Austurland - 26.04.2018, Blaðsíða 8

Austurland - 26.04.2018, Blaðsíða 8
8 26. apríl 2018 Einar Már Sigurðarson skóla- stjóri í Nesskóla er ætíð ung- ur í anda og hress, þó honum hafi sannarlega brugðið þegar hann komst að því að hann væri elsti starf- andi skólastjóri landsins. Þá þótti honum og konu hans Helgu Steinson, fv. Skólameistara Verkmenntaskóla Austurlands, kominn tími á að fletta á næsta kafla. Einar lætur af störfum í sumar en Austurland tók púlsinn á „þeim gamla“. Verður nóg að gera í að sinna bara afahlutverkinu og horfa yfir farinn veg, eða hvað tekur við? „Það tekur alltaf eitthvað við,“ hlær Einar, eins og svo margir þekkja til en það hefur verið einkennismerki hans alla tíð að taka jákvæðan pól á hlutina. „Það er svo margt spennandi í lífinu, bæði barnabörnin og jú það að geta orðið að gagni líka áfram. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar ég komst að því að ég væri elsti starfandi skólastjóri landsins, hafði bara aldrei látið mér detta slíkt í hug. Þá voru tveir starfandi skólastjórar jafnaldrar mínir en fæddir seinna á árinu.“ Eðlilegast að klára ferilinn á toppnum „Mér fannst nú alltaf að ég væri nokk- uð góður þegar ég byrjaði minn skóla- stjóraferil á Fáskrúðsfirði árið 1979 því þá var ég með þeim yngstu og mögu- lega sá yngsti, ég hef nú bara aldrei rannsakað það. En það var einhvern- veginn borðleggjandi að verða elsti starfandi skólastjórinn eftir að maður sá að þessir tveir jafnaldrar mínir hættu í fyrra. Það er sérkennilegt til þess að hugsa að vera orðinn elsti skólastjórinn á landinu því manni finnst maður enn vera svo ungur og brennandi í andan- um. En það er líka eðlilegt að rifa seglin og beina atorku og hugmyndum áfram, þó það verði meira svona „í áhöfninni“ – jafnvel bara í landi. Eftirmaður minn í Nesskóla, Eysteinn Þór Kristinsson verður flottur kafteinn á þeirri skútu og óska ég þeim Lilju velfarnaðar áfram,“ segir Einar en það hefur oft verið við- loðandi við skólastarf að hjón vinna á þeim vettvangi. Sú var raunin með Ein- ar og konu hans. Lífsstarf í menntamálum og uppbyggingu skólastarfs „Það hefur orðið hlutskipti okkar Helgu að vera tengd menntamálum nær allt okkar líf. Það kemur m.a. til af miklum áhuga á samfélagsmálum og þeirri staðreynd að menntamál skipta miklu máli fyrir jafnrétti og jöfnuð í samfélaginu.Það hefur margt á dagana drifið, eðlilega. Stofnun Verkmenntaskóla Austur- lands er eftirminnileg en þá fórum við Smári Geirsson sem þá var skólameist- ari Framhaldsskólans í Neskaupstað og ég þá sem skólafulltrúi í Neskaupstað, um allan fjórðunginn og funduðum með sveitarstjórnar- og iðnaðarmönn- um til að tryggja aðild allra sveitarfé- laga að skólanum. Í þá daga var rekstur og uppbygging framhaldsskólanna samstarfverkefni ríkis og sveitarfé- laga. Sem betur fer hefur samsstarfs- verkefnum fækkað því yfirleitt hallar á sveitarfélögin í slíkum verkefnum. Ég tel reyndar að sveitarfélögin eigi að sjá um fram- haldsskólana því þjónusta þeirra er nærþjónusta, og þannig munu þessi mál vonandi þróast í framtíðinni, ef ríkið ræður við að vinna slíkt í hendur sveitarfélaganna með sómasamlegum hætti,“ segir Einar. Skólaskrifstofa Austurlands mikilvæg „Þá var það ekki síður áhugavert að vera fyrsti forstöðumaður Skólaskrif- stofu Austurlands og leiða hið stóra verkefni, yfirfærslu grunnskólanna til sveitarfélaganna. Mikilvægt verkefni sem áður var samstarfsverkefni ríkis og sveitarfélaga en yfirfærslan bætti mjög stöðu grunnskólanna. Hinsvegar hefur ríkisvaldið á seinni árum verið að auka miðstýringu með svokölluðu eftirlits- hlutverki og ýmsum ,,fyrirskipunum“. Helsta verkefnið framundan er að mínu mati aukið frelsi grunnskól- anna. Vellíðan nemenda hefur ávallt verið mitt leiðarstef en auka þarf sam- stillingu allra stuðningsaðila sem við sögu koma þannig að þau kerfi vinni sem best saman – en því miður er verulegur misbrestur á því.“ Kom ekkert til greina að hætta fé- lagsmálavafstrinu bara alveg og fara bara að dunda sér? Njóta lífsins og ferðast um heiminn? „Það má dunda sér á milli en það er líka að njóta lífsins að gefa af sér á meðan maður hefur eitthvað til að gefa. Þannig erum við gömlu hipp- arnir kannski svona eins og hjá Dylan, meira rúllandi heldur en að huga að því að setjast í helgan stein,“ segir Ein- ar og brosir. „Ég hef verið svo heppinn að vera varabæjarfulltrúi Fjarðalistans síðustu árin og hefur það aukið áhuga minn, maður áttar sig betur á mikilvægi sveitarstjórnarmála í þessu stóra sam- hengi og breytingum sem eiga sér stað í samfélaginu. Áður sá ríkið um flest en nú eru stærri og stærri verkefni á könnu sveitarfélaganna. Þess vegna hef ég gefið kost á mér að nýju og tel að reynsla mín og þekking geti komið að góðum not- um í bæjarstjórninni hér í Fjarðabyggð. En til þess þarf Fjarðalistinn auðvitað að fá gott brautargengi í komandi sveit- arstjórnarkosningum, sjáum hvernig það fer. Ég skellti mér auðvitað bara í baráttusætið, eins og alltaf,“ bætir Einar við og hlær, en það er fjórða sæti listans. Samgöngumálin og SSA Einar segir að fyrir liggi einnig að hann taki nokkur verkefni á sviði Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi að sér, til dæmis formennsku samgöngunefndar SSA. „Það er mjög mikilvægur mála- flokkur, þar sem mörg stór verk eru enn óleyst, þó vissulega hafi margt áunnist. Því miður hafa kraftar okkar Austfirðinga of oft farið í opinberar deilur í þessum málaflokki og kannski á maður eitthvað í reynslubankanum við því.“ Einar seg- ir að opinberar deilur skili yfirleitt engu því ríkisvaldið notfæri sér þá stöðu til að fresta verkefnum. „Samstaða á þessu sviði sem öðrum er það sem mestu skilar.“ Þjóðkirkjan, lútersk gildi... og bjór! „Áhugamál mín eru einnig á fleiri svið- um og nýlega fékk ég hvatningu til að bjóða mig fram til setu á kirkjuþingi, sem ég ákvað að verða við. Ástæðan er í mín- um huga sú að kirkjan er mesta fjöldahreyfing þjóðarinnar og stendur fyrir mikilvæg lífsgildi, lúterska jafnræðis og mannréttindahugsjón. Að hún komist heil úr þeim ólgusjó og undan ágjöfum kallar á að fólk sinni henni af trúmennsku og í gleði, og fylgi henni áleiðis í takt við tímann. Og talandi um það. Að undanförnu hef ég líka verið að reifa hugmynd um að koma á fót bjórbruggframleiðslu í Neskaup- stað við góðar undirtektir. Hugmyndin er að hér verið til ,,okkar eigin bjór“ - kannski fyrst og fremst fyrir heimamenn og ferðafólk og ekki með ágóða í huga heldur sem aðdráttarafl fyrir byggðina. En hvað verður með það verður tíminn að leiða í ljós. Kannski verður tíminn til allra þessara verka minni en maður gefur sér, því við Helga höfum hafið bý- flugnarækt og þar er ég auðvitað nýttur út í ystu æsar, þyki brúklegur aðstoðar- maður og sú ræktun er mjög áhugaverð og mikilvæg fyrir náttúruna eins og allir vita. Hunang má svo nota í bjórgerðina, er mér sagt,“ hlær við. Auðvitað. Nóg fyrir stafni. En eitthvað að lokum? Þakklátur fyrir árin í skólastarfinu „Þessi ár mín sem kennari og stjórn- andi í bæði grunn- og framhaldsskóla hafa verið lærdómsrík og mjög gef- andi, því gott samband við nemend- ur og samstarfsfólk er það sem gefur mest. Kátur og ánægður nemandi er eitt það besta sem ég upplifi. Ég hef verið svo heppinn að eignast fjölda vina í hópi fyrrverandi nemenda minna en þeir eru mjög víða og hin seinni ár hefur ótrúlega stór hópur þeirra verið í hópi samstarfsmanna. Þá verður til samfélag skilnings og virðingar. Það er ég þakklátur fyrir.“ „Það tekur alltaf eitthvað við“ Mörg verkefni bíða og „sá gamli“ er síður en svo sestur í helgan stein. Eftirmaður Einars í Nesskóla verður Eysteinn Þór Kristinsson, deildarstjóri unglingastigs skólans. Einar Már og Helga hafa starfað að skólamálun- um fyrir austan lengi. Hér eru þau á góðri stund á Látrabjargi árið 1999 en þau eiga hús fyrir vestan sem þau hafa lagt sig fram við að gera upp á síðustu árum. Einar Már segir afahlutverkið vissulega það mikilvægasta, en margt taki við nú þegar skólastjóraferlinum lýkur. Það er gefandi að gefa af sér og vera að gagni, segir Einar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.