Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Side 16

Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Side 16
5000 manns innan 300 m radíuss). Slík byggö býður upp á mun þéttari dreifingu matvöruverslana en í úthverf- um,“ segir í svari Borgar- skipulagsins. Þá segir aö í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1984-2004 sé miöað við 14 til 16 íbúðir á hektara eða 1400 til 1600 manns séu innan 300 metra radíuss. Þar er einnig miðað vð að aðeins verði ein hverfa- miðstöð miðsvæðis í hverju íbúðahverfi norðan Grafar- vogshverfanna, þrátt fyrir að hverfin séu um og yfir 1000 metrar í þvermál. Reiknað sé með því að byggð verði þétt- ust umhverfis hverfamið- stöðvarnar og þær tengdar saman með strætisvagna- götu. íbúafjöldi í hverju hverfi verður um 4-5 þúsund manns. Bjarni segir svo í svari við þessari fyrstu spurningu að rétt sé að minna á að í út- hverfum Reykjavíkur sé nú að meðaltali hálfur annar bíll að meðaltali á hverja íbúð og stór hluti íbúanna noti bíla við innkaup í hverfaverslunum. Spornað við fækkun búða Þá spurði Sigrún Magnús- dóttir um það atriði hvernig ætlunin væri að sporna við fækkun matvöruverslana í grónum hverfum. í verslunar- könnuninni frá 1981 sé það sett fram sem stefnumið að svo verði, m.a. með bættum gönguleiðum, upphituðum gangstéttum og fjölgun bíl- astæða. Svar Borgarskipulags við þessari spurningu er stutt og laggott: „Ein leiðin til að koma þess- um atriðum í framkvæmd er að meta aðstæður hverfa- verslana, (aðkomu, bílastæði o.fl.) í hverfaskipulagi og koma þar með ábendingar um framkvæmdir". Jafnvægið milli stórmarkaða og minni matvöru- verslana í þriðja lagi spurði Sigrún um þá stefnumörkun borgaryfir- valda frá 1981 að stefnt skuli að því að jafnvægi haldist milli stórmarkaða og minni matvöruverslana. Spurði hún hvernig það skuli gert, hvað sé æskilegasta jafnvægið, hvaða skilgreining sé lögð til grundvallar þegar talað er um stórmarkað, hver sé eðlilegur fjöldi stórmarkaða og loks hvað margir stórmarkaðir hafi verið starfandi í Reykjavík 1977 og 1978. Fram kemur í svarinu að borgaryfirvöld geta takmark- að fjölda nýrra stórmarkaða og ráðið staðsetningu þeirra. í því sambandi sé mikilvægt að nýir stórmarkaðir verði ekki byggðir í eða nærri grón- um hverfum þar sem hverfa- verslanir veita þegar næga nærþjónustu. í Reykjavík þar sem dreifing matvöruversl- ana er nokkuð jöfn og þétt er mikilvægt að halda í það mynstur og fylgjast með því að ekki verði „stór göt“ í þjón- ustunetinu. Bent er á að dreifing mat- vöruverslana í elstu hverfum borgarinnar sé óþarflega þétt og rekstrargrundvöllur sumra þeirra því líklega ótraustur. Það sé því líklegt að sumum slíkum verslunum muni fækka nokkuð á næstu árum án þess að verslunarþjónust- an við hverfisbúa skerðist mikið. Hugtakið stórmarkað skil- greinir Borgarskipulag á eftir- farandi hátt: „Stórmarkaður er stór fjölverslun sem selur matvöru, föt, húsgögn, heim- ilistæki og fleiri vörur, oft á lægra verði en sérverslanir." Hinsvegar treystir skipulagið sér ekki til að gefa upp ák- veðna tölu um eðlilegan fjölda stórmarkaða í Reykja- vík. Verslunarhættir séu stöð- ugt að breytast, svo og skoð- anir manna um heppilegustu stærð og fyrirkomulag versl- ana. í Verslunarkönnun í Reykjavík 1981 sé talið að stórmarkaðir í Reykjavík séu þrír, Hagkaup, Vörumarkað- urinn í Ármúla og JL-Húsið. Siðan hafi bæst við Hagkaup í Kringlunni, Mikligarður og Kaupstaður í Mjódd. Kvöldsöluleyfin Fjórða og síðasta fyrir- spurn Sigrúnar í borgarráði var um það hvernig staðið væri að stefnumótum í versl- unarmálum í höfuðborgum Norðurlandanna. Ennfremur spurði hún um hversu margir hefðu kvöldsöluleyfi í borg- inni nú og 1977. Loks spurðist hún fyrir um fjölda starfandi bakaría og fiskbúða, árin 1977 og 1987. í svari sínu segir Bjarni Reynarsson að Borgarskipu- lag hafi ekki yfirlit yfir stefnu- mótun í þessum málum í nágrannalöndunum, en bendir á Viðauka II í Verslun- arkönnun í Reykjavík þar sem ýmsan fróðleik sé að finna um þróun verslunarmála í nágrannalöndunum. Varðandi kvöldsöluleyfi segir að 123 aðilar í Reykjavík hafi haft slík leyfi árið 1977, en á síðasta ári voru þeir 119 talsins. Starfandi bakarí voru 26 í borginni árið 1977 en voru orðin 33 á síðasta ári. Hinsvegar hafði fiskbúðum fækkað verulega, voru 28 ár- ið 1977 en 18 á síðasta ári. 16 VERSLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.