Austurland - 26.04.2018, Blaðsíða 2

Austurland - 26.04.2018, Blaðsíða 2
2 26. apríl 2018 Það er óhætt að segja að kvennalið Þróttar Neskaupstað í blaki beri höfuð og herðar yfir önnur lið um þessar mundir og séu verðugar fyrirmynd- ir annars austfirsks hópí- þróttafólks. Nýliðna helgi lönduðu þær stærsta titli ársins, Íslandsmeistaratitlin- um sjálfum, en höfðu áður bæði sigrað deild- og bik- arkeppnir. Liðið sigraði úr- slitaeinvígið um titilinn 3-0 og landaði titlinum sjálf- um heima í Neskaupstað fyrir fullu húsi áhorfenda við mikinn fögnuð heima- manna. Þróttur Nes hafði betur í fyrstu tveimur leikj- unum gegn Aftureldingu 3-0 og 3-1, en lokaleik- urinn fór einnig 3-0 og var sigur þeirra í einvíginu því mjög afgerandi. Þróttarakonur urðu síðast Íslandsmeistarar árið 2013 en mikil endurnýjun hefur orðið á liðinu síðan. Þróttur Nes er því Íslandsmeistari í 9. skipti í kvennaflokki. Borja Gonzalez þjálfari Þróttar var afar ánægður í leikslok og sagði upp- gjafir Þróttarliðsins hafa gert út af við Mosfellsbæjarliðið. Árangur Þrótt- ar í vetur er magnaður. Fyrir utan að vinna alla titlana sem í boði voru tapaði liðið aðeins einum leik. Borja sagði einnig að ung lið, eins og þetta, kikni oft undan álaginu og gefi eftir þegar á hólminn væri komið en það hafi ekki gerst og því sé honum mjög létt. Þróttur náði strax í byrjun fyrstu hrinu miklu forskoti og eftir það virtist björninn unninn. Borja hefur þjálfað kvennaliðið í þrjú ár og sambýliskona hans, Ana Vidal, karlaliðið. Þau leika síðan með sínum liðum og stefna á að vera áfram. Frábærar uppgjafir frá Paolu Gomez leikmanni Þróttar slökktu alla von Aft- ureldingar um miðbik loka- hrinunnar og komst Þróttur í 18-12 og var útlitið gott fyr- ir framan troðfullt íþrótta- hús í Neskaupstað. Þróttur Nes kláraði hrinuna 25-17 eftir að Heiða Elísabet Gunnarsdóttir sló boltan í hávörn Aftureldingar og út. Paula var stigahæst í leiknum með 13 stig en næst á eftir henni Særún Birta Eiríksdóttir með 10 stig einnig fyrir Þrótt Nes. Að sögn sveitarfélagsins hafa heimilin í Fjarðabyggð tekið vel í aukna flokkun í Fjarðabyggð. Nýjar tölur, eftir til- komu Brúnu tunnunnar, sýna fram á að í febrúar hafi um um 63% úr- gangs farið til urðunar en hlutfallið árin á undan hafi sýnt að 84% alls úrgangs sem til féll í Fjarðabyggð hafi farið til urðunar. Að sögn Páls Björgvins Guðmundssonar bæjar- stjóra vekur athygli að aukningin virðist ekki einungis tilkomin vegna brúnu tunnunnar heldur séu íbúar einnig duglegri við að flokka í endur- vinnslutunnuna. Íslenska gámafélag- ið hefur komið upp jarðgerðarstöð á starfssvæði sínu 5-600 metrum innan við þorpið á Reyðarfirði en starfsleyfið hefur verið kært til úr- skurðarnefndar umhverfis- og auð- lindamála vegna ótta við hugsanlega lyktarmengun. Heilbrigðiseftirlitið hafnar röksemdum kærunnar, þar sem tiltekið er að úrvinnslan sé ná- lægt íbúðabyggð og tjaldstæði en einnig að það hafi verið gefið út áður en fullnægjandi úttekt hafi farið fram og ekki sé gerð krafa um bestu mögu- legu meðhöndlun. Áætlað er að auka vinnslu moltu á staðnum. Einfalt lífrænt ferli Við moltugerð er lífrænu sorpi safn- að saman og það brotið niður í þar til gerðum niðurbrotsgámi en síðan er hrossaskít og viðarkurli er bland- að saman við úrganginn. Afrakstur- inn er settur í hauga eða svokallaða múga og myndast þar meira en 70 gráðu hiti svo rýkur úr. Ákveðnu hitastigi þarf að ná til að moltan telj- ist örugg. Starfsleyfið á Reyðarfirði byggir á eftirlitsskýrslum úr þremur eftirlitsferðum og í starfsleyfisskil- yrðum sé krafa um bestu meðhöndl- un. Ef mengun verði meiri en ráð var fyrir gert sé heilbrigðiseftirlitinu skylt að endurskoða starfsleyfið og tekur Páll Björgvin undir að standist vinnslan ekki væntingar muni stað- setningin endurskoðuð. Moltugerðin minnkar urðun Þrefaldir meistarar! Laugardaginn 14. apríl kynnti Seyðfirska út- gáfan FOSS fjórar ný- legar útgáfur eftir Arild Tveito og Gavin Morrison, PÉTURK, Stéphane le Mercier og Litten Nystrøm undir yfirskriftinni „Á staðnum“ í sýningarsal Skaftfells. Elvar Már Kjartans- son sá um stemmningstónlist. Útgáfurnar búa yfir mikilli breidd listrænnar tjáningar og með ýmsu sniði en eru allar þróaðar undir áhrifum “yfir- skilvitlegra” kringumstæðna: náttúrulegum fyrirbærum, forgengilegum aðstæðum, sögulegum viðburðum og félagslegum þáttum. Fjögur fjölfeldi voru kynnt: eftir Gavin Morrison, Litten Nyström og Stephane le Mercier og PETURK. Seyðfirska útgáfan FOSS, stofnað 2016 af Litten Nystrøm og Linus Lohmann, einblínir á fjölfeldi, prentuð og ekki prentuð, í takmörk- uðu upplagi eftir alþjóðlega listamenn. Foss og fjölfeldi af furðulegustu sortum Bókverkið Rare postcards from Iceland eftir Stép- hane le Mercier byggir á úrvali af fundnum póst- kortum frá Íslandi sem listamanninum áskotnaðist póstkortin þegar hún keypti stærra safn í Stuttgard Þýskalandi. Póstkortin sýna íslenskt landslag og jarð- fræðilega viðburði, með áherslu á mismunandi form efnis: ís, vatn, gufu o.s.frv. Í bókinni eru sett fram stutt textabrot, sem eru lýsingar af náttúrufyrirbær- um, standa ein og sér sem naumhyggju skúlptúrar á annars auðri blaðsíðu. Bókverkið er gefið út í 240 árituðum og númeruðum eintökum (100×158 mm). Rapid Sunsets eftir Litten Nystrøm sem gefur að líta hluta af safni fundinna (eða fangaðra) ljósmynda frá vegamyndavélum sem eru staðsettar á einangruðum fjallavegi á Austurlandi. Söfnunin hófst árið 2012 sem viðbragð við óþekktum aðstæðum. Bókasíðurnar, sem haldast á sínum stað með samanbrotinni forsíðu (297x420 mm), leiða í ljós þrjár stærri síður (420x594 mm) samsettar af mörgum óþekktum ljósbrotum. Fjölfeldið er gefið út í 100 árituðum og númeruðum eintökum. Múskatópolis er gefið út í sam- starfi við Widowed Swan og er spilastokkur eftir PÉTURK. Um stokkinn skrifar Pétur: Orð á orðum ofan dembast yfir mann stöðugt og viðstöðulaust; úr munnum, tækjum, og umbreytt úr sjónrænu áreiti stafrófa og myndmáls. Mörg orðanna eru síendurtekin af því að menningarumhverfið sem þau þrífast best í vill gera sig gildandi og fá sem flesta til fylgilags við heimsmyndina sína. Eftir því sem maður umhverfist meira af við- komandi heimsmynd því daufara verður ómurinn af öðrum heims- myndum. Múskatópólis spilin veita notendum sinum tækifæri til að ferðast um himingeim hugtakanna og velja eða hafna í samræmi við tilviljunakenndri skipan örlaganna. Alls voru gefnir út 100 spilastokkar (52x75 mm) ásamt handprentuð- um og upphleyptum boxum, auk 30 síðum af óskornum prentuðum kortum (420x700 mm). Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is Gleðilegt sumar! Str. 38-58

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.