Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Blaðsíða 21

Ungt fólk takið afstöðu - 01.03.1995, Blaðsíða 21
Lýðveldi I l.gr. stjómarskrárinnar em ákvæði um stjórnarform ríkisins. Þar segir að Island sé lýðveldi með þing- bundinni stjórn. I lýðveldi er æðsti maður ríkisins, þjóðhöfðinginn, kjörinn af þjóðinni og kjörtími hans er fyrirfram ákveðinn. I lýðveldi er einnig kjörið þjóðþing sem fer með löggjafarvald eða er a.m.k. handhafi þess. Völd forseta lýðveldis eru mjög misjöfn, á Islandi hefur hann lítið vald. Þrískipting ríkisvaldsins Kenningin um þrískiptingu valdsins er meðal áhrifamestu stjórnkerfis- hugmynda á síðari öldum. Með aðgreiningu löggjafarvalds, fram- kvæmdavalds og dómsvalds skal það hindrað að einn aðili nái ofur- valdi yfir íbúum lands. Valda- stofnanir eiga að takmarka hver aðra, íbúum er veitt sem mest sjálfræði og tryggt að þeir þurfi ekki að óttast þær ógnir sem einveldið hefur í för með sér. Alþingi og forseti Islands fara saman með löggjafarvaldið, forseti og önnur stjórnarvöld skv. stjórnarskránni og landslögum fara með framkvæmda- valdið og dómendur með dóms- valdið. A Islandi er um ríka sam- fléttun að ræða, ráðherrar eru í senn forystuhópur á löggjafarþingi og sterkasti aðili framkvæmdavaldsins, embættismenn og dómarar hafa oft setið á Alþingi, og í reynd er engan veginn jafnræði milli handhafa ríkisvaldsins. Alþingi er ótvírætt valdamesta stofnunin. Þingræði Þingræði á upptök sín í Englandi á átjánduöld. Þingræði er algengasta form lýðræðis og höfuðeinkenni þess eru náin tengsl löggjafarvalds og framkvæmdavalds. I þingræðis- hugtakinu felst sú regla að þeir einir geti setið í ríkisstjórn sem meirihluti þjóðþings er tilbúinn til að þola. Ef þjóðþingið sýnir ríkisstjórninni vantraust er henni skylt að segja af sér. Lýðræði Þótt íslenska stjórnarskráin tilgreini hvergi að lýðræði eigi að ríkja í landinu felur hún greinilega í sér slíkt stjórnarform. Sú tegund lýðræðis sem þar birtist er fulltrúa- lýðræði grundvallað á rétti meiri- hlutans. Það er meirihluti þjóðar- innar og fulltrúar hans sem ákveða stjórn landsins með kosningum. JtUf dwzdi e* ágæth meðal, cet£að fé£M ðem (angwt ad ðtjmna. Jliixtwtan e* Otetftiieg á iit, en teiiin inn tned jöþiu miUiéiíi. Menn lifa án hennar, en ef henni er sleppt, er eins víst að slen færist yfir menn, allt að því depurð, í einstaka tilvikum reiði og heift. Þetta meðal, sem vel að merkja krefst ekki annars lyfseðils en nafnskírteinis, hefur fyrst þau einkenni að mönnum finnst þeir hafa áhrif. Og áhrifin á suma, geta verið það mikil, að þeim finnist þeir skipta sköpum. Ahrifin eru mest í fyrstu, en þeim fylgja líka ýmsar aukaverkanir. Lyfið virðist saklaust, en ef það er efnagreint, koma í ljós ýmis aukaefni, sem hafa víðtæk þjóðfélagsleg áhrif. Fólk finnur smám saman hjá sér þörf að hittast og skipar sér jafnan í hópa eftir skoðunum. A meðan áhrifin vara eru þessar skoðanir skýrar og þegar best virkar, alveg heilagar. Þegar þetta geðlyf, blandast með þessum hætti, líður jafnan skammur tími þar til hóparnir, sem safnast saman, hverjir í sínu horni, taka á sig lögun. Þeir ráða sem njóta mestu áhrifanna. Það eru þeir sem berja sér á brjóst. Hinir taka undir. Og hópurinn finnur sér markmið. Innan hópsins hugsa allir eins og löngunin er öll á einn veg; að höggva skarð í hina hópana, fá stjórnað sem flestum og á endanum að ráða yfir að minnsta kosti meirihluta þeirra. Það er á þessari stundu sem lyfið virkar hvað best, en allt upp frá því fara áhrifin þverrandi. Þau eru að mestu horfin þegar sest er við stjórnvölinn. Þá virðist sem einhverskonar fráhvarfseinkenni ráði meiru en upphaflegur tilgangur lyfsins. Fólk riðar, á erfitt með að taka ákvarðanir, rekst illa í flokki, en lifir þó af, því jafnan er stutt í næsta skammt. ALÞINGISKOSNINGAR 1 9 9 5 ■ UNGí FÓLK TAKIÐ AFSIÖÐU 21 LETTMETI

x

Ungt fólk takið afstöðu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ungt fólk takið afstöðu
https://timarit.is/publication/1848

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.