Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Blaðsíða 46

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Blaðsíða 46
LÉTTMETI með Páli Okkcvt nánaóta þtamUð ? efi að aeðtvtguðimvt tuta Öskari Mmm. JVií, ahhwt (tefxvt, allaballarnir sem við kjósum yfir okkur hætta að misnota völd sín um leið og kjörseðlinum er sleppt ofaní kjörkassann, börnin fæðast í heilu lagi, maturinn sem við étum er ekki alltaf með þrem áleggs- tegundum og kostar mann ekki arm og legg og einstak- lingurinn himself drullast til að raða sér rétt saman og lærir að þekkja og virða sjálfan sig til að geta tekið eitthvað sem heitir ákvarð- anir upp á eigin spýtur, að þá held ég að framtíðin verði bara kúl. En mikið djöfull var þetta nú „meðvitað"! Það er ekkert pín- legra en þegar maður er beðinn um að vera meðvitaður, í þessu tilviki um framtíðarplön hjá sjálfum sér. (Ég var beðinn um að skrifa þetta krapp.) Ég gæti líkt því við þegar einhver vippar sér upp að þér og segir við þig: "Taktu eftir því þegar þú andar !" og á sömu stundu ertu farinn að anda svo óreglulega að þér líður bara eins og klessu. Mér finnst það að vera meðvitaður vera bara svo ger- samlega sjálfsagt, og það á í rauninni að vera svo eðlislægt hverri manneskju, að um leið og hún er spurð að því um hvað hún sé meðvituð, þá fyrst byrjar hún að búllsjitta. Ég ætla nú alls ekki að fara í einhverjar meðvitaðar Nostradamus- stellingar hér og fara að ráðleggja einum né neinum eitthvað um framtíðina. Dísös kræst! Það eina sem ég get kannski blaðrað um eru mín eigin framtíðarplön, og einhvern veginn hafa þau verið á glæru síðan ég var poggu- pons. Undanfarna tvo áratugi hef ég verið að vinna hörðum höndum að því að láta framtíðina sem ég kaus mér verða ljóslifandi fyrir augum mínum. (Þetta sándar væmið ha, en þetta er nú samt málið.) í upphafi skyldi nebblega endann skoða, og svo á maður einfaldlega bara að spyrja sig að því hvað væri það versta (eða besta) sem gæti komið fyrir mann á leiðinni að endanum. Og þegar maður er búinn að fatta það, þá er maður til í helvíti margt. Svo getur maður alveg, (ef maður vill fá það í kaupbæti), látið alls konar hluti sem fólkið í kringum mann er að gera fara geðveikislega í taugarnar á sér. En það er ekkert nema neikvæð og ógeðsleg orka sem manni ber að varast að búa til. Frekar á maður að dæla á pirrandi hlutina góðri orku sem skilar ótrúlega miklu á sama augnabliki og hún er búin til. Og þess vegna blaðra ég ekki meira um hlutina sem betur mætti fara og alls ekki kenna fortíðinni um hvernig komið er. 1968 er búið. 1994 er búið. Framtíðin er núna. BERÐU ZOVIR AFRUNSUNA Ekki örvænta þótt þú finnir til frunsumynd- unar. Acíklóvír, virka efnið í Zovir, hindrar •' * fjölgun frunsuveirunnar. I Tímanleg meðhöndlun fgetur komið í veg fyrir frunsumyndun og ntinnkað smithættu. Mikilvægt er að hefja meðferð strax og vart verður fyrstu einkenna frunsumyndunar; æða- sláttar, ertingar eða sviða. Berið kremið á sýkta svæðið fimm sinnum á dag í fimm daga. Zovir, krem 2 g, fæst í apótekum án lyfseðils. Kynnið ykkur vel leið- beiningar sem fylgja lvfinu. ZOVIR 4Í ALM NG ISKOSNl NG AR 1 9 9 5 - UNGT F Ó L K T A KI Ð AFSTÖÐÖ

x

Ungt fólk takið afstöðu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.