Aldan - 17.04.2018, Side 6
6 17. apríl 2018
ALLT HEFST MEÐ
Kolmunnaveiðin fer vel af stað í
færeysku lögsögunni og fjölgar
íslenskum skipum þar, m.a.
frá HB-Granda, Samherja og Skinney-
Þinganesi. Bjarni Ólafsson NK fékk 580
tonn í fyrsta holi en togað var í 13 tíma.
Hákon EA fékk um 500 tonn eftir 16
tíma og Börkur NK fékk 600 tonn eftir
15 tíma. Um er að ræða fínustu veiði
og það tekur væntanlega ekki langan
tíma að fá í skipin ef framhald verður á
henni. Á heimasíðu Síldarvinnslunnar
segir Hjörvar Hjálmarsson, skipstjóri á
Berki NK, að kolmunnaveiðarnir byrji
vel og fyrr en á sama tíma í fyrra. ,
,Fyrsta skipið á miðin núna var Hoffell
SU frá Fáskrúðsfirði og þeir fylltu í
fjórum holum. Við vorum að klára að
dæla úr öðru holinu okkar, togað var
í 12 tíma og það gaf 460 tonn þannig
að við erum komnir með tæp 1.100
tonn. Það er ekkert sérstaklega mikið
að sjá hérna, en það er ágætis líf á kafla
og það gefur vel í trollið. Menn hljóta
að vera ánægðir með þessa byrjun á
veiðunum,“ sagði Hjörvar.
Norskir bátar hafa að undanförnu
landað samtals 11 þúsund lestum af
kolmunna hjá Loðnuvinnslunni á
Samfellt 50 ár hjá
Landhelgisgæslunni
Föstu daginn 13. apríl sl. kom
Sigurður Steinar Ketils son skip-
herra á v/s Þór úr sinni síðustu
varð skips ferð eftir 50 ára starf hjá
Land helgis gæslunni. Tekið var á móti
varð skipinu með við höfn þegar það
lagðist á bryggju og í kjöl farið um borð
var hann heiðraður af for stjóra Land-
helgis gæslunnar fyrir ó eigin gjarnt starf
og Faxa flóa hafnir færðu honum gjöf og
þakkir fyrir sam starfið.
Sigurður Steinar á að baki far sælan og
við burða ríkan feril hjá gæslunni. Hann
byrjaði sem há seti, lauk svo námi úr
Stýri manna skólanum í Reykja vík og
var skip stjórnar maður á varð skipum
og í loft förum í fjölda ára en fast ráðinn
skip herra varð hann fyrir u.þ.b. 30
árum. Þá hefur hann lokið frekara námi
meðal annars frá Naval War College í
Banda ríkjunum og sér fræði námi frá
R hodes A cademy í haf réttar sátt mála
Sam einuðu þjóðanna. Hann hefur
gegnt fjölda starfa innan gæslunnar,
meðal annars sem yfir maður að gerða.
Þá hefur hann lagt lóð sitt á vogar-
skálarnar í mennta- og þjálfunar-
málum Land helgis gæslunnar. Störf
hans hafa á vallt ein kennst af mikilli
hollustu og trúnaði við Land helgis-
gæsluna. Hann hefur stjórnað og tekið
þátt í fjölda verk efna á vett vangi leitar
og björgunar, siglt í öllum veðrum oft
við erfiðar og krefjandi að stæður, tekið
þátt í öllum helstu á skorunum sem
Land helgis gæslan hefur staðið frammi
fyrir og á vallt leyst öll sín verk af vand-
virkni, út sjónar semi og metnaði.
Sigurður Steinar Ketilsson skipherra ásamt fjölskyldumeðlmum á dekki v/s Þórs.
Fáskrúðsfirði. Hefur þessi afli farið í
bræðslu hjá fyrirtækinu.
Samningar við Færeyinga
Íslensk og færeysk stjórnvöld hafa náð
samningum um fiskveiðiheimildir
Færeyinga innan íslenskrar lögsögu
fyrir þetta ár og um gagnkvæman
aðgang að veiðum í lögsögu
beggja fyrir norsk-íslenska síld og
kolmunna á árinu 2018. Samkvæmt
samkomulaginu hafa íslensk
uppsjávarveiðiskip hafið veiðar í
færeyskri lögsögu.
Samið var um gagnkvæman aðgang til
veiða á kolmunna og norsk-íslenskri
síld með sama hætti og á liðnu ári
með þeirri breytingu að hámarksfjöldi
íslenskra skipa sem getur verið á
kolmunnaveiðum í einu í færeyskri
lögsögu fjölgar úr 12 í 15.
Samið var um að Færeyingar geti
veitt loðnu við Ísland sem nemur 5%
af ákvörðuðum heildarafla í loðnu á
vertíðinni en að hámarki 25.000 tonn
i stað 30.000 tonna sem var áður.
Áfram eru takmarkanir á heimildum
Færeyinga til að verka loðnu um borð
eða landa í Færeyjum til manneldis.
Eftir 17. febrúar verða færeysk skip að
landa a.m.k. 67% sínum í íslenskum
höfnum. Heimildir Færeyinga til veiða
á botnfiski verða þær sömu í ár og þær
voru 2017 eða 5.600 tonn en hámark
fyrir þorskveiði er áfram 2.400 tonn
og 650 tonn fyrir keilu innan þessa
heildarmagns.
Ísland mun áfram hafa heimild til að
veiða 1.300 tonn af makríl sem eru
aflaheimildir frá Færeyjum í færeyskri
lögsögu en Ísland afsalar sér 2.000
tonnum af Hjaltlandssíld sem lengi
hafði verið í samningi þjóðanna,
án þess að Ísland hafi nýtt sér um
árabil. Þjóðirnar stefna að því að hefja
vinnu við gerð rammasmnings milli
landanna um fiskveiðimál sem fyrst
með það að markmiði að þeirri vinnu
verði lokið fyrir 1. september á þessu
ári.
Kolmunnaveiðar byrja vel í
færeyskri lögsögu