Austurland - 26.04.2018, Blaðsíða 4
4 26. apríl 2018
Sagan, hefðin
og framtíðin
Í hverju samfélagi eru stoðir og strúktur sem maður verður að átta
sig á til að geta skilið samhengi þess og sögu. Fyrir okkur flestum er
Ísland þessi rammi, jafnvel bara Austurland sjálft, eða enn fremur sá
bæjarkjarni og nærumhverfi hans, sem við erum
sprottin úr. Þannig var það lengi og er kannski
enn, hjá þeim elstu og þeim yngstu. En söguvit-
undin og virðing fyrir hefðum og gildum er um
leið mjög líklega fyrirbæri sem á í vök að verjast.
Allur heimurinn er leiksvið þeirra sem eru að
vaxa úr grasi og fullorðna fólkið hefur margt hvert
sótt sér menntun annað og komið svo aftur heim.
Sá heimur og sú heimsmynd sem fólk eins og ég
(á miðjum aldri!) ólst upp við, getur aldrei orðið
að fasta í huga þeirra sem nú alast upp, eða því
halda að minnsta kosti flestir fram. En hvað er fasti í þessu samhengi?
Er það eitthvað „gott og göfugt“ sem við höfum misst í hít dægurmenn-
ingarinnar og kviksyndi samfélagsmiðlanna? Munu góð gildi, heiður og
sómi, réttlæti og samkennd, verða óskiljanlegt orðagjálfur á ruslahaugi
hugtakanna?
Maður spyr sig
Hvaða stoðir samfélags ber okkur að vernda og virða? Í hverju felst það
að skilja sögu sína og samfélags og skiptir það máli – þegar horft er
til framtíðar? Gamalt orðtæki segir að maður verði að þekkja söguna
til að endurtaka ekki mistökin. En þó virðist það sem svo að sagan sé
sífellt að endurtaka sig. Getur verið að það hafi ekkert með það að gera
að við þekkjum söguna ekki nógu vel? Maður veltir því að minnsta
kosti fyrir sér stundum hvort þetta snúist ekki jafn mikið um það að
við sem einstaklingar gerumst blind á veikleika okkar, teljum okkur alla
vegi færa, missum sjónar á þeim lærdómi sem hefðir og góð gildi eru
sprottin af. Við upplifum sí og æ að við gerum mistök og séum ófull-
komin, og það er alveg í lagi. Í samtímanum og samhengi yfirgengilegrar
ímyndadýrkunar sem tengist sítengingu samfélagsmiðla særir það fram
þrá mannsins eftir einhverskonar betrun. Við viljum öll verða betri en
við erum. Og það er gott. En við verðum líka að gefa sjálfum okkur séns.
Sjálfshjálparsamfélagið
Sjálfsmynd einstaklingsins er fyrirbæri sem við þekktum í raun ekki
sem stærð sem þyrfti að taka mið af fyrir örfáum árum síðan. Meðvit-
und um mikilvægi heilbrigðrar sjálfsmyndar fyrir andlega líðan – svo
við tökum nærtækt dæmi úr ranni geðheilbrigðisgeirans – er í stöðug-
um vexti. Jafnvel svo miklum að mörgum finnst nóg um hvað fólk sé
orðið upptekið af því að klastra saman ímynd útávið, til að virðast passa
inn í það „norm“ að vera með góða sjálfsmynd. Að hvíla í eigin skinni.
Finna friðinn. En hefur það í raun breyst frá fyrri tíð, þar sem félagslegt
samþykki og viðurkenning fólst í því að passa inn í hópinn, ögra ekki
jafnvæginu, falla inn í sjálfsmynd samfélags; skilja hefðir og skyldur? Er
það fyrst og fremst sjálfsmynd samfélags sem við reynum að passa inní
til að hafa góða sjálfsmynd?
Það virðist vera þverstæða fólgin í því að einlægni, auðmýkt og op-
inleiki fyrir andlegri leit, í formi viðleitninnar til sjálfshjálpar, sé ásýnd
„normsins“ þegar kemur að einstaklingnum því um leið er samfélagið
sem heild drifið áfram af ímyndum, hagsmunagæslu og sókn í efnisleg
gæði. Samfélagið vill ekki „hvíla í eigin skinni“ – gangast við fjölbreytileik-
anum! – og horfast í augu við að „friðurinn“ felst í því að bera sig ekki
að eilífu saman við annað með öfundaraugunum. Auðvitað viljum við
öll lífsgæðin; afþreyingu og menningu í nærsamfélaginu, jöfn tækifæri
fyrir börn landsbyggðar og þéttbýlis, heilbrigðisþjónustu og góðar sam-
göngur – en það er líka vegna þess að við erum sítengd við „nútímann“ –
veruleika sem felur tæknilega séð óskiljanlega marga möguleika í sér. Við
sem manneskjur; sálir, líkamar og andlega innstilltar verur, getum þó
ekki neitað þeirri staðreynd að við náum aðeins sátt við okkur sjálf ef við
skynjum og berum skynbragð á að samfélagið endurspeglar okkur ekkert
síður en við endurspeglum hraða þess og þróun. Hver samfélagseining
hefur sál og leitar jafnvægis, þarfnast traustra tengsla bæði í líkamlegu og
andlegu tilliti. Ekkert okkar er eyland þó mörgum líði eins og þeir þurfi
fyrst og fremst bara að hugsa um sjálfa sig. Þá batni eitthvað. Við þurfum
að hugsa um hvert annað, bera virðingu fyrir hverju öðru og huga að
hagsmunum heildarinnar því annars brotnar sjálfsmynd samfélagsins,
sagan hættir að skipta máli og hefðirnar verða að gleymdum siðum. Því
vil ég votta ykkur sem bjóðið ykkur fram til sjálfboðinna starfa á sveitar-
stjórnarstiginu virðingu mína, um leið og ég vona að það séu hugsjónir
sem drífa ykkur áfram. Hugsjónir um betra samfélag. Viðleitni til þess að
sjálfsmynd samfélagsins eflist og Austurland dafni.
Með sumarkveðju
Arnaldur Máni
LEiðAri
5. tölublað, 7. árgangur
Útgefandi: Fótspor ehf., Suðurlandsbraut 54 , 103 Rvk. Ábyrgðarmaður: Ámundi Ámundason.
Auglýsingastjóri: Ámundi Ámundason sími 824-2466, netfang, amundi@fotspor.is.
Auglýsingar: Sími: 578-1190 & netfang: auglysingar@fotspor.is.
Ritstjóri: Arnaldur Máni, sími: 822 8318 & netfang: arnaldur@pressan.is
Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Íslandspóstur. Vefútgáfa PDF: www. fotspor.is.
Fríblaðinu er dreift í 5.500 eintökum á
öll heimili og fyrirtæki á austurlandi.
Tryggvi Ólafsson, myndlistar-
maður úr Neskaupstað, hlýtur
Verðlaun Jóns Sigurðssonar
forseta fyrir árið 2018. Verðlaunin
fær Tryggvi fyrir ævistarf sitt í þágu
myndlistar og framlags til að efla
menningarsamskipti Íslands og Dan-
merkur. Tryggvi er í hópi þekktustu
núlifandi myndlistarmanna þjóðar-
innar en hann skipaði sér snemma á
ferlinum í framvarðarsveit íslenskra
myndlistarmanna með sérstæðum
og auðþekkjanlegum stíl. Verðlaunin
eru veitt þeim einstaklingi sem hefur
unnið verk sem tengjast hugsjón-
um og störfum Jóns Sigurðssonar.
Þessi verk geta jöfnum höndum ver-
ið á sviði fræðistarfa, viðskipta eða
mennta- og menningarmála.
Tryggvi er fæddur árið 1940 í
Neskaupstað. Hann hóf ungur að
mála og nam myndlist bæði hér
á landi og í Kaupmannahöfn, við
Myndlistar- og handíðaskóla Íslands
1960-61 og Konunglegu listakadem-
íuna í Kaupmannahöfn 1961-66.
Stjórn Jónshúss gerði tillögu um
verðlaunahafa til forsætisnefndar Al-
þingis. Í rökstuðningi stjórnar sagði,
meðal annars:
„Tryggvi er sá íslenski listmálari
sem lengst hefur búið og starfað í
Danmörku. Þá hefur Tryggvi haldið
flestar listsýningar af íslenskum
málurum, alls um 35, í Danmörku,
auk fjölda samsýninga,“ segir í til-
kynningu en lengst af starfsævinnar
var Tryggvi búsettur í Kaupmanna-
höfn.
Verðlaunin voru afhent á Hátíð
Jóns Sigurðssonar sem haldin er í
Jónshúsi í Kaupmannahöfn á sumar-
daginn fyrsta. Steingrímur J. Sigfús-
son, forseti Alþingis, setti hátíðina og
afhenti verðlaunin.
Tryggvi hlýtur verðlaun
Jóns Sigurðssonar
Gígja, dóttir Tryggva Ólafssonar, tók við
verðlaununum fyrir hönd föður síns og
flutti þakkir hans og kveðju.
n Gauti Jóhannesson sveitarstjóri og
sveitarstjóraefni listans
n Þorbjörg Sandholt aðstoðarskólastjóri
n Berglind Häsler bóndi
n Kári Snær Valtingojer
rekstrarrafiðnfræðingur
n Kristján Ingimarsson fiskeldisfræðingur
n Eiður Ragnarsson ferðaþjónustubóndi
n Þórir Stefánsson hótelstjóri
n Ingibjörg Bára Gunnlaugsdóttir
grunnskólakennari
n Guðný Gréta Eyþórsdóttir bóndi
n Elísabet Guðmundsdóttir kaupkona
Pólítísk framboð í stífustu sam-
hengi eiga kannski bara ekki
við í svona litlu sveitarfélagi og
það er ástæðan fyrir því að þessi listi
er svona samansettur,“ segir Gauti Jó-
hannesson sveitastjóri á Djúpavogi og
oddviti XL- Lifandi samfélags. Sem
komið er mun það vera eina framboðið
sem lýst hefur áhuga og eru þar sam-
ankomnir fulltrúar af báðum listum
sem sátu í sveitarstjórn síðast auk nýrra
einstaklinga, sem Gauti segir vera fjöl-
breyttan hóp einstaklinga með mis-
munandi reynslu og bakgrunn. „Það
sem sameinar okkur er að við erum
tilbúnin að leggja okkar af mörkum til
hagsbóta fyrir samfélagið og takast á
við þau fjölbreyttu verkefni sem bíða.
Þessi hópur er breiðfylking sem getur
starfað saman á víðum grundvelli og
er búin að ræða um þau mál sem ólíka
flokka greinir á um, sem fólk hefur
í einhverjum tilfellum unnið með á
landsvísu. Það er forsendan auðvitað
að hafa fundið samhljóm og geta sýnt
skilning, um leið og við getum þá sýnt
þann þroska að vera sammála um að
mega vera ósammála um einhverja
hluti. Það sem við erum sammála um
er það sem mestu máli skiptir.“
Ef aðeins einn listi verður kominn
fram þegar framboðsfrestur rennur út
virkjast ákvæði um tveggja daga frest
fyrir nýtt framboð að bjóða fram til
sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí
næstkomandi.
Meðal þeirra málefna sem XL
leggur áherslu á eru:
Opin og gagnsæ stjórnsýsla, stuðningur
við fjölbreytt atvinnu- og menningarlíf,
góður aðbúnaður barna og unglinga og
viðbygging við grunnskólann. Auk þess
vill listinn stuðla að öruggu lóðafram-
boði, að lokið verði við deiliskipulag á
miðsvæði í þorpinu og að áfram verði
fylgt eftir brýnum samgöngufram-
kvæmdum s.s. heilsársegi yfir Öxi sem
mikilvægt er að komi til framkvæmda
sem fyrst. XL – Lifandi samfélag mun
við alla ákvarðanatöku taka tillit til um-
hverfissjónarmiða og hugmyndafræði
Cittaslow með lífskjör íbúa að leiðar-
ljósi. Í nýlegri skoðanakönnun kemur
fram að mikill meirihluti þeirra sem
tók þátt í Djúpavogshreppi er fylgjandi
því að sameinast einhverjum eða öll-
um sveitarfélögunum á Austurlandi. Í
því ljósi er það stefna L-listans að hefja
skoðun á kostum og göllum þeirra
sameiningarkosta sem eru í boði með
það fyrir augum að íbúar geti sem fyrst
kosið um sameiningu.
Frekari upplýsingar er að finna á
fésbókarsíðu XL – Lifandi samfélag.
Breiðfylking á Djúpavogi
Talið frá vinstri: Þórir, Kári, Guðný, Obba, Elísabet, Gauti,
Ingibjörg Bára, Eiður og Berglind. Á myndina vantar Kristján.