Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 11

Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Blaðsíða 11
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 5 F Y L G I R I T 8 3 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 83 11 áreiðanleiki hefur ekki verið staðfestur í stórum rannsóknum. Flóknasta matstækið er CAM (Confusion assessment method) sem bæði er hægt að nota við skimun og greiningu óráðs. Það hefur fest sig í sessi og endutekið sannað gildi sitt í rannsóknum sem áreiðanlegt og réttmætt greiningartæki fyrir óráð. Gallinn við notkun þess er að notendur þurfa að fá þjálfun í notkun þess svo það hentar helst sérfræðingum á sviði öldrunarfræða. Ályktanir: Með því að hafa góð skimunar og greiningartæki aðgengileg fyrir allar heilbrigðisstéttir er hægt að greina óráð á skilvirkari og áreiðanlegri hátt en hingað til. V-4 Tengsl teymisvinnu og starfsánægju í hjúkrun á bráðalegudeildum á sjúkrahúsum á Íslandi Helga Bragadóttir Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands helgabra@hi.is Bakgrunnur: Á undanförnum árum hefur athyglinni í auknum mæli verið beint að teymisvinnu í heilbrigðisþjónustu og mikilvægi hennar fyrir öryggi sjúklinga og vellíðan starfsmanna. Á bráðalegudeildum byggist góð hjúkrun meðal annars á árangursríkri teymisvinnu. Markmið: Að varpa ljósi á teymisvinnu og starfsánægju í hjúkrun á ís- lenskum sjúkrahúsum. Aðferð: Um megindlega þversniðsrannsókn var að ræða með skrif- legum spurningalista um teymisvinnu og bakgrunnsbreytur. Notaður var spurningalistinn Nursing Teamwork Survey-Icelandic en íslensk þýð- ing hans reyndist bæði áreiðanleg og réttmæt. Kvarði spurningalistans er fimmgildur Likert-kvarði (1-5) þar sem hærra stig bendir til betri teymisvinnu. Spurningalistar voru sendir til 925 starfsmanna hjúkrunar á öllum legudeildum lyflækninga, skurðlækninga og gjörgæslu á ís- lenskum sjúkrahúsum eða samtals 27 deildum á 8 sjúkrahúsum. Niðurstöður: Svarhlutfall var 70% (N=632). Flestir þátttakendur voru kvenkyns (98,4%), hjúkrunarfræðingar (54,7%), sjúkraliðar (35,5%) og af lyflækningadeildum (35,8%) kennslusjúkrahúsa (79,6%). Meðalgildi teymisvinnu var 3,89 (SF=0,48). Þegar tengsl bakgrunnsbreyta við teymisvinnu og starfsánægju voru metin sýndu niðurstöður marktæk tengsl milli teymisvinnu og tegundar deildar, hlutverks, starfsreynslu á deild og mönnunar (p≤0,05), auk þess milli starfsánægju á deild annars vegar og starfsreynslu á deild og mönnunar hins vegar (p≤0,05). Gerð var lógístísk aðhvarfsgreining (logistic regression) þar sem breyturnar mönnun, starfsreynsla á deild og teymisvinna skýrðu um 26% af breyti- leika starfsánægju á deild (Nagelkerke R2=0,257, c2(5, N=568)=83,015, p<0,001). Niðurstöðurnar benda til þess að samband sé á milli bak- grunnsbreyta, teymisvinnu og starfsánægju. Betri teymisvinna er marktækt tengd meiri starfsánægju. Ályktanir: Teymisvinna í hjúkrun á bráðalegudeildum íslenskra sjúkra- húsa hefur með starfsánægju að gera og þekkt er að bæði teymisvinna og starfsánægja hefur með gæði þjónustu og öryggi sjúklinga að gera. Því ætti góð teymisvinna að vera forgangsverkefni stjórnenda og klín- ískra hjúkrunarfræðinga. V-5 Klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði Hlíf Guðmundsdóttir1,2, Elfa Þöll Grétarsdóttir 1,2, Steinunn Arna Þorsteinsdóttir1, Tryggvi Þórir Egilsson1, Ingibjörg Gunnþórsdóttir1, Lovísa Agnes Jónsdóttir1, Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir1, Jóna Pálína Grímsdóttir1, Bryndís Hrönn Kristjánsdóttir1, Eygló Ingadóttir1,2, Jónína Sigurðardóttir1 1Landspítala, 2Háskóla Íslands hlifgud@landspitali.is Bakgrunnur: Óráð (delirum) er heilkenni sem einkennist af truflun á meðvitund, vitrænni getu og skyntúlkun. Óráð er algengt, alvarlegt og flókið vandamál sem tengist slæmum horfum. Með því að bregðast hratt og rétt við má koma í veg fyrir það og bæta horfur sjúklinga. Óráð getur verið til staðar þegar sjúklingur kemur á sjúkrastofnun eða komið til eftir innlögn. Óráð er bæði algengt hjá sjúklingum á lyflækningadeild- um og skurðdeildum. Mikilvægt er að setja fram gagnreyndar klínískar leiðbeiningar um greiningu, forvarnir og meðferð við óráði fyrir heil- brigðisstarfsmenn og innleiða þær með markvissum hætti. Markmið: Auka þekkingu og árvekni heilbrigðisstarfsmanna á óráði og stuðla þannig að bættri greiningu og meðferð við óráði með því að setja fram gagnreyndar klínískar leiðbeiningar. Aðferð: Í maí 2013 hófst vinna á Landspítala við gerð gagnreyndra leiðbeininga við óráði. Þverfaglegur hópur starfsmanna var fenginn til að vinna að gerð leiðbeininganna. Rýnt var í nokkrar erlendar klínískar leiðbeiningar um óráð. Ákveðið var að þýða og staðfæra leiðbeiningar um óráð frá Bretlandi. Að auki voru skoðuð matstæki sem reynst hafa áreiðanleg við skimun og greiningu á óráði. Þrjú matstæki voru þýdd og staðfærð til notkunar á LSH. Rýnt var í upplýsingar um lyfjameðferð og lyf sem tengjast óráði á hagnýtan hátt. Niðurstöður: Þýddar og staðfærðar voru stuttar leiðbeiningar NICE (National Institute for Health and Care Excellence) um greiningu, fyrirbyggingu og meðferð óráðs (Delirum: diagnosis, prevention and management. Quick Reference Guide). Að auki voru þýdd og staðfærð þrjú matstæki til skimunar og greiningar á óráði á LSH. Einnig var lögð áhersla á að setja fram upplýsingar um lyfjameðferð og lyf sem tengjast óráði á hagnýtan hátt. Leiðbeiningarnar verða gefnar út á vormánuðum 2015 og undirbúningur að innleiðingu á þeim er þegar hafin. Ályktanir: Mikilvægt er að setja fram þverfaglegar leiðbeiningar um óráð og beita viðurkenndum aðferðum til að greina, fyrirbyggja og meðhöndla það. Nauðsynlegt er að kynna leiðbeiningarnar vel fyrir öllum heilbrigðisstéttum og fylgja þeim eftir með markvissum hætti. V-6 Mjaðmagrindarbrot meðhöndluð á Landspítala árin 2008-2012 Unnur Lilja Úlfarsdóttir1, Gunnar Sigurðsson1,2, Brynjólfur Mogensen1,3 1Læknadeild Háskóla Íslands, 2lyflækningasviði Landspítala, 3rannsóknastofu Landspítala og HÍ í bráðafræðum ulu1@hi.is Bakgrunnur: Mjaðmagrindarbrotum hefur ekki verið gefinn mikill gaumur í samanburði við mjaðmarbrot (lærleggshálsbrot/lærhnútubrot) en margt bendir til að þau hafi verið verulega vanmetin með tilliti til afleiðinga fyrir sjúklingana og kostnaðar þjóðfélagsins. Markmið: Að kanna umfang, eðli og afleiðingar mjaðmagrindarbrota. Aðferðir: Afturskyggn rannsókn á einstaklingum sem mjaðmagrindar- brotnuðu og voru meðhöndlaðir á Landspítala árin 2008-2012. Leitað var í sjúkraskrám eftir ICD-10 greiningum á mjaðmagrindarbrotum

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.