Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Qupperneq 9

Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Qupperneq 9
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 5 F Y L G I R I T 8 3 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 83 9 með alvarlega útsetningu og á fyrsta árinu eftir hamfarirnar. Það var eng- inn munur á heildaráhættu á geðgreiningum milli útsettra og óútsettra barna (6,6 vs. 6,9%; HRadj=0,98, 95%CI: 0,86-1,11), þó að útsett börn væru í meiri áhættu á sjálfsvígstilraunum með óvissum ásetningi (HRadj=1,43; 95%CI: 1,01-2,02) og streitutengdum greiningum (HRadj=1,79; 95%CI: 1,30-2,46), aðallega fyrstu þrjá mánuðina eftir hamfarirnar. Ályktanir: Hamfarir, eins og tsunami-flóðbylgjan, geta, óháð fyrri geðvanda, aukið áhættu á alvarlegum geðgreiningum, aðallega streitu- tengdum greiningum og sjálfsvígstilraunum, í börnum og fullorðnum. E-12 Banaslys í umferðinni á Íslandi í 100 ár Óli H Þórðarson2, Þorsteinn Jónsson1,3, Ágúst Mogensen2, Sævar Helgi Lárusson2, Þórdís Katrín Þorsteinsdóttir1,3, Brynjólfur Mogensen1,4 1Rannsóknastofu LSH og HÍ í bráðafræðum, 2Rannsóknarnefnd samgönguslysa, 3hjúkrunar- fræðideild Háskóla Íslands, 4læknadeild Háskóla Íslands brynmog@landspitali.is Bakgrunnur: Banaslys í umferðinni hafa tekið háan toll frá upphafi bílaaldar á Íslandi og umferðarslys kosta árlega um 30 milljarða. Unnið hefur verið að fækkun banaslysa í umferðinni með m.a. umferðarörygg- isáætlun, bættum forvörnum með meiri fræðslu, betra vegakerfi, örugg- ari bifreiðum og meiri þjálfun. Banaslysin hafa verið ítarlega rannsökuð eftir að Rannsóknarnefnd samgönguslysa tók til starfa. Látnum í um- ferðarslysum hefur fækkað mikið á síðustu 15 árum. Markmið: Að kanna faraldsfræði látinna í umferðarslysum á Íslandi frá 1915-2014. Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn. Að frumkvæði Óla H. Þórðarsonar var unnin banaslysaskrá frá upphafi bílaaldar þar sem stuðst var við gögn frá Samgöngustofu, lögreglu, Rannsóknarnefnd samgönguslysa, Vegagerðinni, fjölmiðlum og hundruði samstarfsaðila um allt land. Skráð var: Fjöldi látinna, kyn, aldur, tegund slyss, fjöldi banaslysa,staðhættir og fleiri þættir. Niðurstöður: Alls létust í umferðarslysum 1502 á hundrað ára tímabili í 1374 banaslysum. Karlar voru 1062 (71%) og konur 440 (29%). Árið 1997 létust flestir eða 37 í 33 banaslysum. Látnum í umferðarslysum hefur fækkað mikið á síðustu árum og létust 4 á árinu 2014. Á tímabilinu létust 504 börn og ungmenni á aldrinum 0-19 ára eða 34% látinna. Á aldrinum 0-4 ára létust 95, 5-9 ára: 128, 10-14 ára: 70 og 15-19 ára: 211. Fyrsta fórnarlambið í umferðinni var níu ára drengur sem varð fyrir reiðhjóli í Austurstræti árið 1915. Í þéttbýli hafa látist 55% og í dreifbýli 45%. Í upphafi létust flestir í umferðarslysum í þéttbýli en síðustu tvo áratugi létust flestir í dreifbýli. Helstu vegfarendahópar voru ökumenn 530, farþegar 414, gangandi 470 og hjólandi 57. Á bundnu slitlagi létust 58% og á malarvegi 34% en ekki vitað hjá 8%. Ályktanir: Alls hafa látist 1502 í umferðarslysum á síðustu hundrað árum þar af eru börn og ungmenni þriðjungur. Karlar eru í miklum meirihluta. Banaslysum í umferðinni hefur fækkað mikið á síðustu árum. Þekkingu á orsökum banaslysa í umferðinni hefur fleygt fram síðustu áratugi. E-13 Komur slasaðra barna á bráðadeild Landspítala eftir reið- hjólaslys árin 2005-2010 Ármann Jónsson1, Sævar Helgi Lárusson2, Ágúst Mogensen2, Hjalti Már Björnsson1,3, Brynjólfur Mogensen1,3 1Bráðadeild Landspítala, 2Rannsóknarnefnd samgönguslysa, 3læknadeild Háskóla Íslands armannj@landspitali.is Bakgrunnur: Reiðhjólaslys hafa lítið verið rannsökuð á Íslandi og reið- hjólaslys barna hafa ekki verið rannsökuð sérstaklega. Flest slys eru ekki tilkynnt til lögreglu og fjöldi reiðhjólaslysa er því miklu meiri en opinber skráning segir til um. Markmiðið var að kanna faraldsfræði slasaðra barna í reiðhjólaslysum sem komu á Bráðadeild Landspítala frá 1. janúar 2005- 31. desember 2010. Aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og var leitað að reiðhjólaslysum í rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala. Skráð var: fjöldi slasaðra, kyn, aldur, hjálmanotkun, innlagnir, slysagreiningar og alvarleiki áverka metin skv. ISS áverkaskori ásamt legutíma innlagðra. Niðurstöður: Alls leituðu 2124 börn á Landspítala eftir reiðhjólaslys á rannsóknartímabilinu, 70% drengir og 30% stúlkur. Meðalaldur barnanna var 10,6 ár. Með hjálm voru 210, án hjálms 115 en í 84,7% til- vika vantaði upplýsingar. Í 82,7% tilfella slasast börn við leik eða tóm- stundaiðju og gerast slysin við íbúðarsvæði utandyra í 49,6% tilvika. Í 204 tilvikum var enginn gagnaðili í slysi en upplýsingar um gagnaðila vantaði fyrir 1707 tilvik. Flest slysin gerast í maí t.o.m. september eða 1534 talsins. Áverkar voru á efri útlim í 36,7% tilvika og á mjaðmagrind/ neðri útlim í 28,4% tilvika. Alls lögðust 72 börn (3,4%) inn á Landspítala þar sem meðallegutími var 5 dagar en 19,4% innlagðra þurfti innlögn á gjörgæsludeild. Samkvæmt ISS-áverkaskori voru 1445 börn lítið slösuð, 581 miðlungs slösuð, 22 voru mikið slösuð en 5 voru alvarlega eða lífs- hættulega slösuð. Ályktanir: Mun fleiri drengir en stúlkur komu á Landspítala vegna afleiðinga reiðhjólaslysa þar sem meðalaldur er um 10 ár. Slysin áttu sér yfirleitt stað á vorin og á sumrin. Flestir slösuðust lítið en 72 (3,4%) barnanna þurfti að leggja in, þar af 14 á gjörgæsludeild. Ekkert barn lést á rannsóknartímabilinu. Meirihluti innlagðra (75%) voru drengir. Skráningu þarf að bæta.

x

Læknablaðið : fylgirit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.