Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Blaðsíða 17

Læknablaðið : fylgirit - 07.05.2014, Blaðsíða 17
V í s i n d i á V o r d ö g u m F Y L g i r i T 7 9 LÆKNAblaðið 2014/100 17 Inngangur: Mesenchymal stofnfrumur (MSCs) eru fjölhæfar frumur sem geta sérhæft sig yfir í bein-, brjósk- og fitufrumur og hafa einnig hæfni til ónæmismótunar og eru því góður kostur fyrir vefjalækningar. Erfiðlega hefur gengið að rannsaka frumurnar vegna meðal annars líf- tíma og gjafabreytileika. Nýlega tókst að sérhæfa fósturstofnfrumur yfir í mesenchymal forverafrumur (hES-MP) og sýnt hefur verið fram á að þær hafi svipaða eiginleika og MSCs hvað varðar útlit, svipgerðartjáningu og fleira. hES-MP frumur gætu verið lausnin að þeim vandamálum sem hrjá rannsóknir á MSCs. Kálfasermi (FBS) er mest notaða ræktunaríbætið fyrir ræktanir á stofnfrumum. Það telst ekki fýsilegur kostur í læknis- fræðilegar meðferðir vegna smithættu og siðferðislegra vandamála. Útrunnin blóðflögulýsöt (HPLO; human platelet lysates outdated) gætu mögulega gegnt hlutverki kálfasermis og hefur notkun þess reynst vel á MSCs. Markmið: Markmiðin með þessu verkefni voru að ákvarða áhrif HPLO á brjósksérhæfingu hES-MP frumna og bera saman áhrif HPLO á brjósk- sérhæfingu milli MSC og hES-MP frumna Aðferðir: MSC og hES-MP frumur voru sérhæfðar í 3D brjóskkúlur með þremur mismunandi brjósksérhæfingarætum: 10% FBS, 10% HPLO eða ætis án ræktunaríbætis, og metnar eftir 7, 14, 28 og 35 dag með GAG prófi, vefajlitunum og RT-qPCR. Niðurstöður: Niðurstöður benda til þess að bæði MSC og hES-MP brjóskkúlurnar, ræktaðar í 10% HPLO framleiða meira utanfrumuefni en brjóskkúlurnar úr ætum sem ekki innihéldur HPLO. Ályktun: Út frá þessum niðurstöðum má álykta að hægt sé að nota HPLO sem ræktunaríbæti í brjósksérhæfingaræti og gefur einnig betra brjósksérhæfingu en bæði æti með FBS og æti án ræktunaríbætis. 31 Áhrif Interleuki-6 á beinsérhæfingu og YKL-40 tjáningu mesenchymal stofnfruma úr beinmerg Ramona Lieder1,2, Ólafur E. Sigurjónsson1,2 1Blóðbanks Landspítala, 2heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun HR oes@landspitali.is Inngangur: Mesenchymal stofnfrumur (MSC) er hægt að einangra úr vefjum fullorðinna einstaklinga og eru áhugaverðar frumur til notk- unar í frumumeðferðar úrræðum í framtíðinni sérstaklega vegna hæfni þeirra til sérhæfingar í brjósk-, fitu- og beinvef. Einnig hefur verið sýnt fram á í fjölmörgum rannsóknum að MSC frumur hafi hæfni til að móta ónæmissvar og taka þannig þátt í endurnýjun á vefjum með “trophic” áhrifum fremur en sérhæfingu. Talið er að kítínasa líka próteinið YKL- 40 taki þátt í að draga úr skemmdum sem verða á utanfrumuefni vegna bólguvaldandi vaxtarþátta, ekki er hins vegar vitað með hvaða hætti slíkt á sér stað. Interleukin-6 (IL-6), bólguvaldandi vaxtarþáttur sem talinn er taka þátt í beinummyndun með því að hafa áhrif á sérhæfingu og fjölgun beinfruma og beinátfruma tengist mögulega inn í stjórnun á YKL-40 Markmið: Markmið þessarar rannsóknar var að kann áhrif IL-6 á tján- ingu YKL-40 og beinsérhæfingu MSC fruma. Aðferðir: MSC frumur úr beinmerg voru sérhæfðar með og án IL-6 (5ng/ mL) og beinsérhæfing könnuð með Von kossa litun, Alizarin red litun og Q-PCR. YKL-40 tjáning var könnuð með Q-PCR. Niðurstöður: IL-6 í sérhæfingarætinu leiddi til aukningar á tjáningu á YKL-40 og aukinnar steinefnamyndunar við beinsérhæfingu. Hins vegar voru þessar niðurstöður ekki tölfræðilega marktækar þegar bornar voru saman MSC frumur úr fleiri en einum gjafa. Ályktanir: Þessar niðurstöður benda til þess að IL-6 geti mögulega tekið þátt í stjórnun á YKL-40 við vefjaendurmyndun. Það að ákvarða hvort og hvernig IL-6 tekur þátt í stjórnun á YKL-40 prtótein tjáningu gæti breytt því hvernig við lítum á in vivo hlutverk YKL-40 og hjálpað til við að finna bindil fyrir YKL-40. 32 Lýsat úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögueiningum styður við vöxt, ónæmismótun og beinsérhæfingu mesenchymal stofnfrumna Sandra Mjöll Jónsdóttir Buch1,2, Hildur Sigurgrímsdóttir1, Ramona Lieder1, Ólafur E. Sigurjónsson1,3 1Blóðbanki Landspítala, 2læknadeild HÍ, 3heilbrigðis- og taugaverkfræðistofnun HR oes@landspitali.is Inngangur: Fjölda blóðflögueininga er fargað árlega sökum stutts geymslutíma. Ef örverur eru til staðar skapar fjölgun þeirra áhættu fyrir blóðþega séu einingarnar geymdar lengur en 5 daga. Svo stuttur tími veldur því að fjöldi eininga rennur út og þarf að farga. Slíkt er mjög kostnaðarsamt þar sem blóðflögueiningar eru mjög dýr afurð blóðbanka. Við höfum þróað aðferð til að nýta útrunnar blóðflögueiningar til rækt- unar á miðlags-stofnfrumum með góðum árangri. Nýting útrunninna blóðflaga við frumuræktun getur komið í stað kálfasermis auk þess sem dýrmæt afurð er nýtt í staðin fyrir að vera fargað. Nýlega var kerfi til örveruóvirkjunar með amotosalen innleitt í framleiðslu Blóðbankans. Markmið: Að hægt sé að nota lýsat úr útrunnum örveruóvirkjuðum blóðflögueiningum (PIPL) sem ræktunaríbæti fyrir MSC frumur. Aðferðir: MSC frumur úr beinmerg voru ræktaðar í æti bættu með lýsati úr útrunnum blóðflögum (HPLO) og úr PIPL. Áhrif ætis á vöxt og útlit frumnanna var metið með fjölgunarprófi og vefjalitunum. Áhrif á hæfni til T-frumubælingar var metið með blönduðu eitilfrumuprófi (MLR). Hæfni til brjósk- og fitusérhæfingar var metið með vefjalitunum en beinsérhæfing var skoðuð sérstaklega með vefjalitunum, mælingu á alkalískum fosfatasa og qPCR á beinsérhæfingargenum. Niðurstöður: Frumur ræktaðar í PIPL fjölguðu sér hraðar en frumur ræktaðar í HPLO. Einnig höfðu frumur ræktaðar í PIPL betri sérhæf- ingarhæfni til myndunar á beinfrumum og brjóskfrumum og marktæk áhrif á hæfni frumnanna til T-frumubælingar. Ályktanir: Hægt er að nýta útrunnar blóðflögueiningar Blóðbankans til að útbúa roflausn sem styður við vöxt miðlags-stofnfruma í rækt. Slíkt er fjárhagslega hagkvæmt, dregur úr notkun dýraafurða og eykur öryggi við ræktun miðlags-stofnfruma fyrir klínísk not. 33 Súrefnismettunarprófílar í sjónhimnuæðum Davíð Þór Bragason, Einar Stefánsson Augndeild Landspítala dbragason@gmail.com Inngangur: Blóðflæði í sjónhimnuæðum er lagskipt (laminar). Við sýnum fram á að súrefnismettun getur verið ólík í mismunandi lögum blóðs einstakra æða. Ný mæliaðferð tekur tillit til þessa og gefur nákvæmari niðurstöður en hefðbundin aðferð. Markmið: Að þróa nýja og nákvæmari aðferð við súrefnismælingar í sjónhimnuæðum. Aðferðir: Við þróum nýja aðferð til greiningar á augnbotnamyndum úr Oxymap súrefnismælinum. Sérhannaður hugbúnaður sem byggir á myndvinnsluforritinu ImageJ kortleggur breytileika súrefnismettunar innan sjónhimnuæða. Reiknilíkan sem byggir á “finite element” grein- ingu gerir kleift að túlka mældan breytileika í samhengi við efnaskipti súrefnis í sjónhimnunni. Við prófum aðferðina á gögnum frá heil- brigðum sjálfboðaliðum. Niðurstöður: Súrefnismettun í slagæðlingum er hæst í miðju æðanna og lægri við æðavegginn, sem samrýmist flutningi súrefnis úr æðum með

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.