Austurland - 26.04.2018, Blaðsíða 16

Austurland - 26.04.2018, Blaðsíða 16
5. tölublað 7. árgangur Auglýsingar: Sími 578 1190 og auglysingar@fotspor.is Ritstjórn: Sími 822 8318 og godsnail@gmail.com austurland á að vera í sókn Austurland er í vörn. Þessi yfirlýsing heyrist oft og vitnað er til þess að fækk- að hefur í sumum sveitarfélögum að við landauðn nemur. Fyrir 20 árum voru Austfirðingar um 3,7% landsmanna, en nú eru þeir ekki nema 3,1% þ j ó ð a r i n n a r . Smám saman fækkar bænd- um og með vax- andi vélvæðingu má segja sömu sögu um störf í fiskveiðum og -vinnslu. Skoðum myndina betur áður en við bugumst. Á Austurlandi hefur fólki þrátt fyrir allt fjölgað frá því fyrir 20 árum úr rúmlega 10 þúsund í tæplega 11 þús- und. Á sama tíma og íbúum fækkar í fámennum sveitarfélögum fjölgar þeim á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Í skýrslu Byggðastofnunar sést að framleiðsla á mann er hvergi meiri en á Austurlandi. Meira máli skiptir að launatekjur á ársverk voru hærri á Austurlandi en annars staðar á landinu. Hvað ræður því hvar fólk býr eða vill búa? 1. Vinna þar sem þekking og hæfileikar eru launuð að verðleikum 2. Húsnæði á viðráðanlegu verði 3. Góð umönnun barna, leikskólar og aðrir skólar 4. Góðar samgöngur og fjarskipti 5. Gott umhverfi og nánd við ættingja og vini 6. Nauðsynleg heilbrigðisþjónusta Til þess að efla Austurland þarf fyrst og fremst að hugsa um heildina. Í stærri og sterkari sveitarfélögum er hægt að efla þjónustuna. Sameining kallar ekki á utan- aðkomandi hjálp. Samgöngur hafa batn- að, þó að mörgum finnist hægt ganga. Umhverfið er óvíða jafnfallegt og heil- næmt. Heilbrigðisþjónustuna má sannar- lega bæta og gera hana markvissari. Veikasti hlekkurinn er samt skortur á fjölbreytilegri vinnu. Ferðaþjónusta er góðra gjalda verð og getur verið grunnur- inn að atvinnu í fámennum en fögrum sveitum. Aðalmálið er að fyrirtæki og sveitarfélög á Austurlandi taki höndum saman um að fá ný fyrirtæki austur á land, fyrirtæki sem byggja á þekkingarstörf- um. Þeir Smári Geirsson og Guðmundur Bjarnason nældu á sínum tíma í álver, sem sneri horfum í fjórðungnum við. Mörgum fannst það ólíklegt, en það tókst þá og ef það tekst aftur er framtíð Austurlands björt. En það tekst ekki nema það sé reynt. Benedikt Jóhannesson GlerárlauG Íþróttamiðstöðinni Glerárskóla Vetraropnun: Virka daga 06.45 - 08.00 & 17.30 - 21.00 Lau. 09.00 - 14.30 / Sun. 09.00 - 12.00 RÚM • SÓFAR • HVÍLDARSTÓLAR • HEILSUKODDAR • LJÓS • HÚSGÖGN • GJAFAVÖRUR • BORÐ • SÆNGUR JACOB stóll frá Calia Italia SITTING VISION hvíldarstólar ISABELLA hægindasófi. Sjá nánar á lur.isRICCARDO rafstillanlegur tungusófi Brunstad hvíldarstóll Gæðarúm í miklu úrvali Svefnsófar í miklu úrvali og mörgum litum. Nokkrar stærðir í boði. ERMES hægindasófi. Sjá nánar á lur.is GRACE hægindastóll ORACOL tungusófi Öll sæti stillanleg Öll sæti stillanleg Stillanleg rúm Öll sæti og bak stillanlegt Stillanlegur höfuðpúði VERIÐ VELKOMIN Í HEIMSÓKN SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK Opið alla virka daga 10 -18. Lau.11-16 FRÁBÆRT ÚRVAL AF RÚMUM, SÓFUM OG HVÍLDARSTÓLUMLÁTTU ÞÉR LÍÐA VEL Ódýrustu rafmagnsborðin á Íslandi! SKRIFSTOFUHÚSGÖGN – SÍÐUMÚLA 37 Viltu auglýsa í blaðinu austurland? auglýsingasíminn er 578 1190

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.