Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Side 32

Verzlunartíðindi - 01.07.1988, Side 32
Rafbúðin flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði: w Þú þarft að smakka til að vita hvenær þú vilt borða það. Vanilluhnoss með kirsuberjasósu og apríkósuhnoss með hindberjasósu. VERSLANALYSING ER VANDA VERK-, — en vel heppnuð á lýsingin að verða hvetjandi til viðskipta Hefurðu smakkað Hnoss - nýja jógúrtbúðinginn? Það er þitt að ákveða hvort þú kýst HNOSS til morgunverðar, hádegisverðar, kvöldverðar eða milli mála. HNOSS er umfram allt hnossgæti sem þú getur gætt þér á hvenær sem er. - Þú skilur, þegar þig langar í eitthvað gott en veist ekki alveg hvað það er. „Almenn viðhorf til lýsingar hafa gjörbreyst á síðustu árum, einnig til verslanalýsinga“, sagði Sigurjón Sigurðsson, verslunarstjóri í Rafbúðinni í Kópavogi, en það fyrirtæki og fyrirtækið S. Guð- jónsson þekkja kaupmenn að góðu. Fyrirtækin fluttu nýlega að Auðbrekku 11 í nýtt og glæsilegt húsnæði. Sigurjón sagði að á síðustu mánuðum hefðu fjölmargar nýjar verslanir keypt Concord-kastara- búnað, m.a. fjölmargargar verslanir í Kringlunni, t.d. Heinz, Cosmo, Ali-búðin, Nesco, Heilsuhornið og fleiri. Þá varð Concord fyrir valinu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á nánast öll þau svæði þar sem almenningur fer um. Þá keyptu Listasafn íslands og hin nýja Víðistaðakirkja í Hafnarfirði Ijós frá þeim í Rafbúðinni. Góð verslunarlýsing skiptir sköpum í sambandi við vel heppnaða innréttingu, og með réttu lýsing- unni munu viðskiptin áreiðanlega ganga glatt. Rétt lýsing er vandaverk hið mesta og varla á færi nema fagmanna að ráða heilt í þessum málum. Lýsing í verslun þarf að vera hlýleg og falleg, hún má ekki angra viðskiptavini eða starfsfólk, og hún þarf að skapa réttu stemninguna. Gluggalýsingar eru sömuleiðis vandasamar, ef gera á gluggann veru- lega aðlaðandi fyrir augað. Sigurjón sagði að Rafbúðin byði sem fyrr alla þjónustu og ráðleggingar í sambandi við búðalýs- ingar hverskonar. VERSLUNARTÍÐINDI

x

Verzlunartíðindi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verzlunartíðindi
https://timarit.is/publication/1845

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.