Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 7

Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 7
LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 83 7 B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 5 F Y L G I R I T 8 3 aldraðra. Við flutning frá sjúkrahúsi yfir á annað þjónustustig geta orðið misbrestir hvað varðar lyfjaupplýsingar. Markmið: Að meta gæði lyfjaupplýsinga, gera samantekt og samanburð á lyfjaávísanavillum við útskrift aldraðra einstaklinga af lyflækn- ingasviði Landspítala á hjúkrunar- og dvalarheimili. Einnig að hanna lyfjaskýrslu sem fylgir sjúklingum sem fluttust frá lyflækningasviði á Hrafnistu, Eir og Vífilsstaði á 8 vikna tímabili á árinu 2014. Með hönnun lyfjaskýrslunnar var rannsakandi að leitast við að draga úr lyfjavillum við útskrift sjúklinga. Gæði lyfjameðferðar hjá sjúklingum sem útskrif- uðust frá Landspítala á hjúkrunarheimili voru metin með gæðavísum. Aðferð: Lyfjalisti sjúklings við útskrift, staðfestur af lækni, sendur til skömmtunarfyrirtækis. Það móttekur upplýsingarnar, skammtar lyfin og sendir þau á viðkomandi hjúkrunarheimili. Í rannsókninni var metin villuhætta og fjöldi villa í þessu ferli. Sautján einstaklingar fengu lyfja- skýrslu við útskrift, skýrslan var síðan borin saman við skömmtunarkort sjúklings. Með samanburðinum var kannað hvort misræmi ætti sér stað í ferlinu. Í viðmiðunarhópnum voru sjúklingar sem útskrifuðust á önnur hjúkrunarheimili af lyflækningasviði Landspítala, á sama tímabili árið 2013. Niðurstöður: Við útskrift reyndist meðalfjöldi lyfja vera 11,4 lyf á hvern sjúkling. 53% þeirra sem fengu lyfjaskýrslu við útskrift voru með eina eða fleiri lyfjavillu, en hlutfallið var 78% hjá viðmiðunarhópnum. Algengustu lyfjavillurnar voru úrfellingar þ.e. lyfið var á útskriftarnótu en birtist ekki á skömmtunarkorti. Gæði lyfja voru einnig könnuð, óæskileg lyf voru fundin og flokkuð samkvæmt IPET og skilmerkjum Beers. Samkvæmt skilmerkjum Beers voru 78% sjúklinga með eitt eða fleiri óæskilegt lyf, en samkvæmt IPET voru það 43% sjúklinga. Ályktanir: Niðurstöðurnar gefa til kynna að bæði lyfjavillur og óæskileg lyf er algengt vandamál við útskriftir aldraðra frá lyflækningadeildum Landspítala. Út frá gögnum rannsóknarinnar er ekki hægt að álykta hversu stórt hlutfall lyfjavilla var vegna ígrundaðra breytinga lækna eða vegna lyfjavilla. E-7 Má mylja öll lyf? Lyfjagjafir á hjúkrunarheimilum Pétur S. Gunnarsson1,3, Hlynur Torfi Traustason1, Ólafur Samúelsson2,3,4, Jón Eyjólfur Jónsson2,3,4, Aðalsteinn Guðmundsson2,4 1Lyfjafræðideild, 2læknadeild Háskóla Íslands, 3sjúkrahúsapóteki, 4öldrunardeild flæðissviðs Landspítala petursg@landspitali.is Bakgrunnur: Lyfjanotkun íbúa hjúkrunarheimila er mikil og algengt að kyngingarörðugleikar eða aðrar færniskerðingar hamli notkun og gjöf hefðbundinna lyfjaforma. Markmið: Að kanna stöðu lyfjagjafa á hjúkrunarheimilum. Skoðað var hvaða lyf var verið að gefa og fylgst með því hvort að þau væru meðhöndluð og gefin í samræmi við fylgiseðil. Aðferðir: Rannsóknin fór fram á tveimur hjúkrunarheimilum þar sem farið var á tvær deildir á hvoru hjúkrunarheimili í fjóra daga. Íbúar voru flokkaðir eftir aldri, kyni og hvort að þeir voru með vitræna skerðingu. Fylgst var með hjúkrunarfræðingunum taka til lyfin, undirbúa lyfjagjöf- ina og gefa íbúum lyfin. Skráð voru niður nöfn lyfjanna, fjöldi og hvort að þau voru brotin í skömmtunarpokanum. Einnig var skráð hvort að lyfin voru mulin eða hylkin opnuð og þá í hvaða íblöndunarfasa þau voru gefin. Niðurstöður: Heildarfjöldi íbúa á deildunum fjórum var 73 og að meðaltali tók hver þeirra 9,5 lyf. Meirihluti allra lyfja sem gefin voru á rannsóknartímabilinu voru mulin (54%). Ef litið er á dreifinguna eftir lyfjaformum er algengast að töflur bæði með og án filmuhúðar séu muldar (61%). Niðurstöður sýna að mulningur á lyfjum er algeng verklagsaðferð hjá hjúkrunarfræðingum og umtalsverðum fjárhæðum er eytt í lyf sem verða við það óvirk. Oft vantar heimildir um það hvort mylja megi töflur eða opna hylki og það getur komið í veg fyrir rétta lyfjagjöf. Úr niðurstöðum rannsóknarinnar var unninn listi yfir þau lyf sem ekki má mylja. Ályktanir: Mulningur lyfja er almennur á hjúkrunarheimilum og getur ógnað lyfjaöryggi. Mörg lyf verða ónýt eða minna virk við mulning. Þörf er á frekari úttektum og endurskoðun verkferla. E-8 Sjúkraflug til Landspítala árin 2011-2012 Elín Rós Pétursdóttir1, Þorsteinn Jónsson1,2 , Brynjólfur Mogensen3,4 1Aðgerðasviði Landspítala, 2hjúkrunarfræðideild, 3læknadeild Háskóla Íslands, 4rannsókna- stofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum elin.ros@simnet.is Bakgrunnur: Flutningur sjúklinga milli staða með flugvél hefur aukist á Íslandi síðastliðin ár. Umræða um notagildi og kostnað sjúkraflugs hefur verið mikil, ásamt því að staðsetning á flugvelli í Reykjavík er umdeild. Sjúkraflug hefur lítið verið rannsakað hér á landi. Markmið: Að greina umfang og eðli sjúkraflugs til Landspítala árin 2011 og 2012. Aðferð: Stuðst var við afturvirka lýsandi aðferðafræði, þar sem unnið var með gögn úr gagnagrunni þjónustuaðila sjúkraflugs á Íslandi (Mýflug) og úr sjúkraskrárkerfi Landspítala. Í úrtaki rannsóknarinnar voru allir sjúklingar sem fluttir voru með sjúkraflugi Mýflugs til Landspítala frá 1. janúar 2011 til og með 31. desember 2012. Niðurstöður: Alls voru 703 sjúklingar fluttir með sjúkraflugi til Landspítala á rannsóknartímabilinu. Börn 18 ára og yngri voru 11,2% (n=74) og einstaklingar 67 ára og eldri 36,5%(n=241). Meðalaldur var tæp 53 ár (0-95). Flest sjúkraflug voru frá Akureyri (29%) og Vestmannaeyjum (19%). Meirihluti sjúkrafluga voru í F1 (37%) eða F2 (27%) forgangi vegna bráðra og alvarlegra veikinda eða sjúklinga með áverka. Sjúklingar voru oftast fluttir vegna veikinda og flestir voru með hjarta- og æðasjúkdóma (36%). Algengustu áverkar hjá sjúklingum í sjúkraflugi voru áverkar á mjaðmagrind og á neðri útlimum (34%). Algengasta ástæða flutnings barna var tengt fæðingu, meltingarfæra- sjúkdómum, áverkum, eitrunum eða bruna. Hjá öldruðum voru hjarta- og æðasjúkdómar algengasta orsök flutnings með sjúkraflugi. Alls voru 586 sjúklingar (89,7%) lagðir inn á Landspítala. Legutími var að meðal- tali 8,6 dagar (spönn: 1-103 dagar). Þar af voru rúmlega 21% lagðir inn á gjörgæsludeild. Rúmlega helmingur sjúklinga (54,3%) sem fluttir voru með sjúkraflugi til Landspítala fór í aðgerð. Þrjátíu daga dánartíðni sjúklinga sem fluttir voru með sjúkraflugi til Landspítala á rannsóknar- tímabilinu var 3,8% (n=25). Ályktanir: Flest sjúkraflug eru í bráðum forgangi. Sjúklingar sem fluttir eru með sjúkraflugi til Landspítala eru alvarlega veikir eða mikið slasaðir. Innlagnartíðni þeirra er há. Fimmtungur sjúklinga þurfti á gjörgæslumeðferð að halda og helmingur allra innlagðra fór í aðgerð.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.