Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 27

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 27
„Biörgum breska fiskinum11! Úlfar Hauksson Allt frá upphafi hefur sameiginleg sjávarútvegsstefna Evrópu- sambandsins verið umdeild og hafa Bretaryfirleitt verið ífarar- broddi gagnrýnenda. f þessari grein verður tæpt á máli sem hvað mest hefur verið í kastljósinu hér á landi, þ.e. svokallað „kvótahopp". Auk þess verður gefin innsýn í umræðu sem á sér stað á Bretlandi og snýst hún um hvort sjávarútvegshags- munum Breta væri betur borgið utan sjávarútvegsstefnu ESB. Gengið er út frá því að lesendur hafi ákveóna þekkingu á þróun og uppbyggingu sjávarútvegsstefnunnar. Hvað er „kvótahopp"? Markmið Rómarsáttmálans er m.a. það að framleiðslugreinar skili sem bestum árangri og stuðli þannig að efnahagslegum vexti. Innan Evrópusambandsins er réttur til fjárfestinga og frelsi til að stunda atvinnustarfsemi [stofnsetningarréttur] sterkur og ber aðildarríkjum að tryggja öllum sömu skilyrði óháð þjóðerni [Sjá 43. og 294. grein sáttmálans]. Á þessum for- sendum er einstaklingum og fyrirtækjum ekki bannað að fjár- festa í sjávarútvegsfyrirtækjum á grundvelli þjóðernis og fyrir- tækjum er frjálst að afla sér fjármagns með sölu hlutabréfa. Af þessum sökum var hlutfallslega stöðugleikanum ógnað að mar- gra mati þegar ríkisborgarar annarra aðildarríkja, einkum Spánverjar og Hollendingar, keyptu fiskiskip skrásett í öðrum aðildarrfkjum, sérstaklega í Bretlandi, Frakklandi, Belgíu og á ír- landi, og veiddu úr kvóta þeirra. Þetta fyrirbæri er kallað „kvóta- hopp". Ef fiskiskip, t.d. undir breskum fána, eru í eigu Spán- verja, að mestu mönnuó Spánverjum en veiða úr breskum kvóta sem er að hluta landað á Spáni er því talað um að Spán- verjar stundi „kvótahopp". Árið 1996 var áætlað að um 150 „kvótahopparar" sigldu undir bresku flaggi, þar af voru 104, bresk-spænskir, og hefðu um 25% af kvóta Breta til umráða. Munar þar mestu um lýsing og skarkola en um 45% af kvóta Breta í þessum tegundum eru á hendi „kvótahoppara"; um 35% af langhverfu og 29% af skötusel. í öðrum tegundum er hlutfallið mun minna. Árið 1998 voru B.49B skip skráð í Frakk- landi - þar af 57 frönsk-spænsk. Sama ár voru 8.482 skip skráð í Bretlandi og voru um 80 þeirra bresk-spænsk. Bretar bregðast við Bretar hafa haldið því fram að „kvótahoppið" sé í andstöðu við ákvæðið um hlutfallslegan stöðugleika. Árið 1988 settu þeir lög [The Merchant Shipping Act) sem áttu að stemma stigu við „kvótahoppi". Samkvæmt lögunum var ekki hægt að skrá fiski- skip undir breskum fána nema að sýnt væri fram á sterk efna- hagsleg tengsl viðkomandi skips við bresk strandhéruð. í lögun- um voru mjög ströng ákvæði um þjóðerni og búsetu áhafna skipanna og eigenda og stjórnenda í landi. Að auki var í lögun- um kvöð um að landa tilteknu magni af afla í breskum höfnum. Þessi lög höfðu afdrifaríkar afleiðingar fyrir bresk útgerðarfyrir- tseki í eigu Spánverja. Meirihluti þeirra uppfyllti ekki þessi skil- yrði og skip þeirra fengu því ekki lengur úthlutað kvóta og urðu verkefnalaus. Spánverjum þóttu þessi lög ósanngjöm og töldu þau í andstöðu við sáttmála sambandsins sem kveður á um bann við mismunun á grundvelli þjóðernis. Málinu var skotið til Evrópudómstólsins sem, eftir nokkuð löng málaferli, úrskurðaði bresku lögin ólög. Dómstóllinn staðfesti að lögin brytu í bága við grundvallarreglu sáttmálans sem kveður á um atvinnurétt ein- staklinga innan sambandsins óháð þjóðerni. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu dómstólsins útilokaði hann ekki rétt strandríkja til að setja lög sem kveða á um efnahagsleg tengsl fiskiskips við fána- ríki - þvert á móti. Tekið var undir sjónarmið Breta um mikilvægi þess að tryggja raunveruleg efnahagsleg tengsl milli fiskiskips og þess strand- ríkis sem úthlutar því veiðikvóta. Slík skilyrði mega hins vegar ekki mismuna aðilum á grundvelli þjóðernis og mega ekki fara út fyrir markmiðið sem þeim er ætlað, þ.e. að tryggja efnahags- leg tengsl skips við strandríki [the principle of proportionality]. Lögin, sem Bretar settu árið 1988, fóru hins vegar langt út fyrir þetta markmið og því fór sem fór. Ný lög um efnahagsleg tengsl Á leiðtogafundinum, sem haldinn var í Amsterdam árið 1997, skiptust Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, og Jacques Santer, þáverandi forseti framkvæmdastjórnarinnar, á skoð- unum varðandi „kvótahopp." í bréfi dagsettu þann 17. júní 1997 kynnir Blair fyrir Santer tillögur Breta að nýjum lögum um efnahagsleg tengsl fiskiskips við fánaríki. í bréfinu er óskað eftir því að framkvæmdastjórnin fari yfir tillögurnar og láti í té álit sitt á þeim aðgerðum sem Bretar hyggjast grípa til í viðleitni sinni til að tryggja strandhéruðum, sérstaklega háðum sjávarút- vegi, efnahagslegan ávinning af kvóta sem úthlutað er til skipa undir bresku flaggi. Santer svaraði þessu á þá lund að sérhverju aðildarríki væri heimilt að setja fiskiskipum, sem sigla undir þeirra flaggi, tiltek- in skilyrði fyrir kvótaúthlutun. Skilyrðin yrðu hins vegar að vera í samræmi við sáttmála sambandsins. Tilgangur aflamarkskerf- isins og ríkjakvótanna væri að vernda fiskistofna og tryggja hagsmuni strandhéraða. í bréfi sínu heldur Santer áfram: “[Á] grundvelli Evrópuréttar og að fenginni túlkun Evrópudóm- stólsins, má ráða að réttlætanlegt sé að sett séu ákveðin skilyrði sem tryggja raunveruleg efnahagsleg tengsl á milli fiskiskipa og fánaríkis þeirra ef markmið slíkra skilyrða er að íbúar sem háðir eru fiskveiðum og tengdum atvinnugreinum njóti kvótans. Skilyrði sem sett eru um efnahagsleg tengsl og ganga lengra en sem nemur þessum markmiðum verða hins vegar ekki rétt- lætt út frá grundvelli ríkjakvóta.”1 Hér er Santer að árétta að lögin um efnahagsleg tengsl mega ekki ná lengra - þ.e. fela í sér strangari skilyrði, en nauðsynlegt þykir [the principle of proportionality]. í kjölfar bréfaskrifa Blairs og Santers á Amsterdamfundinum settu Bretar ný skilyrði fyrir skráningu fiskiskipa á Bretlandi. Úlfar Hauksson, Þh.D í stjórnmálafræði og formaður íslensku Evrópusamtakanna íslenska leiðin • „Björgum breska fiskinum"! Bls. 27

x

Íslenska leiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.