Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Page 6

Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Page 6
6 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 83 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 5 F Y L G I R I T 8 3 árin (83 af hverjum 1000 konum á móti 60 af hverjum 1000 körlum). Slysatíðni jókst með hækkandi aldri og var mest í aldurshópnum >90 ára (134 slys á 1000 íbúa). Flest slysanna (3567/4969; 72%) gerðust á heimili eða í næsta nágrenni þess. Helstu orsakir slysanna voru föll (3687/4969; 74%), bæði á meðal kvenna (2465/3094; 80%) og karla (1222/1875; 65%). Algengustu ICD-10 greiningarnar voru sár á höfði (5,1%; n=280), brot á sveif (4,3%; n=233), rifbrot (3,4%; n=188), lærleggsbrot (3,1; n=171) og upphandleggsbrot (3,0%; n=162). Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að slysavarnir aldraðra þurfi að vera markvissari og beinast að heimilum og stuðla þannig að fækkun slysa hjá þessum aldurshóp. E-4 Gjörgæslusjúklingar á bráðamóttökum Landspítala 2010-2012 Þorsteinn Jónsson1,2 1Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 2Landspítala thorsj@hi.is Bakgrunnur: Erlendar rannsóknir sýna að sjúklingar sem þarfnast gjör- gæslumeðferðar eru of lengi á bráðamóttöku. Lengri dvöl á bráðamót- töku fyrir innlögn á gjörgæsludeild er talin hækka dánartíðni sjúklinga, þar sem á bráðamóttökum eru almennt lakari aðstæður til að sinna gjörgæslusjúklingum. Þá hafa komið fram vísbendingar erlendis um að sjúklingum á bráðamóttökum sem þarfnast gjörgæslu fari fjölgandi. Markmið: Að skoða umfang og afdrif sjúklinga sem lögðust inn á gjörgæsludeild frá þremur bráðamóttökum Landspítala. Aðferð: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra sjúklinga sem skráðir voru inn á gjörgæslu frá einni af þremur bráðamóttökum Landspítala (BMT í Fossvogi; Hjartagátt við Hringbraut og BMT barna við Hringbraut) frá 1. janúar 2010 til og með 31. desember 2012. Rýnt var í fjölda, kyn, dagsetningu, Emergency Severity Index (ESI) forgangs- flokkun, dvalartíma á bráðamóttöku, legutíma og 30 daga dánartíðni. Niðurstöður: Alls lögðust 1475 sjúklingar inn á gjörgæsludeildir Landspítala á rannsóknartímabilinu, 884 karlar (60%) og 591 kona (40%). Fjöldi sjúklinga var svipaður milli ára. Flestir lögðust inn á gjörgæsludeild í Fossvogi, eða 1120 sjúklingar (76%) og 355 sjúklingar á gjörgæsludeild við Hringbraut (24%). Flestir sjúklingar voru í forgangs- flokki ESI 2 (n=810, 64%). Meðaldvalartími á bráðamóttöku fyrir inn- lögn á gjörgæsludeild var um þrjár klukkustundir, SF 3,4 klst. (spönn: 0-44,7 klst). Meðallegutími á gjörgæsludeild var tæplega 68 klst. og var svipaður milli ára. Þá var meðallegutími á sjúkrahúsi rúmlega 21 dagur. Þrjátíu daga dánartíðni hjá sjúklingum sem lögðust inn á gjörgæsludeild frá bráðamóttöku var rúmlega 17% (n=253). Ályktanir: Margir sjúklingar af bráðamóttökum Landspítala leggjast inn á gjörgæsludeild. Þá endurspeglar ESI forgangsflokkun og há 30 daga dánartíðni bráðleikann. Mikilvægt er að vera vakandi fyrir lengd dvalar sjúklinga sem þarfnast gjörgæslumeðferðar á bráðamóttöku. E-5 Forprófun á mælitækinu Pain assessment in advanced dementia (PAINAD) til að meta verki hjá einstaklingum sem eiga erfitt með að tjá verki Elfa Þöll Grétarsdóttir1,2, Ingibjörg Hjaltadóttir1,2, Guðrún Dóra Guðmannsdóttir1,, Svandís Íris Hálfdánardóttir4,, Karen Kjartansdóttir1,, Gunnar Tómasson3 1Öldrunardeild, flæðissviði, Landspítala,2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3Miðstöð í lýð- heilsuvísindum, Háskóla Íslands, 4líknardeild Landspítala elfag@landspitali.is Bakgrunnur: Erfitt er að veita verkjameðferð byggða á formlegu verkja- mati hjá þeim sem ekki geta notað hefðbundin verkjamælitæki, t.d. vegna heilabilunar. Markmið: Að prófa réttmæti íslenskrar þýðingar á PAINAD verkjamati hjá öldruðum sjúklingum. Aðferðir: Þátttakendur voru fengnir með hentugleikaúrtaki á tveimur öldrunarlækningadeildum LSH og meðal íbúa á hjúkrunarheimili. Upplýsts samþykkis var aflað frá sjúklingum eða aðstandendum. Verkir voru metnir á 11-punkta númera kvarða (NRS) og með íslenskri þýðingu á PAINAD mælitækinu sem mælir verki á skalanum 0 til 10 í allt að fernum aðstæðum: i) í hvíld, ii) við aðhlynningu, iii) við flutning (t.d. úr rúmi í stól) og iv) á göngu. Sjúkdómsgreiningar tengdar við verki (meinvörp í beinum, samfallsbrot og önnur beinbrot) voru fengnar úr sjúkraskrá. Vitræn geta var mæld með Mini-mental state examination (MMSE) sem gefur skor á bilinu 0 til 30. Fylgni milli verkja skv. NRS og PAINAD var reiknuð með Pearsons prófi og niðurstöður settar fram með fylgnistuðlum. Meðalverkjaskor hjá sjúklingum með brot eða mein- vörp í beinum og þeim án beinasjúkdóms voru borin saman með t-prófi. Reiknuð voru p-gildi og miðað við 0.05 fyrir tölfræðilega marktækni. Niðurstöður: Gögn fengust frá 90 einstaklingum, þar af voru 55 (61,1%) konur, meðalaldur 82,9.ár (sd 8,2 ár). Meðalskor á MMSE var 14,8. (sd 8,3). Upplýsingar um verki á bæði NRS og PAINAD fengust hjá 47 ein- staklingum (MMSE meðalskor 17,7 (sd 7,1)). Hjá 43 þátttakendum var eingöngu framkvæmt verkjamat skv. PAINAD (MMSE meðalskor 11,6 (sd 8,4)). Meðalskor PAINAD í hvíld var 0.75 (sd 1,3) og 2,5 (sd 2,6) á NRS. Fylgni milli PAINAD í hvíld og NRS í hvíld var r=0,52, (p=0.0002). Svipaðar niðurstöður fengust við aðhlynningu, við flutning og á göngu. Sautján sjúklingar (18.9%) höfðu meinvörp eða brot í beinum, í þeim hópi var meðalskor á PAINAD í hvíld 1,65 (sd 2.8) samanborið við 0,53 (sd 0,89) án sjúkdóms í beinum (p=0,05). Svipaður eða meiri munur var á PAINAD skorum milli þessara hópa við aðrar aðstæður en í hvíld. Ályktanir: Íslensk þýðing á PAINAD hefur ytra réttmæti með tilliti til aðgreiningar milli sjúklingahópa sem sennilega hafa mismikla verki og með tilliti til hefðbundinna mæliaðferða á verkjum á meðal sjúklinga með vitræna skerðingu. E-6 Gæði lyfjaupplýsinga, samantekt og samanburður á lyfjaávísanavillum við útskrift aldraðra einstaklinga af sjúkrahúsi yfir á hjúkrunar- og dvalarheimili Karen Birna Guðjónsdóttir1,2, Þórunn K. Guðmundsdóttir1, Ólafur H. Samúelsson3 1Sjúkrahúsapóteki Landspítala, 2Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, 3Landspítala kbg6@hi.is Bakgrunnur: Með hækkandi aldri aukast líkur á fjölþættum heilsufars- vandamálum og fjöllyfjanotkun, þáttum sem hvor fyrir sig tengjast verri afdrifum. Þrátt fyrir að lyf dragi úr sjúkdómsástandi og minnki einkenni þá geta þau leitt til lyfjatengdra vandamála sem eru algeng meðal

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.