Læknablaðið : fylgirit - 01.03.2013, Side 4
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 3
F Y L G I R I T 7 4
LÆKNAblaðið 2013/99 FYLGIRIT 74 5
Ágrip
1. Áhrif lengdar dvalar á bráðamóttöku á dánartíðni
Elísabet Benedikz1, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir2, Bjarki Már Elvarsson3, Brynjólfur
Mogensen1,2,4
1Bráðadeild, 2rannsóknarstofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum, 3raunvísindadeild, 4lækna-
deild Háskóla Íslands
Inngangur: Örtröð og dvalarlengd sjúklinga á bráðamóttöku gætu leitt
til hærri dánartíðni, lengri innlagnar og seinkað viðeigandi meðferðum.
Skortur á sjúkrarúmum, aukinn fjöldi sjúklinga og sífellt lengri dvalar-
tími á bráðadeild leiðir til örtraðar sjúklinga og er vaxandi vandamál á
bráðadeild Landspítala í Fossvogi.
Markmið: Að rannsaka hvort örtröð og/eða dvalarlengd á bráðadeild
hafi áhrif á dánartíðni sjúklinga og/eða lengd innlagnar á Landspítala.
Aðferðir: Gögnum var safnað úr rafrænni sjúkraskrá (Sögu) allra
sjúklinga sem lögðust inn eftir komu á bráðadeild frá 1. maí 2010 til 30.
apríl 2011 að undanskildum þeim sem lagðir voru inn frá skammveru-
einingu. Könnuð voru tengsl fjölda koma á 8 klukkustunda vöktum og
dvalarlengd við dánartíðni innan 7 daga, innan 30 daga og lengd sjúkra-
húsinnlagnar með aðhvarfsgreiningu og línulegri aðhvarfsgreiningu.
Niðurstöður: Af 7863 sjúklinum sem lagðir voru inn, voru 7208 rann-
sakaðir. Á fyrstu 90 mínútunum eftir komu á bráðadeild jókst 30-daga
dánartíðnin með sterkri fylgni við dvalarlengd á bráðadeild (p<0,05).
Eftir 90 mínútur hafði dvalarlengd á bráðadeild ekki áhrif á 30-daga
dánartíðni. Engin marktæk áhrif voru á 7-daga dánartíðni. Ef komur
á bráðadeild urðu fleiri en 100 á 8 tíma vakt, jókst 30-daga dánartíðnin
óháð öðrum þáttum. Innlagnir um helgar tengdust hærri dánartíðni en
innlagnir á virkum dögum (p<0,05). Hvorki örtröð né dvalarlengd á
bráðadeild tengdust marktækt lengd innlagnar. Koma á bráðadeild á
miðvikudögum miðað við aðra vikudaga, eða koma á dagvakt miðað
við aðrar vaktir, var tengd lengri innlögn óháð öðrum breytum.
Ályktanir: Fyrstu 90 mínúturnar eftir komu bráðadeild virðast skipta
sköpum og dánartíðni eykst verulega við lengri dvöl. Eftir þennan tíma
eykur örtröð á bráðadeild frekar en dvalarlengd 30-daga dánartíðni
eftir innlögn. Lengd innlagnar virðist háð öðrum þáttum en örtröð eða
dvalarlengd á bráðadeild.
2. Eldra fólk á bráðamóttöku. Niðurstöður úr fjölþjóðarannsókn
InterRAI
Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir1, Inga Dóra Kristjánsdóttir2, Hjördís Jóhannsdóttir2,
Bára Benediktsdóttir2, Bryndís Guðjónsdóttir2, Ingibjörg Magnúsdóttir2, Sólrún
Rúnarsdóttir2, Ólöf Guðný Geirsdóttir1, Pálmi V. Jónsson1,3
1Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, 2bráðamóttöku Land-
spítala, 3læknadeild Háskóla Íslands
Bakgrunnur: Eldra fólk sækir bráðamóttökur í sívaxandi mæli. Eldra
fólk er að jafnaði með aldurstengdar breytingar, marga sjúkdóma og á
fjölda lyfja.
Markmið: Að lýsa færni og tilvist aldurstengdra einkenna (öldrunar-
heilkenna) á 13 bráðamóttökum í 7 löndum, þar á meðal Íslandi.
Aðferð: Framvirk lýsandi rannsókn á fólki 75 ára og eldra sem sótti
bráðamóttökur, metið af hjúkrunarfræðingum með því að fylla út
skimtæki InterRAI fyrir bráðamóttökur.
Niðurstöður: Metnir voru 2282 einstaklingar. Fyrir bráðaveikindi voru
46% háðir öðrum í að minnsta kosti einum þætti athafna daglegs lífs
(ADL). Þetta hlutfall hækkaði í 67% við komu á bráðamóttöku. Á bráða-
móttöku sýndu 26% merki um vitræna skerðingu og 49% voru ógöngu-
færir án eftirlits. Öldrunarheilkenni höfðu 48% fyrir bráðaveikindi en
78% við komu á bráðamóttöku.
Ályktanir: Öldrunarheilkenni og færnitap hrjáði meirihluta eldra fólks
sem leitaði á bráðamóttöku. Þessar upplýsingar ætti að leggja til grund-
vallar við gerð verkferla og hönnunar á húsnæði fyrir bráðamóttökur.
3. Eldra fólk á bráðamóttöku, spáþættir útkomu. Niðurstöður úr fjöl-
þjóðarannsókn InterRAI
Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir1, Inga Dóra Kristjánsdóttir2 , Hjördís Jóhannsdóttir2,
Bára Benediktsdóttir2, Bryndís Guðjónsdóttir2, Ingibjörg Magnúsdóttir2, Sólrún
Rúnarsdóttir2, Ólöf Guðný Geirsdóttir1, Pálmi V. Jónsson1,3
1Rannsóknarstofu Háskóla Íslands og Landspítala í öldrunarfræðum, 2bráðamóttöku Land-
spítala, 3læknadeild Háskóla Íslands
Bakgrunnur: Eldra fólk sem sækir bráðamóttökur er í aukinni áhættu á
óhagstæðri útkomu samanborið við yngra fólk, svo sem andláti, færni-
tapi, langri sjúkrahúsdvöl, endurinnlögn og hjúkrunarheimilisdvöl.
Markmið: Að greina og bera saman þætti sem gætu sagt fyrir um óhag-
stæða útkomu eldra fólks á bráðamóttöku.
Aðferð: Framvirk lýsandi rannsókn á fólki 75 ára og eldra (n=2282) sem
sótti 13 bráðamóttökur í 7 löndum, metið af hjúkrunarfræðingum með
því að fylla út skimtækið InterRAI fyrir bráðamóttökur.
Niðurstöður: Einbúi (OR=1,75, p<0,00), umönnunarálag ættingja
(OR=1,67, p<0,01), göngulagstruflun (OR=2,15, p<0,00) og áverki
(OR=2,14, p<0,00) útsettu eldra fólk fyrir langri sjúkrahúsdvöl. Óháð
landi, spáði nýlegt ADL færnitap (persónuleg umhirða) (OR=2,19,
p<0,00) fyrir um þörf fyrir aukna þjónustu, oft hjúkrunarheimilisdvöl.
Heimsókn á bráðamóttöku innan 30 daga (OR=1,95, p<0,00), erfiðleikar
við að ganga stiga (OR=1,90, p<0,00) og sæmilegt eða lélegt sjálfsmat
á heilsu (OR 1,91, p<0,00) spáði fyrir um endurinnlögn á sjúkrahús í
náinni framtíð.
Ályktanir: Áhætta á óhagstæðri útkomu eftir heimsókn á bráðamóttöku
er greinanleg með þokkalegri nákvæmni með því að greina algeng
öldrunarheilkenni. Bæta mætti þeim áhættuþáttum sem hér eru greindir
inn í rútínu upplýsingaöflun á bráðamóttöku, til dæmis með því að
nota stöðluð skimtæki. Með því má stuðla að bættum ákvörðunum um
úrlausnir fyrir eldra fólk sem leitar á bráðamóttöku.
4. Virðisaukandi og virðissnauð vinna hjúkrunarfræðinga á bráða-
móttöku
Sólrún Rúnarsdóttir1,4, Snjólfur Ólafsson1, Helgi Þór Ingason2, Helga Bragadóttir3,4
1Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, 2iðnaðarverkfræði-, vélaverkfræði- og tölvunarfræðideild
Háskóla Íslands, 3hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 4Landspítala
Inngangur: Gæði hjúkrunar geta skipt sköpum fyrir árangur þjónust-