Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 9

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 9
vinnu við ESB að fara þá leið. 011 þau ríki vilja fulla aðild að ESB en vilja ekki fara í þessa biðstofu eins og EES-samninguninn varfyr- in flest ríki EFTA. Öll EFTA-níkin fóru í vióræður um ESB aðild nema ísland. Noregur felldi aðildina í þjóðaratkvæðagneiðslu en umsókn Sviss í Evrópusambandið hefur aldrei verið dregin til baka. Veikleikar EES-samningsins núna Veikleiki EES-samningsins fyrir okkur er fyrst og fremst fólginn í því að við þurfum að taka upp í okkar löggjöf um 90% af löggjöf Evrópusambandins og við höfum ekkert með útfærslu þessara laga og reglugeróa að gera. Áhrif okkar eru nær engin mióað við þjóðir Evrópusambandsins og við höfum í reynd ekki möguleika á því að neita að taka upp lög og reglugerðir tengdum EES- samningnum. Samkvæmt EES-samningnum getum vió beitt neitunarvaldi en það hefur í för með sér frestun á öllum nýjum ákvæðum í við- komandi regluverki gagnvart öllum EFTA/EES-ríkjunum. Engin þjóð hefur enn beitt neitunarvaldi enda er það ekki í neinu sam- tæmi við aðalmarkmið EES-samningsins um einsleitni og sam- eiginlegar reglur. Eftir eina eða tvær neitanir myndi ESB líklega setja spurningamerki við samninginn í heild sinni. Áhrif Evrópu- dómstólsins á íslenskan rétt eru mjög mikil en þar eigum við vitaskuld engan dómara. Annar veikleiki EES-samingsins felst í því ef þær þjóðir sem eft- ir eru í EFTA ganga í ESB. Hér skiptir Noregur mestu máli. Ef Moregur gengur inn verður mjög erfitt fyrir okkur að halda uppi stofnunum EES sem eru Eftirlitstofnun ESA, EFTA-dómsstóll- inn og EFTA-skrifstofan en Norðmenn greióa nú mestan hluta kostnaðarins og Sviss greiðir einnig mikið af rekstri skrifstof- unnar. Vitaskuld gætum við leyst það en stofnanaþátturinn tnyndi veikjast og yrði dýrari en það væri alls ekki útilokað. Flest EFTA-ríkin eru þegar aðilar að ESB og ESB bíður risavaxið verk- efni að tryggja aðild ríkjanna í Mið- og Austur-Evrópu. Okkar mál yrðu þannig ekki forgangsverkefni á næstu árum. Áhrif frekari aðildar Norðurlanda að ESB á Norðurlandasam- starfið yrðu alvarleg. Noregur og ísland hafa nokkuó einangrast vegna þess að Oanmörk, Svíþjóð og Finnland verja mikið af orku sinni í utanríkismálum í vinnu innan ESB. Minna má á hina Qömlu hugmynd Uffe Ellemann-Jensen að skynsamlegast væri að öll Norðurlöndin gengju í ESB og störfuðu þar saman á sama hátt og þau hafa gert innan Norðurlandsráðs. Við metum sjávarútvegsmálin mikils en þau eru ekki mikilvæg innan ESB. Ef Norðmenn gerðust aðilar réðu þeir mestu um stefnu ESB í sjávarútvegsmálum en slíkt gæti reynst okkur skeinuhætt ef við værum fyrir utan. Það má ekki gleyma því að Norðmaður hefði orðið framkvæmdastjóri sjávarútvegsmála inn- an ESB ef Norðmenn hefðu samþykkt aðild á sínum tíma. Mörg fyrirtæki hérlendis telja að EES-samningurinn dugi ekki til framtíðar. Þetta eru svipuð viðhorf og voru sterk í Svíþjóð og Einnlandi þegar vinnuveitendur og verkalýðshreyfingin knúðu miög á um aðild vegna þess að EES-samningurinn veitti ekki öaagjanlega sterka samkeppnisstöðu. Þetta viðhorf kemur æ sterkar fram hérlendis og fyrirtæki hafa flutt til útlanda ein- Qöngu til að vera innan ESB-svæðisins. Góó samkeppnisstaða fyrirtækja stendur undir lífskjörum okk- ar og okkur ber skylda til þess að rýra hvergi möguleika ís- lansks atvinnulífs í heimi vaxandi samkeppni. Vió búum núna við //in hærri vexti en í nágrannalöndunum. Aðild að Evrunni get- ur verið hagsmunamál okkar til lengri tíma og brýnt er að laða erlenda fjárfesta hingað sem hika, m.a. vegna þess að við erum ekki innan ESB. Það er fullkomlega rökrétt þegar sagt er að sjálfstæði okkar sé betur borgið innan ESB en utan vegna þess að innan þess erum við aðilar að ákvörðunum en utan þess erum vió áhrifalaus og einungis þiggjendur þess sem aðrir hafa samið um. Næstu skref Ég tel að EES-samningurinn geti dugað okkur áfram en að því fylgi lakari lífskjör til lengri tíma litið og minna sjálfstæði. Ég er ekki reiðubúinn að mæla með slíkri stefnu. Ég tel að pólitískt sé það hættulegt fyrir íslendinga að halda sig einungis við EES- samninginn. Það dregur smátt og smátt úr sjálfsákvörðunar- rétti okkar þar sem við verðum að taka sífellt meira af löggjöf annarra í okkar lög og umgjörð lífs okkar verður ákveðin af öðr- um. Ef EES-samingurinn verður einungis samningur sem við verðum nær einir aðilar að og hinum megin er tæplega hálfur milljarð- ur manna í nær öllum ríkjum Evrópu er hér um einstreymis- loka að ræða sem kaffærir alla sjálfstæða stefnu í okkar litla landi. Þá væri betra að reyna að fá samningnum þannig breytt að það sem við höfum núna myndi gilda áfram en ekki verði fleira tekið upp í íslenskan rétt. Þetta þýðir að við hættum með hið tímatengda eóa breytilega eðli samningsins og einsleitnin myndi hverfa. Óvíst er að ESB vilji slíka breytingu og þetta kem- ur líklega ekki upp sem möguleiki fyrr en Noregur væri geng- inn í ESB. Áhrifin yrðu hins vegar mjög slæm fyrir atvinnulífið. Þessi hugsun er hins vegar ekki ólík okkur, þ.e. að verja meint sjálfstæði með hugarfari Bjarts í Sumarhúsum eins og það er nú árangursríkt eða hitt þó heldur. í mínum huga dugar EES-samningurinn okkur lengi ef við vilj- um kosta til þess lakari lífskjörum, verri stöðu fyrirtækja og minni sjálfsákvörðunarétti sem sjálfstæð þjóð. Ég tel því miklu skynsamlegra að leita samstöðu meðal þjóðarinnar um þau at- riði sem við viljum setja á oddinn í viðræðum við ESB og ná samstöðu um þau samningsmarkmið. Þegar þeirri umræðu er lokið og þegar og ef mikill meirihluti hefur myndast meðal landsmanna að fara þá leið eigum við að sækja um aðild að Evr- ópusambandinu og bera aðildarsamninginn undir þjóðarat- kvæði. Með þessu værum við að gera það sama og nær allar þjóðir í Evrópu. Stefna Evrópusambandsins hentar okkur vel að mínu mati og það verður auðvelt að tryggja hagsmuni okkar þar. Það er mis- skilningur þegar sagt er að sjávarútvegsstefna ESB sé okkur hættuleg og ræður hér mestu regla ESB um veiðireynslu við úthlutun kvóta. Ekki má heldur gleyma því að við getum sagt EES-samningunum upp og við getum gengið úr ESB ef okkur líkar þar ekki. Spurningin um stefnuna í Evrópumálum og hvaða kosti við höf- um er stærsta pólitíska spurning þessa áratugar. Mitt svar er að kostirnir séu aðeins tveir, þ.e. EES-samningurinn eða aðild að ESB. Mitt mat er aó EES-samningurinn fullnægi ekki þörfum og hagsmunum íslendinga í framtíðinni. Þess vegna eigi að hefja undirbúning að aðildarviðræðum með skilgreiningu samnings- markmiða sem víðtæk samstaða verður að nást um. Ég tel að upplýst og skipulögð umræða um efnið sé nauðsynleg og ég held að almenningur verði búinn að gera upp sinn huga á svipaðan hátt og ég hef hér lýst löngu áður en stjórnmálaflokk- arnir hérlendis verða komnir að niðurstöðu. Islenska leióin • Aðeins tveir kostir í Evrópumálum Bls. 9

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.