Íslensk bókatíðindi - 10.12.1983, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER
HELFÖR Á HEIMSKAUTA
SLÓÐIR
eftir Hammond Innes.
Sautjánda bók þessa frá-
bæra spennusagnahöf-
undar á íslensku. Sjaldan
hefur honum tekist betur
upp. I auönum Suöur-
íshafsins berjast hundruö
hvalveiðimanna fyrir lífi
sínu þegar skip þeirra far-
ast í ísnum. Og meðal
þeirra er kaldrifjaöur
moröingi ... Útgefandi er
Iðunn. 216 bls. Verð kr.
548,35.
í HAMINGJULEIT
heitir nýja ástarsagan eft-
ir Danielle Steel. Áöur
hafa komiö út eftir sama
höfund: „Gleym mér ei“,
„Loforðið“ og „Hringur-
inn“. Bókin „í hamingjuleit“
er 198 bls. Þýöandi Guö-
rún Guömundsdóttir. Út-
gefandi Setberg. Verö kr.
488,-.
í TVÍSÝNUM LEIK
Fyrra bindi nýjustu
spennusögu Sidneys
Sheldon, sem er einn vin-
sælansti rithöfundur okkar
tíma. Söguhetjan er Kate
Blackwell, sem sigrast á
öllum andstæðingum, körl-
um og konum, í tvísýnum
leik. 230 bls. Bókaforlag
Odds Björnssonar. Verð
kr. 697,80.
HSKÁM Káre Holt
KAPPHLAUPIO
Afreksferðir Amundsens
og Scotts til Suðurskauts-
ins eftir Kðre Holt. Þýö-
andi Sigurður Gunnarsson,
fv. skólastjóri. Afburða vel
ritaö heimildaskáldverk og
jafnframt ósvikin spennu-
bók. Lýsingin á hetjudáð-
um heimskautafaranna
lætur engan ósnortinn. 216
bls. Útgefandi er Æskan.
Verö 592,80.
KONA ÁN FORTÍÐAR
eftir Sigge Stark. Var
unga stúlkan í raun og veru
minnislaus, eöa var hún að
látast og vildi ekki muna
fortíö sína? Þessi furöu-
lega saga Coru Bergö er
saga undarlegra atvika,
umhyggju og Ijúfsárrar ást-
ar, en jafnframt kveljandi
afbrýði, sársauka og níst-
andi ótta. En hún er einnig
saga vonar, sem ástin ein
elur. 152 bls. Útgefandi
Skuggsjá. Verö kr. 494,-.
Bók
er best
vina
KORDULA FRÆNKA
eftir E. Marlitt. Þekkt og
vinsæl saga um ástir og
mannleg örleg. 267 bls. Út-
gefandi Sögusafn heimil-
anna. Verökr. 494,-.
KRÓKUR Á MÓTI BRAGÐI
eftir Agöthu Christie,
þekkíasta höfund saka-
málasagna fyrr og síðar.
Hér er hún í sínu besta
formi meö 10 smásögur
sem sumar voru sýndar í
þáttum sjónvarpsins sl.
vetur. Útgefandi er Bók-
hlaöan. 164 bls. Verö kr.
555,75.
LARÍON
eftir Peter Freuchen.
Heillandi frásögn um hinar
miklu óbyggöir Alaska og
frumstætt líf indíánanna,
sem landið byggöu, er
fyrstu skinnakaupmennirn-
ir komu þangaö meö byss-
ur sínar og brennivín. Lar-
íon var ókrýndur konungur
þessara miklu óbyggöa og
frásögn Freuchens af
þessum mikla höföingja er
æsileg og spennandi og
nær hámarki meö blóö-
baöinu mikla viö Núlató.
270 bls. Útgefandi Skugg-
sjá. Verö kr. 642,20.
LITLA SKOTTA
eftir George Sand. Jón
Óskar íslenskaöi. Sagan
var lesin í útvarp fyrir
nokkrum árum og vakti þá
mikla aðdáun og ánægju
hlustenda. Þetta er heill-
andi frönsk sveitalífssaga.
156 bls. Útgefandi Sögu-
safn heimilanna. Verö kr.
494,-.
/mSJÖHHI
R MíWiÖÖ
sk.4dsagauívi ssæp
Lögreglumorð
LÖGREGLUMORÐ
Hörkuspennandi glæpa-
saga eftir Maj Sjöwall og
Per Wahiöö. Friðsælt
sveitaþorp kemst í fréttirn-
ar þegar kona finnst þar
myrt. Sökudólgur er fund-
inn — en þá er framinn nýr
glæpur, lögreglumorö!
Ólafur Jónsson þýddi. 241
bls. Útgefandi Mál og
menning. Verö kr. 583,-.
MAÐURINN SEM FÉLL
TIL JARDAR
eftir Walter Tevis. Hann
var raunar enginn maður.
Hann kom utan úr geimn-
um. En hann leit út eins og
maöur. Hæfileikar hans
geröu honum ótal vegi
færa .. . Æsispennandi
skáldsaga sem líka er ætl-
að aö vekja til umhugsun-
ar. Margir minnast kvik-
myndarinnar meö David
Bowie í aðalhlutverki. Út-
gefandi er Iðunn. 201 bls.
Verð kr. 494,-.
MEÐ EINHVERJUM
ÖÐRUM
eftir Teresu Charles.
Rósamunda hrökklaöist úr
hlutverki „hinnar konunn-
ar“, því það varö deginum
Ijósara aö Norrey mundi
aldrei hverfa frá hinni auö-
ugu eiginkonu sinni —
þrátt fyrir loforö og fullyrð-
ingar um aö hann biöi aö-
eins eftir að fá skilnað.
Hversvegna ekki að byrja
upp á nýtt með einhverjum
öðrum? 176 bls. Útgefandi
Skuggsjá. Verð kr. 494,-.
MEÐAN ELDARNIR
BRENNA
eftir Zaharia Stancu.
Meistaraleg saga hins
mikla sagnameistara Rúm-
ena um sígaunana sem
reknir voru út á auönir
Rúmeníu í síöari heims-
styrjöld til aö deyja. Harm-
saga hins nafnlausa fjölda
sem dæmdur er til tortím-
ingar í grimmdaræöi stríös
og styrjalda. Spennandi
saga er lýsir logandi ástríö-
um, hyldjúpri örvæntingu
og blindri sjálfsbjargar-
hvöt. Útgefandi er löunn.
344 bls. Verö kr. 797,90.
MONSJÖR KÍKÓTI
Skáldsaga eftir Graham
Greene í þýöingu Áslaugar
Ragnars. Hér segir frá Kík-
óta nútímans, sem er velv-
iljaður og hrekklaus prest-
ur, og Sansjó Pansa, sem
er afsettur bæjarstjóri og
sanntrúaöur kommúnisti.
Þeir félagar takast á hend-