Læknablaðið : fylgirit - 06.03.2015, Síða 14
B R Á Ð A D A G U R I N N 2 0 1 5
F Y L G I R I T 8 3
14 LÆKNAblaðið 2015/101 FYLGIRIT 83
V-12 Áhrif lídókaíns á blóðrás og bólguþætti í
brunasköðuðum rottum
Sif Ólafsdóttir1, Jean Cassuto2, Guðmundur Hrafn Guðmundsson3, Jón Ólafur
Skarphéðinsson4
1Lífeðlisfræðistofnun, 2Háskóla Íslands
sio12@hi.is
Bakgrunnur: Tilfelli hafa sýnt að lídókaín í bláæð getur haft kröftug
sársaukadeyfandi áhrif í sjúklingum með alvarlegan annars stigs bruna
og minnkað þörf á morfíni. Þekkt er að lídókaín hefur víðtæk bólgueyð-
andi áhrif með því að draga úr myndun og áhrifum bólgumiðlara. Mikil
losun verður á cytókínum í brunaskaða og þessi mikilvægu stýripeptíð
ónæmissvarsins geta haft bein og óbein áhrif á sársaukaskyn.
Markmið: Þróa brunamódel og skoða áhrif lídókaíns á upphafs cytókín
í annarstigs brunaskaða.
Aðferðir: Blóðsýni voru tekin úr svæfðum brunasköðuðum rottum sem
fengu lídókaín- eða saltmeðferð. Brunaskaði var framkallaður með því
að dýfa aftari limum í 80°C heitt vatn í 10 sek. Styrkur bólguþátta (IL-1β,
IL-6, TNF-α, IL-8, IL-2, IL-5, IFN-γ, IL-4, IL-10, IL-13 og rCRAMP) var
mældur í plasma fyrir og eftir 60 min lyfjagjöf. Einnig var fylgst með
hjartsláttartíðni og meðalslagæðaþrýstingi.
Niðurstöður: Niðurstöður sýna aukningu í upphafs bólguþáttum (TNF-
α, IL-1β, and IL-6) við brunaskaðann (p=0,007; p=0,007; p<0,001). Ekki
fengust marktæk áhrif af lídokaíni í þeim styrk sem prófaður var.
Ályktanir: Aukning í bólguþáttum gefur til kynna að brunamódelið geti
hentað til að skoða áhrif lídókaíns í æð í annarstigs bruna í rottum. Hins
vegar hafði lídókaín 2,0 ml kg-1 bólus og 1 mg kg-1 klst-1 innflæði ekki
marktækileg áhrif á þá bólguþætti sem skoðaðir voru. Hugsanlegt er að
skammtastærðin hafi verið of lág og frekari rannsóknir þarf til að útiloka
þann möguleika auk þess að prófa módelið betur.
V-13 Ávinningur af stuttum fjölskyldumeðferðarsamræðum við
foreldra barna, eins árs og yngri, sem greinast með RS-veiru á
bráðamóttöku barna
Sólrún W. Kamban1, Erla Kolbrún Svavarsdóttir2
1Bráðamóttöku barna Barnaspítala Hringsins, 2hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands
solrunw@landspitali.is
Bakgrunnur: Í rannsóknum á börnum með berkjungabólgu af völdum
RS-veirunnar (respiratory syncytial virus), hefur komið fram að veiran
getur haft áhrif á öndunarfæri þeirra öll æskuárin í formi sogöndunar,
astma og ofnæmis. Rannsóknir á upplifun foreldra þessara barna gefa
vísbendingar um að veikindin séu þeim erfið og að þeir þurfi faglegan
stuðning.
Markmið: Tilgangur þessarar rannsóknar var að meta hvort stuttar
fjölskyldumeðferðarsamræður, veittar af hjúkrunarfræðingi, veiti for-
eldrum tilfinningu fyrir auknum stuðningi á veikindatímabili barna
þeirra miðað við foreldra sem fá hefðbundna hjúkrunarmeðferð.
Meðferðarsamræðurnar eru byggðar á hugmyndafræði Calgary-
fjölskylduhjúkrunarlíkana sem þróuð hafa verið í þrjá áratugi.
Foreldrum barna með berkjungabólgu af völdum RS-veirunnar var
boðin þátttaka. Skoðað var hvort mæður og feður skynji stuttar með-
ferðarsamræður sem styðjandi. Einnig var skoðað hvort fjölskylduvirkni
breyttist eftir þátttöku.
Aðferðir: Notað var aðlagað tilraunasnið til að meta áhrif stuttra með-
ferðarsamræðna á skynjaðan stuðning og fjölskylduvirkni. Þátttakendur
voru alls 41, bæði mæður og feður, 21 í tilraunahópi og 20 í samanburð-
arhópi. Þátttakendur svöruðu spurningalista um einkenni barnsins,
bakgrunnsþætti fjölskyldunnar, skynjaðan stuðning og fjölskylduvirkni.
Tilraunahópurinn fékk íhlutun, sem fólst í stuttum fjölskyldumeðferðar-
samræðum og að meðaltali 11 dögum seinna svöruðu báðir hóparnir
stuðnings- og virknilistanum aftur. Við gagnaúrvinnslu voru gerð kí-
kvaðrat próf og dreifigreining fyrir endurteknar mælingar. Miðað var
við 95% marktektarmörk.
Niðurstöður: Niðurstöðurnar sýna marktækan mun á skynjuðum heild-
arstuðningi (p=.02) og á hugrænum stuðningi (p=.005) meðal mæðra í
tilraunahópi miðað við samanburðarhóp. Með hugrænum stuðningi er
átt við fræðslu um sjúkdóm og veikindi, virka hlustun, ábendingu um
styrkleika og eflingu eigin bjargráða. Niðurstöðurnar styðja því rann-
sóknartilgáturnar um að stuttar meðferðarsamræður auki tilfinningu
fyrir heildarstuðningi og stuðningi til mæðra barna með berkjungabólgu
af völdum RS-veirunnar. Niðurstöðurnar sýna einnig kynjamun á
skynjuðum stuðningi í tilraunahópi. Mæður skynja marktækt meiri hug-
rænan stuðning en feður (p=.036).
Ályktanir: Rannsóknarniðurstöðurnar gefa hjúkrunarfræðingum á
bráðamóttökum fyrir börn, tilefni til að álykta að stuttar meðferðarsam-
ræður styðji mæður ungra barna í veikindum þeirra.