Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Side 11

Verzlunartíðindi - 01.12.1950, Side 11
r I stuttu máli Einstaka iðnfyrirtæki eru nú farin að færa um- búðir úr pappa utan um smávöru sem sérstakan lið á verðreikningi til smásala og er látið í veðri vaka, að umbúðirnar muni verða keyptar aftur notaðar. Liggur í augum uppi, að slíkt er fráleitt með öllu, því jafnvel þótt einhverjir smásalar kynnu að vilja nota sér af því að selja slíkar umbúðir notaðar, þá er mjög vafasamt hvort það er leyfilegt frá heil- brigðislegu sjónarmiði. Hvert er álit heilbrigðis- eftirlitsins í því efni? Svo sem lesa má um á öðrum stað í blaðinu, var þess getið í síðasta bréfi Fjárhagsráðs, að samkv. upplýsingum Fél. ísl. stórkaupmanna væri mikið af umbúðum á vegum a. m. k. 7 nafngreindra heild- verzlana væntanlegt „með næstu ferð að vestan.“ Samtals taldi félagið samkv. munnlegum upplýs- ingum Fjárhagsráðs, að þessir sjö innflytjendur ættu poka með tveim ferðum í þessum mánuði fyrir kr. 120.000.00 í gjaldeyri, auk umbúðapappírs. Annað skipið er nú komið. Það var Tröllafoss, sem kom hinn 17. þ. m. Með honum fengu tveir af þess- um sjö innflytjendum nokkra pakka af umbúða- pappír, en enga poka. Við skiptingu kom í ljós, að stórar verzlanir fengu eina umbúðarúllu hver í sinn hlut! Hitt skipið, sem F. I. S. taldi að myndi hlaða í Halifax þ. 20. þ. m., kemur ekki fyrr en um miðjan desember. Verði úthlutun þeirra heildverzl- ana, sem segjast munu fá umbúðir með þeirri ferð, jafn rífleg, sjá allir hvað það muni bæta úr um- búðaskortinum. Ein af • vísdómsdómsráðstöfunum innflutnings- yfirvaldanna er sú, að banna innflutning pakkaðra vara. Þetta átti að spara gjaldeyri, en sá sparnaður er vægast sagt mjög hæpinn. Það þarf líka umbúðir utan um vöruna, þótt hún sé vigtuð sund- ur í búðinni, auk þess sem í því felst aukin vinna og óhjákvæmilega meiri rýrnun. Með þessu er líka verið að vinna gegn þróuninni, því sala pakkaðra vara fer mjög í vöxt hvarvetna í heiminum. Einn eða tveir innflytjendur umbúða fengu á dögunum lítilsháttar af umbúðapappír, svo sem annars staðar er um getið í blaðinu. Þau slæmu mistök áttu sér stað í sambandi við þau umbúðakaup, að rúllurnar voru svo stórar, að þær komust ekki í nein „rúllustatív", sem til eru hér. Hefur þetta í för með sér óþægindi og tafir við afgreiðslu, auk þess sem pappírinn varð af þessum sökum miklu ódrýgri en ella. Matvörukaupmenn eru nú þeir. einu hinna stærri sérgreinafélaga, sem engin afskipti hafa af inn- flutningi til landsins á þeim vörum, sem þeir dreifa til neytenda. Meira að segja hefur þeim fram til þessa verið neitað um innflutnings- og gjaldeyris- leyfi fyrir brýnustu rekstursvörum, svo sem um- búðum, gagnstætt því, sem á sér stað um ýmsa aðra hliðstæða aðila. Hins vegar mun það mála sannast, að engum séu ljósari óskir og þarfir neyt- enda varðandi matvælakaup en einmitt matvöru- kaupmönnum. Því fjarstæðara hlýtur það að vera, að útiloka svo gjörsamlega áhrif þeirra í þessum efnum, sem raun ber vitni um, enda hafa af því leitt ítrekuð mistök í innflutningi og ósjaldan í all- stórum stíl. Slíkt ófremdarástand getur ekki stað- ið til lengdar, enda munu matvörukaupmenn ekki sætta sig við að vera settir skör lægra en aðrar sér- greinar um innflutning almennt. Þrátt fyrir það, að mikið af efni sé fyrirliggjandi og verði að bíða næsta blaðs, skora útgefendur á lesendur þess, að senda afgreiðslunni greinar um áhugamál sín varðandi verzlun og viðskipti, og verður leytazt við að birta það eftir því sem rúm blaðsins leyfir. '--------------------------------------------------—\ Stjóm Sambands smásöluverzlana skipa: Frá Félagi búsáhalda- og jámvörukaupmanna í Reykjavík: Páll Sæmundsson, forstjóri. Frá Kaupmannafélagi Isafjarðar: Gísli Gunnars- son, kaupmaður. Frá Félagi matvörukaupmanna: Kristján Jónsson, kaupmaður. Frá Félagi vefnaðarvörukaupmanna: Jón Helga- son, kaupmaður. Varamenn eru í sömu röð: Eggert Gíslason, kaupmaður. Ólafur H. Jónsson, kaupmaður, Hafnarfirði. Sigurliði Kristjánsson, kaupmaður. Gunnar Hall, verzlunarstjóri. Formaður stjómarinnar er Jón Helgason og vara- formaður Krisíján Jónsson. V____________________________________________________s VERZLUNARTÍÐINDIN 9

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.