Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Blaðsíða 19

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Blaðsíða 19
Kvennalistinn Kvennalistinn er grasrótarhreyfing sem starfar á vettvangi stjórnmála og hefur kvenfrelsi að leiðarljósi Kvennalistinn starfar í öllum kjördæmum landsins og er opinn öllum sem áhuga hafa á að vinna að framgangi kvenfrelsisbaráttunnar, konum og körlum. Kvennalistinn sækir jylgi sitt til fólks úr öllum stéttum pjóðfélagsins Sjftt&kacy&mát Kvennalistinn leggur sjálfbæra þróun til grundvallar í efnahagsmálum. Sjálfbær þróun er hagstefna sem byggð er á langtíma stefnumótun og leggur áherslu á að uppfylla þarfir okkar í dag án þess að skaða umhverfið eða þær auðlindir sem við þörfnumst í framtíðinni. Við viljum koma kvennapólitískum sjónarmiðum til áhrifa í efnahagslífinu. rftoimcmál Kvennalistinn vill fjölbreyttari atvinnu fyrir konur og stóraukinn stuðning við frumkvæði og fyrirtæki kvenna. Vaxtarbroddur atvinnulífsins felst í uppbyggingu og rekstri smáfyrirtækja. Erlendar rannsóknir sýna að oftar en ekki reka konur slík fyrirtæki. Til að styðja konur í uppbyggingu slíks reksturs þarf að stofna lánatryggingasjóð kvenna til að tryggja þeim aðgang að áhættufjármagni. ^p€&&CfÚ44t&&(ljauna og kjaramál) Kvenfrelsi verður ekki náð nema leiðréttur verði sá launamunur sem er á milli karla og kvenna í landinu. Hefðbundin barátta verkalýðshreyfingarinnar hefur skilað konum mjög litlum árangri og kjör kvenna hefta möguleika þeirra til að stjórna eigin lífi. Kvennalistinn vill algjöra uppstokkun á launakerfinu. Fyrsta skrefið í þá átt felst í framkvæmd ókynbundins starfsmats. Tryggja þarf eftirlit með jafnréttislögunum svo að þau nái tilgangi sínum. ^Ct&ttflt&i&ttt&CKvermaYisimn vill nýja stefnu í öryggismálum sem byggir á varðveislu umhverfis fremur en hernaðarstyrk. Það sem öðru fremur ógnar jarðarbúum eru hættur sem steðja að umhverfi okkar, svo sem útbreiðsla kjarnavopna, ótrygg kjarnorkuver, geislavirkur lirgangur, gróðurhúsaáhrif, eyðing regnskóga, auðlindaþurrð og mengun. I þessum efnum eiga Islendingar mikilla hagsmuna að gæta, því að framtíð byggðar í landinu stendur og fellur með lífríki hafsins. ^tyttdftÆðcéCft&CKvermalistirm vill að fólk eigi kost á því að velja á milli eignar- eða leiguhúsnæðis. Að leiguíbúðum verði fjölgað, jafnt á höfuðborgarsvæðinu sem utan þess. Við viljum endurskoða húsnæðismálin í heild í ljósi breytinga undanfarinna ára, skilgreina hlutverk ríkisins upp á nýtt og meta húsnæðisþörf næstu ára. UíemfatHÁl Kvennalistinn vill að framhaldsmenntun standi öllum jafnt til boða, óháð efnahag, og varar við hugmyndum um skólagjöld. A undanförnum árum hefur sú tilhneiging verið ríkjandi að flytja starfsnám sem einkum var stundað af konum á háskólastig. Að baki bjó von um betri launakjör en hún hefur því rniður ekki ræst. Eftir stendur að konur hafa nú færri tækifæri til starfsmenntunar á framhaldsskólastigi en áður. Brýnt er að taka upp kennslu í fleiri starfsgreinum sem höfða sérstaklega til kvenna. ^fatt/l(J&l^&4t&t/\]>mweTtismdá á íslandi eru í miklum ólestri. Umhverfisráðuneytið þarf að fá aukið vægi í stjórnkerfinu og því gert kleift að snúa vörn í sókn á öllum sviðum umhverfismála. Skynsamleg nýting auðlinda í anda sjálfbærrar þróunar, endurheimt landgæða, flokkun og endurvinnsla sorps, hreinsun frárennslis og gætileg umgengni um viðkvæma náttúru landsins eru brýnustu verkefnin. d 6cutyi Kvennalistinn vill þjóðarsátt um stórbætt kjör kvenna. Er einhver á móti því? Samtök um kvennalista voru ^ stofnuð 13. mars C\ 1983. Kvennalistinn pM leggur áherslu á ^ valddreifingu og w virkt lýðræði og kýs sér því ekki ^ formann. Þingkonur <—l skiptast á að gegna embætti formanns þingflokksins .Kvennalistinn hlaut 8,3% atkvæða í Alþingiskosningunum 1991 og 5 konur kjömar á þing úr Reykjavíkur- Reykjaness- og Vestfjarðakjördæmi. Skrifstofa ^ Kvennalistans erá Laugavegi 17, 2. hæð. Þar er opið alla p-H virka daga kl. 15-18. Sími - 551-3725. Fax jj] - 552-7560. Sérstök HH ungliðahreyfing er ^ ekki starfandi innan £"'j Kvennalistans en k öllum áhugasömum er bent á að nálgast frekari upplýsingar á skrifstofu samtakanna. Fréttabréf Kvennahstans kemur út í hverjum mánuði og er dreift til áskrifenda þeim að kostnaðarlausu. ALMNGISKOSNINGAR 1 9 9 5 ■ UNGT F 0 L K T A KI Ð AFSTOÐU KYNNING

x

Ungt fólk takið afstöðu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.