pes. 44.13 fyrir £, þegar keyptar eru gervisilki- vörur og ferðamanna-gengið er rúmlega 110 pes- etar fyrir £. — Um ullarvörur gilda aðrar reglur flóknari. Niðurst. er nú, að gervisilkivörur eru kaupandi fyrir okkur á Spáni en baðmullarvaran er yfirleitt um það bil þrisvar sinnum of dýr, ef hún fæst. Sem dæmi vil ég nefna: Sokkaverksmiðja, í Barcelona, sem áður fyrri seldi talsvert af fram- leiðslu sinni til fslands, selur nú karlmannasokka úr gervisilki fyrir sh. 34/0 úr baðmull á sh. 66/0 VERZLUNARTÍÐINDIN og úr ísgarni á 96/0. — Hjá sömu verksmiðju kosta kvensokkar úr ísgarni 116/0 og 123/0 sh. — Þrátt fyrir það, að við erum orðnir vanir háu verði á íslandi, þá tel ég fjarstæðu að bjóða fólki kven- ísgarnssokka á 60 krónur parið eða jafnvel meir. — Aftur á móti munu kaupsýslumenn hika við að kaupa kvensokka úr gervisilki. — Sú vara á að vonum ekki upp á pallborðið hjá íslenzku kven- þjóðinni, eftir að hún hefur kynnzt nylonsokkun- um. — Sirs, sem Tékkar hafa selt okkur á íslenzkar kr. 6.60 fob., myndi í Barcelona kosta ísl. kr. 16.00 fob. — Verð á öllum öðrum baðmullarvörum fer eftir þessu. — Spönsk yfirvöld geta illa og munu ekki vilja selja okkur baðmullarvöru, eins og stendur. í stað þess að segja hreint nei, taka þeir þann kostinn að skrásetja gengi pesetans eins og að framan grein- ir og kenna genginu um. — Ekki hefur það ýtt undir Spánverja að selja okkur baðmullarvörur, að baðmullin hefur á örstuttum tíma hækkað um 30— 40 % á heimsmarkaðnum. — En einstökum baðmullarvöruframleiðendum þyk- ir ákaflega hart að geta ekki selt okkur. — Þeir horfa fram í tímann og vildu gjarnan kynna ís- lendingum vöru sína sem fyrst, sem að mörgu leyti er prýðileg og væri sannarlega vel þegin á íslandi nú. — Eins og fyrr segir, þá má gera sæmileg kaup á gervisilkivörum á Spáni nú, — en við þurfum flík- ur úr fleiru en silki. — Metravara úr ull er orðin mjög dýr á Spáni, en þó ekki ókaupandi. — Af þessu er sýnt, að þegar innflutningsleyfi eru veitt, þá verður að miða við þær vörur, sem raun- verulega eru fáanlegar í því landi, sem um er að ræða. — Það situr sannarlega ekki á kaupmanni að óska eftir frekari afskiptum hins opinbera um mál verzlunarinnar, en ég held að það sé nauðsynlegt, að binda leyfin nákvæmar við vörutegundir en gert hefur verið, þannig að ekki sé hætta á því, að alls staðar verði t. d. keyptar gervisilkivörur, bæði þar sem annað ekki fæst og einnig þar, sem kaupa má baðmullarvöru. — Það væri sannarlega æskilegra að hafa höftin sem rýmst, en á meðan verzlun okk- ar er eins illa sett og nú er, verður að gæta ýtrustu hagsýni og meta það mest, sem almenning vanhag- ar mest um. — En þegar nú kemur í ljós, að baðmullarvara fæst ekki á Spáni en hins vegar algjör skortur á henni á íslandi, þá verður að tryggja innflutning á henni annars staðar frá, með einhverju móti. —

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.