Austurland - 26.04.2018, Blaðsíða 10

Austurland - 26.04.2018, Blaðsíða 10
26. apríl 201810 Anna Alexandersdóttir, forseti bæjarstjórnar á Fljótsdals- héraði, leiðir lista Sjálfstæð- isflokks og óháðra á Fljótsdalshéraði í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Gunnar Jónsson, formaður bæjarráðs sem setið hefur fyrir hönd Á-lista, er í öðru sætinu en listinn var samþykkt- ur á fundi fulltrúaráðs á dögunum. Á honum eru tíu konur og átta karlmenn. Margir á listanum hafa ekki áður skipað sæti á listanum í sveitastjórn- arkosningunum. Þar er þó einnig að finna reynslumeira fólk, til dæmis þrjá einstaklinga sem setið hafa fyrir hönd Á-listans í bæjarstjórn en Á- listinn býður ekki fram í ár. Listarnir hafa unnið saman í bæjarstjórn ásamt Héraðslista félagshyggjufólks en mál- efnaskráin hefur ekki enn verið gefin út. Þó er ljóst að með Gunnari hlýtur að fylgja skýr krafa um að Fljótsdals- hérað taki frekari umræður um sam- einingarmál við önnur sveitarfélög alvarlega enda hefur hann verið öflug- ur talsmaður þess. Skylda að skoða sameiningarmálin betur Gunnar Jónsson, formaður Bæj- arráðs Fljótsdalshéraðs, kallaði saman nefnd með fulltrúum sveitar- félaganna til leggja fram könnun um hug íbúa sex sveitarfélaga á Austur- landi til sameiningar. Hann segir að tilgangurinn hefi verið sá að veita nýjum sveitarstjórnum sem taka við eftir kosningar í maí upplýsingar um hug íbúa til sameininga. „Ég lít nánast á það sem skyldu nýrra sveitarstjórna, sérstaklega í þessum sveitarfélögum sem eru svo afdrátt- arlaus með sínum íbúum að vilja sameiningar, að þessar sveitarstjórn- ir setjist niður og ræði málið í fúlu- stu alvöru.“ Í samtali við RÚV nefndi Gunn- ar sérstaklega Fljótsdalshérað, Seyðisfjörð, Djúpavog og Borg- arfjörð eystra. „Sameiningar hjá þessum sveitarfélögum kalla strax og afdráttalaust á ákveðnar sam- göngubætur sem hafa verið mjög í umræðunni að undanförnu. Get ég fyrst nefnt Öxi sem er vegurinn á milli Djúpavogs og Fljótsdalshéraðs. Síðan nefni ég Fjarðarheiðargöng á milli Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarð- ar og að lokum vil ég nefna Borgar- fjarðarveg til Borgarfjarðar eystri.“ Framboðslistinn í heild sinni: 1. Anna Alexandersdóttir, verkefnisstjóri og forseti bæjarstjórnar 2. Gunnar Jónsson, bóndi og formaður bæjarráðs 3. Berglind Harpa Svavarsdóttir, hjúkrunarfræðingur og MS í heilbrigðisvísindum 4. Karl Lauritzson, viðskiptafræðingur 5. Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, viðskiptafræðingur 6. Sigurður Gunnarsson, ferliseigandi skaut- og álframleiðslu 7. Davíð Þór Sigurðarson, verkefnisstjóri 8. Ívar Karl Hafliðason, umhverfis- og orkufræðingur 9. Eyrún Arnardóttir, kennari og dýralæknir 10. Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir, aðstoðarframkvæmdarstjóri 11. Guðný Margrét Hjaltadóttir, viðskiptafræðingur 12. Sigrún Harðardóttir, félagsráðgjafi, 13. Aðalsteinn Jónsson, búfræðingur, fyrrv. bóndi nú í ferðaþjónustu 14. Helgi Bragason, skógarbóndi, 15. Ágústa Björnsdóttir, fjármálasérfræðingur hjá Alcoa Fjarðaáli 16. Guðrún Ragna Einarsdóttir, þjónustufulltrúi og bóndi, 17. Sigvaldi H. Ragnarsson, sauðfjárbóndi 18. Sigríður Sigmundsdóttir, matreiðslu- og framleiðslumaður Gunnar til liðs við Sjálfstæðismenn Frá vinstri: Davíð Þór Sigurðarson, Sigrún Hólm Þórleifsdóttir, Ívar Karl Hafliðason, Guðrún Ragna Einarsdóttir, Aðalsteinn Jónsson, Berglind Harpa Svavarsdóttir, Sig- valdi H. Ragnarsson, Anna Alexandersdóttir, Sigurður Gunnarsson, Ágústa Björns- dóttir, Gunnar Jónsson, Hrafnhildur Linda Ólafsdóttir, Guðný Margrét Hjaltadóttir og Eyrún Arnardóttir. Á myndina vantar: Karl Lauritzson, Sigrúnu Harðardóttur, Helga Bragason og Sigríði Sigmundsdóttur. Námskeið sem ætlað er að- standendum barna sem fengið hafa frumgreiningu eða staðfesta greiningu á einhverfurófi fer fram á Egilsstöðum í maí. Mælt er með því að báðir foreldrar/forráða- menn mæti saman á námskeiðið. Ömmur/afar og aðrir áhugasamir vinir eru einnig velkomnir. Nám- skeiðið verður haldið laugardaginn 12. maí frá kl 11:30 - 16:30 á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum og er þátt- takendum að kostnaðarlausu. Boðið verður upp á léttar veitingar. Frekari upplýsingar um skráningu má finna á fb-síðu Blár Apríl. Blár Apríl á Egilsstöðum Miðaverð er 1.500 kr. á mánuði fyrir einfaldan miða og 3.000 kr. fyrir tvöfaldan miðaFylgstu með okkur á Facebook og á das.is Vinningar í hverri viku - Happdrætti DAS Mestu vinningslíkurnar - skynsamlegasti kosturinn Kauptu miða á das.is eða í síma 561 77 57 Þetta er Fanney. Hún trúir á staðreyndir. Fanney tekur aldrei ákvörðun fyrr en hún hefur fast land undir fótum, hún anar ekki að neinu. Hún kannar allar breytur áður en hún birtir niðurstöður sínar. Fanney Davíðsdóttir er skynsöm og spilar í Happdrætti DAS Nýtt happdrættisár hefst í maí Vikulegir útdrættir Einfaldur miði Vinningar Fjöldi Upphæð Samtals Aðalvinningur 6 15.000.000 90.000.000 Aðalvinningur 6 3.000.000 18.000.000 Aðalvinningur 40 2.000.000 80.000.000 Vinningar 208 150.000 31.200.000 Vinningar 1.248 50.000 62.400.000 Vinningar 5.200 20.000 104.000.000 Vinningar 19.050 10.000 190.500.000 Samtals 25.758 576.100.000 Tvöfaldur miði Vinningar Fjöldi Upphæð Samtals Aðalvinningur 12 15.000.000 180.000.000 Aðalvinningur 12 3.000.000 36.000.000 Aðalvinningur 80 2.000.000 160.000.000 Vinningar 416 150.000 62.400.000 Vinningar 2.496 50.000 124.800.000 Vinningar 10.400 20.000 208.000.000 Vinningar 38.100 10.000 381.000.000 Samtals 51.516 1.152.200.000 VÖNDUÐ JEPPADEKK Á FRÁBÆRU VERÐI STÆRÐ 315/70R17 49.600,- kr. STÆRÐ 285/70R17 46.900,- kr. ARCTIC TRUCKS | KLETTHÁLSI 3 | 110 REYKJAVÍK | 540 4900 WWW.ARCTICTRUCKS.IS ÞÚ FÆRÐ JEPPADEKKIN HJÁ OKKUR!

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.