Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 14
Atta - Fimm !
Eiríkur Bergmann Einarsson
Fyrir nokkru lét utanríkisráðherra taka saman nokkuð ítarlega
skýrslu um stöðu íslands í evrópskri samvinnu. Bróðurpartur
ritsins fór í að meta stöóu landsins gagnvart Evrópusamband-
inu og að reyna að greina kosti og galla við hugsanlega aðild,
enda er það einfaldlega staðreynd og óumdeilanlegt að þunga-
miðja evrópsks samstarfs fer nú fram á vettvangi Evrópusam-
bandsins. Skýrslan er að mörgu leiti afar áhugaverð og gefur
nokkuð greinargott yfirlit yfir viðfangsefnið. Til að mynda var gerð
tilraun til að meta efnahagslegan kostnað og ávinning við aðild
íslands að Evrópusambandinu. Samkvæmt skýrslu utanríkis-
ráherra munu íslendingar greiða 7 - 8 milljarða til fjárlaga ESB.
Gert er ráó fyrir að minnsta kosti 5 milljarðar komi til baka beint
vegna verkefna og styrkja sem kostuð verða af ESB á íslandi.
Annar fjárhagslegur ávinningur er því miður ekki inni í þeim töl-
um og þaó dregur nokkuð úr gildi skýrslunnar. Útreikningurinn
á kostnaðarhliðinni virðist byggja á nokkuó traustum grunni en
hvað tekjuhliðina varðar er aðeins tekið tillit til frekar takmark-
aóra þátta. Og þar sem að margvíslegur annar efnahagslegur
ávinningur, sem íslendingar fengju við aðild, er ekki að finna í
skýrslu utanríkisráðherra þá vantar nokkuó uppá að hún gefi
nákvæma mynd af raunverulegum efnahagslegum ávinningi
ísalands við aðild að Evrópusambandinu.
Hér á eftir verður fjallað um nokkra þá þætti sem höfundur tel-
ur skorta í faglega umræðu um efnahagslegan ávinning af að-
ild íslands að ESB. Hér er ekki um að ræða tæmandi upptaln-
ingu, enda ekki efni til þess hér, heldur verður aðeins stiklað á
stóru og reynt að draga fram nokkra þætti af handahófi sem
vert er að skoða nánar við betra tækifæri.
Almennt
Vert er að taka fram strax í upphafi að Evrópusambandið hefur
mjög takmarkað fjárveitingarvald, enda er það fyrst og fremst
á hendi aðildarríkjanna. Til að mynda voru fjárlög Evrópusam-
sambandsins árið 1999 um 91 milljaróur evra, sem samsvar-
ar um 8000 milljörðum íslenskra króna. Um er að ræða 1,2
prósent af sameiginlegri landsframleiðslu Evrópusambands-
ríkjanna og um 2,5 prósent af opinberum útgjöldum í aðildar-
ríkjunum. Þess má geta að aðildarríkin hafa samþykkt að sam-
eiginleg fjárlög ESB megi aldrei fara yfir 1,27 prósent af sam-
eiginlegri þjóóarframleiðslu aðildarríkjanna. Um 80 prósentfjár-
laga ESB fer til samstarfs á sviði landbúnaðar- og byggðamála
en að því hefur ísland ekki aðkomu við núverandi aðstæður. Það
sem eftir stendur fer að mestu til hinna ýmsu samstarfsverk-
efna sem flest eru á sviói vísinda- mennta- menningar- og
æskulýðsmála, en íslendingar fengu aðild að þessu samstarfi
með samningnum um evrópska efnahagssvæðið. Af þessu sést
að við núverandi stöðu mála hefur ísland aðeins aðkomu að litlum
hluta af heildarsamstarfi Evrópusambandsins.
Það sem umfram annað hefur mótað samrunaþróun Evrópu er
alþjóðavæðing efnahagslífsins. En fullvalda ríki verða sífellt háð-
ari hvert öðru í efnahagslegu tilliti. Á hinn bóginn hefur það
hamlað samrunanum að í Evrópu er rík pólitísk hefð er fyrir
sjálfstæði og klassískum fullveldishugmyndum. Öll ríki Evrópu
hafa orðið fyrir auknum áhrifum sem eiga rætur fyrir utan
landamærin og þau hafa enga stjórn á; hvort sem það eru um-
hverfismál, hreyfingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og
aukin viðskipti yfir landamæri, alþjóðleg hryðjuverkastarfsemi
eða annað sem fylgir aukinni hnattvæðingu. í raun réttri er sam-
starf Evrópuríkja á vettvangi Evrópusambandsins einfaldlega
viðbrögð við aukinni alþjóðavæðingu. Ríki Evrópu þóttu einfaldlega
of lítil til að takast á við hin alþjóðlegu viðfangsefni.
Samstarf Evrópusambandsins hefur þannig löngum byggt á
efnahagslegum grunni sem síðar hefur færst til nýrra við-
fangsefna. Frjálsræði í viðskiptum yfir landamæri aðildarríkj-
anna hefur ávalt verið í forgrunni og Evrópusambandið hefur á
nokkrum áratugum orðið að stærsta efnahagssvæði heims og
lífskjör íbúa þess eru með því allra besta sem þekkist í heimin-
um. Bandalagið sem var stofnað í kringum þungaiðnað sex ríkja
álfunnar hefur vaxið og dafnað, samstarfið hefur orðið víðtækara
og níu ríki hafa bæst í hópinn. í efnahagslegu tilliti hefur inn-
ganga ríkja í Evrópusambandið reynst þeim öllum mikið heilla-
spor og hagsæld þeirra aukist. Til dæmis má nefna að með inn-
göngu í ESB hafa ríki eins og írland, Spánn, Fortúgal og jafnvel
Finnland upplifað mikinn efnahagsvöxt með minnkandi atvinnu-
leysi og stöðugum hagvexti.
Besti vitnisburðurinn er þó kannski fólginn í þeirri staðreynd að
ekkert fullvalda ríki hefur Ijáð máls á úrgöngu úr sambandinu.
Þvert á móti knýja nú fjórtán rfki suður- og austur-Evrópu ákaft
dyra og verða væntanlega ellefu þeirra tekin inn í nokkrum
skrefum á næsta áratug. Þessi ríki sjá hag sínum best borgið
innan lýðræðisbandalags Evrópu. Það sama á í raun við um ís-
land, enda gilda sömu lögmál hér á landi og annarsstaðar í
Evrópu.
í fyrsta lagi
Meginávinningurinn sem hlýst af aðild íslands að ESB í efna-
hagslegu tilliti felst í auknu frjálsræði í vióskiptum. Innri markað-
ur Evrópusambandsins, sem nú telur um 380 milljónir ein-
staklinga yrði þannig að heimamarkaði íslands og við fengjum
þar með aðild að viðskiptasamningum ESB vió ríki um allan heim.
Með samningnum um evrópska efnahagssvæðið fengu íslensk
fyrirtæki að hluta til frjálsan aðgang að svæðinu en þó með veru-
legum undantekningum sem enn hindra viðskipti milli íslands
og ESB. f raun dæmir EES samningurinn ísland til að leika í
annarri deild í Evrópusamstarfi. Það verður ekki fyrr en íslensk
fyrirtæki fá að leika í fyrstu deild sem ávinningur Evrópusam-
vinnunnar skilar sér að fullu inn í íslenskt efnahagslíf.
Eiríkur Bergmann Einarsson, MA í stjórn-
málafræði verkefnisstjóri Evrópumála hjá
Rannsóknaþjónustu Háskóla íslands og
stundakennari við Viðskiptaháskólann á
Bifröst.
Bls. 14 Átta - Fimm ! • Islenska leiðin