Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Blaðsíða 24

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Blaðsíða 24
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 24 LÆKNAblaðið 2013/99 53 Áhrif bólgumiðlandi boðefna á sérhæfingu og virkni CD+ T-stýrifrumna Una Bjarnadóttir1, Andri Leó Lemarquis2, Snæfríður Halldórsdóttir1,2, Jóna Freysdóttir1,2,3, Björn Rúnar Lúðvíksson1,2 1Ónæmisfræðideild Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3rannsóknardeild í gigtsjúkdómum Landspítala unab@landspitali.is Ingangur: T-stýrifrumur stjórna hárfínu jafnvægi á T-frumu miðluðu ónæmissvari sem ríkir í líkamanum. Ef þetta jafnvægi raskast er hætt við hinum ýmsu sjálfsofnæmisjúkdómum og spila þær því mikilvægt hlut- verk í sjúkdómstilurð margra sjálfsofnæmisjúkdóma. Frekari rannsóknir á hegðun þeirra er þörf til að auka skilning okkar á virkni þeirra og nýta sem hugsanleg meðferðarúrræði. Markmið: Að meta hlutverk ósértæka ónæmiskerfisins á sérhæfingu og virkni CD8+ afleiddra T-stýrifrumna (CD8+ aTst) in vitro og skoða boð- efnaseytun þeirra. Aðferðir: Óþroskaðar og óreyndar CD8+CD25-CD45RA+ T-frumur voru einangraðar úr heilbrigðum blóðgjöfum og ræktaðar í Tst hvetjandi aðstæðum með og án IL-1ß, TNFα og afleiddum angafrumum. Boð- efnaseytun var skoðuð með ELISA og luminex. Niðurstöður: CD8+CD127-CD25hiFoxP3hi Tst (CD8+ Tst) voru afleiddar in vitro með TGF ß1 og IL-2 sem höfðu samlegðaráhrif á sérhæfingu þeirra (P<0,0001). IL-1ß og TNFα var sett í ræktirrnar í mismunandi styrk og hafði IL-1ß í háum styrk marktækt bælandi áhrif á sérhæfingu CD8+ Tst (P<0,01). Einnig, var bælivirkni CD8+ Tst, á CD4+ og CD8+ T-verk- frumur, marktækt hindruð þegar bólgumiðlandi boðefnin, IL-1ß and TNFα, voru í ræktinni. Þetta gæti verið tengt minnkaðri seytun á IL-10 og TGF-ß1 (P<0,05/0,01) þegar IL-1ß and TNFα eru til staðar í ræktinni. Að lokum, þá voru áhrif angafrumna á sérhæfingu og virkni CD8+ Tst skoðuð og var virkni þeirra hugsanlega TGF-ß1 háð. Ályktun: Afleiddar CD8+ Tst, virkjaðar bæði í gegnum CD3/CD28 við- takana og með angafrumum, eru háðar IL-2 og TGF-ß1. Auk þess minnka TNFα og IL-1ß bælivirkni CD8+ Tst sem hugsanlega er IL-10 og TGF-ß1 háð. Rannsóknin sýnir því fram á að margir þættir innan ósérhæfða ónæmiskerfisins hafa mjög mikil áhrif á sérhæfingu og virkni CD8+ aTst. 54 Aldursháð þroskun lykilfrumna í kímstöðvum miltans í músar ungum Stefanía P. Bjarnarson1,2, Sindri Freysson1,2, Giuseppe Del Giudice3, Ingileif Jónsdóttir1,2,4 1Ónæmisfræðideild, Landspítali. 2læknadeild HÍ, 3Novartis Vaccines, Siena, Ítalíu, 4Íslenskri erfðagreiningu stefbja@landspitali.is Inngangur: Ónæmiskerfi ungviðis er vanþroskað og mótefnasvör hæg og skammlíf. Kímstöðvar eru aðalvirkjunarstaðir B-frumna til sérhæf- ingar í plasmafrumur eða minnisfrumur. Kímstöðvarhvarf er takmarkað í nýburum vegna vanþroska kímstöðvafrumna (FDC). CD4+ T hjálpar- frumur kímstöðva (TFH) stýra kímstöðvarhvarfi og CD4+ stýrifrumur kímstöðva (TFR) geta bælt virkni þeirra. Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna aldursháða tíðni lykilfrumna í kímstöðvarhvarfi. Aðferðir: Tíðni lykilfrumna metin í milta 4, 7, 10, 14, 21 og 28 daga gam- alla músa og borin saman við tíðni í fullorðnum músum, með litun fyrir einkennissameindum og greiningu í flæðifrumusjá: TFH (CD4, CXCR5, PD-1 og Bcl-6), TFR (CD4, CXCR5,Foxp3 og Bcl-6), T stýrifrumur (Tregs: CD3, CD4, Foxp3 og IL-10) og B stýrifrumur (B10: B220, CD1d,CD5 og IL-10). Niðurstöður: Þroskun CD4+ T-frumna og TFH frumna var aldursháð og þeim fjölgaði fyrst við 3 vikna aldur, en tíðnin við 4 vikna aldur var enn lægri en í fullorðnum músum. Þroskun TFR var einnig aldurháð en við 4 vikna aldur var tíðni þeirra svipuð og í fullorðnum músum. Tíðni Tregs var enn takmörkuð við 4 vikna aldur. Aftur á móti greindust marktækt fleiri IL-10 seytandi Treg frumur í ungum músum en fullorðnum. Þroskun B fruma var aldursháð, en við 2 vikna aldur var heildartíðni þeirra sambærileg við tíðnina í fullorðnum músum. Hins vegar var heildartíðni B10 stýrifrumna og þeirra sem seyttu IL-10 marktækt hærri en í fullorðnum músum. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þroskun lykilfrumna sem taka þátt í sérhæfingu B fruma í kímstöðvarhvarfi er mjög aldurs- háð. Öfugt við tíðni CD4+ stýrifrumna (Treg og TFR) er tíðni B10 stýri- frumna sem seyta IL-10 há í byrjun ævinnar en fer lækkandi með aldri þegar ónæmissvör fara vaxandi. 55 Leit að samrunagenum í brjóstaæxlum sem bera mögnun Hjörleifur Einarsson1, Eydís Þórunn Guðmundsdóttir1, Rósa B. Barkardóttir1,2, Inga Reynisdóttir1,2 1Sameindameinafræði- og frumulíffræðieiningu, rannsóknastofu í meinafræði, Landspítala, 2BMC heilbrigðisvísindasviði HÍ hjorleifur20@gmail.com Inngangur: Brjóstakrabbamein er algengasta krabbamein í konum og eru erfðabrenglanir algengar í æxlunum. Magnanir á litningasvæðum og litningayfirfærslur eru dæmi um slíkar brenglanir sem geta leitt til æxlismyndunar vegna yfirtjáningar gena eða myndunar samrunagena. Mögnun á 8p12 finnst t.a.m. í 10–15% brjóstaæxla en vegna flókins mögnunarmynsturs litningasvæðisins er talið að þar séu fleiri en eitt æxlismyndandi gen. Markmið: Markmið verkefnisins var að rannsaka samrunagen í brjósta- æxlum með áherslu á þekkt mögnunarsvæði, sérstaklega 8p12, þar sem einungis eitt áhrifagen æxlismyndunar hefur verið skilgreint. Aðferðir: Háhraðaraðgreiningargögn fyrir 2 estrógen (ER) jákvæðar brjóstaæxlisfrumulínur, T-47D og MCF7, og 8 ER jákvæð æxli eru aðgengileg á vef NCBI (www.ncbi.nlm.nih.gov). T-47D er með mögnun á 8p12 og ER jákvæð æxli bera oft mögnun á því svæði. Þrjú samrunagen hafa fundist í MCF7 og því var hún notuð sem prófsteinn á SOAPfuse, forritið sem var notað til að þess að greina samrunagen í T-47D og æxl- unum. Niðurstöður: Í MCF7 fundum við samrunagenin sem hafa verið staðfest fyrir þessa frumulínu. Könnun á greiningu úr SOAPfuse fyrir T-47D og 4 brjóstaæxli leiddi í ljós samrunagen sem hafa orðið til vegna litninga- yfirfærslu, viðsnúninga litningabúta og samruna litningasvæða á sama litningi. Sum þeirra finnast bæði í T-47D og æxlunum en önnur virðast einstök fyrir hvert æxli. NOTCH2NL myndar samrunagen í T-47D og 2 æxlum en sýnt hefur verið að NOTCH fjölskyldan taki þátt í myndun samrunagena í brjóstaæxlum. Eitt samrunagen fannst á litningasvæði 8p12. Ályktun: Sameiginleg og einstök samrunagen sjást í brjóstaæxlum og T-47D en unnið er að því að staðfesta niðurstöðurnar. Staðfest samruna- gen verða valin til eftirfylgni í íslenskum brjóstaæxlum.

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.