Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Side 3

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Side 3
LÆKNAblaðið 2014/100 3 Læknablaðið the iceLandic medicaL journaL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104 – 564 4106 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Þröstur Haraldsson saevar@lis.is Ljósmynd á forsíðu: Þorkell Þorkelsson ljósmyndari Landspítala Upplag 250 Prentun: Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition og Scopus. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0254-1394 Vísindi á Landspítala í sókn og vörn Uppskeruhátíð vísinda á Landspítala, Vísindi á vordögum, verður haldin í 14. skipti þann 7. maí. Á þeim degi er litið um öxl og áföngum fagnað, rann- sóknir kynntar, vísindamenn heiðraðir og styrkjum úthlutað úr vísindasjóði Landspítala. Þessi viðburður er mikilvæg hvatning þeim sem vinna að rann- sóknum, en með því að gera vísindastarf innan spítalans sýnilegt er vonandi einnig vakinn áhugi hjá vísindamönnum framtíðarinnar. Á undanförnum árum hafa vísindi á spítalanum sótt fram á sumum svið- um, en á öðrum sviðum hefur þessi mikilvægi málaflokkur átt mjög í vök að verjast. Birtingar starfsmanna spítalans á ritrýndum fræðigreinum hafa nánast staðið í stað frá fyrra ári og telst það mjög ásættanlegur árangur (mynd). Á sama tíma á hið innlenda styrkjakerfi mjög undir högg að sækja og enn eru blikur á lofti um fjármögnun Rannsóknasjóðs á næstu árum, því að lögð hafa verið fram drög að nærri 40% niðurskurði til sjóðsins í fjárlögum næstu ára. Á sama tíma hefur verið leitast við að standa vörð um Vísindasjóð Landspítala og er það vel. Þrengingar í starfsemi spítalans hafa óhjákvæmilega mikil áhrif á samkeppnisstöðu hans við systur- stofnanir á Norðurlöndunum. Einn mælikvarði sem notaður er á gæði vísindastarfs er tilvitnanatíðni í verk sem frá stofnunum koma. Með því að vitna til fræðilegra greina sýnir hið alþjóðlega vísindasamfélag áhuga sinn í verki. Nú er nýkomin út skýrsla á vegum Nordforsk, sem sýnir uggvænlega breytingu á stöðu spítalans í samanburði við 53 norræna há- skóla og háskólasjúkrahús á sviði heilbrigð- isvísinda. Staða hans hvað tilvitnanatíðni varðar var býsna sterk á árunum 2000-2007 og var Landspítali í hópi þeirra 10% bestu, en mælingar fyrir tímabilið 2008-2011 sýna að hann er nú kominn langt niður fyrir miðjan hóp og er meðal neðstu 10%. Þrátt fyrir að gefið hafi á bátinn á und- anförnum árum þurfum við að sækja fram. Margir starfsmenn hafa kvartað undan því að spítalinn hafi hætt að kaupa aðgang að heimildaskráningarforritinu EndNote, en notkun þess sparar mikinn tíma við ritun fræðigreina og er forritið mikið notað við greinaskrif á alþjóðavísu. Nú hefur spítalinn keypt aðgang að EndNote að nýju og gefst því starfsmönnum og nemum kostur á að endurnýja kynnin við þetta öfluga hjálpartæki. Gert er ráð fyrir að námskeið í notkun forritsins verði haldin síðar á árinu. Einnig hefur verið ákveðið að kaupa tölfræðiforritið STATA til notkunar á tölvum spítalans og mun vísindadeild standa fyrir námskeiðum í notkun þess. Fleiri nýleg umbótaverkefni má tína til, meðal annars samkomulag við Háskóla Íslands um áframhaldandi rekstur klínísks rannsóknaseturs sem aðstoðar rannsakendur við undirbúning og framkvæmd klínískra rannsókna, og samning við Háskólann í Reykjavík um rekstur heil- brigðistækniseturs sem undirritaður var síðastliðið haust. Ánægjulegt er að tekist hafa samningar við HÍ um sameiginlegan rekstur heilbrigðisvísindabókasafns Landspítala og HÍ. Safnið er höfuðbókasafn heilbrigðisvísinda á Íslandi og mun kosta kapps um að veita nemendum, starfsmönnum spítalans og kennurum og vísindamönnum greiðan aðgang að mikilvægum fræðitímaritum og öðrum gögnum sem nýst geta í kennslu, vísindum og öðrum störfum. Þar gegna gagna- grunnar af ýmsu tagi vaxandi hlutverki í daglegu starfi spítalans í þjónustu við sjúklinga, til dæmis gagna- grunnar um eitranir. Bryddað er upp á þeirri nýbreytni á vísindum á vordögum þetta árið að veggspjaldasýningar hverfa af sjónarsviðinu, en mæting á þær hefur oft verið stopul og miðlun upplýsinga því takmörkuð. Þess í stað var ákveðið að taka rannsóknakynningarnar upp sem stutta fyrirlestra og setja á netið. Þessir örfyrirlestrar, þar sem fyrirlesari og glærur sjást í mynd, verða öllum opnir. Í tilefni af vísindum á vordögum verður þessi vefur opnaður og vonum við að starfsmenn geti þar kynnt sér áhugaverð verkefni sem hér hafa verið unnin. Jafnframt standa vonir til að með þessu verði vísindi á spítalanum sýnilegri í augum fróðleiksleitandi Ís- lendinga, en þegar allt kemur til alls snýst okkar starf um heilsu, fræðslu og velferð almennings. Magnús Gottfreðsson yfirlæknir vísindadeildar vísinda- og þróunarsviðs Landspítala 0 50 100 150 200 250 300 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Fj öl di Ár Ritrýndar greinar og bókakaflar LSH 2008-2013 Ritrýndar greinar - erl. Ritrýndar greinar - ísl. Bækur - bókakaflar

x

Læknablaðið : fylgirit

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.