Íslenska leiðin - 01.10.2001, Qupperneq 29
hörðu gagnrýni lýsir nefndin yfir stuðningi við sjávarútvegs-
stefnuna. Hún gefur ekki mikið fyrir þann áróður sem felst í
slagorðinu „björgum breska fiskinum'' og kröfuna um óskoruð
yfirráð yfir 20Q mílna lögsögu Bretlands. Nefndin telur slíkyfir-
ráð og einhliða stjórnun vissulega skynsamleg og sjálfsögð við
aðstæður eins og t.d. á íslandi, þar sem fiskveiðilögsagan er svo
til einangruð og stofnar staðbundnir, en við aðstæður eins og
þær sem eru ríkjandi í kringum Bretlandseyjar sé hins vegar
þörf á meiri samvinnu við önnur strandríki um tilhögun veiða og
nýtingu fiskistofna.
Sjálfbær nýting fiskistofna
Fiskveiðistjórnun Evrópusambandsins hefur, líkt og íslenska
fiskveiðistjórnunarkerfið, það markmið að gera fiskveiðar efna-
hagslega hagkvæmar án þess að það hafi í för með sér félags-
lega upplausn. Það er hins vegar hápólitískt deiluefni hvernig
ber að ná því markmiði og snýst um hver fær hvað, hvenær og
hvernig. Þetta vandamál er af allt annarri og ósambærilegri
stærðargráðu í ESB en t.d. á íslandi. í ESB ná fiskveiðihagsmun-
imir nær undantekningalaust útfyrir lögsögu þjóðríkja enn slíkt
heyrirtil undantekningar hjá íslendingum þar sem flestir nytja-
stofnar eru staðbundnir. Sjávarútvegsstefna ESB er einstöktil-
raun ríkja sem hafa sameiginleg markmið við fiskveiðistjórnun á
fiskistofnum sem þau deila sín á milli. Innan ESB er nokkuð góó
samstaða um að núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, sem byggir
á hámarksafla og ríkjakvótum, sé það besta sem völ er á við
ríkjandi aðstæður. Samstaða er einnig um að kerfið verði að bæta
til að ná fram sjálfbærri nýtingu fiskistofna.
Heimildir:
Aldarhvörf (2Q0G). Sjávarútvegur á tímamótum - umheimurinn; ísland og ESB. Heimild-
armynd eftir Pál Benediksson.
Berg, A. (1999). Implementing and Enforcing European Fisheries Law; The Implementa-
tion and the Enforcement of the Common Fisheries Policy in the Netherlands and in the
United Kingdom. The Hague: Kluwer Law Intemational.
Blair, T. (1997). Bréf til Jacques Santer, fyrrverandi forseta framkvæmdastjómarinnar,
17. júní 1997.
European Report, 24. apríl 1997 nr. 2226.
Fishing News (20. okt. 2000; 27. okt. 2000; 3. nóv. 2Q00; 12. jan. 2001).
House of Commons (1999). „Eight Report". Agriculture - Eight Report; Select
Committee on Agriculture. London: House of Commons.
House of Lords (2000). „Select Committee on the European Union". Unsustainable Fis-
hing; What is to be done with the Common Fisheries Policy? London: The Stationery
office.
Lequesne, C. (2000). „Quota Hopping: The Common Fisheries Policy Between States
and Markets". Journal of Common Market Studies, desember 2000, vol. 38, No. 5, bls.
779-793.
Robinson, C., Pascoe, S., Hatcher, A. (1998). Why are the Spanish fishing our waters?
An economic perspective. Portsmouth: University of Portsmouth.
Santer, J. (1997). Bréf til Tony Blairs, forsætisráóherra Bretlands, 17. júní 1997.
Weatherill, S. & Beaumount, P. (1999). EU-Law; The Essential Guide to the Legal Work-
ings of The European Union. London: Penguin Books.
1 Þýóing höfundar. Textinn á ensku: [Q]n the basis of Community law as interpreted by
the Court of Justice, the aim of quotas may justify conditions designed to ensure that
there is a real economic link between the vessel and the Member States whose flag it
is flying if the purpose of such condition is that the populations dependent on fisheries
and related industries should benefit from the quotas. On the other hand, any requirem-
ent of an economic link which exceeds those limits cannot be justified by the system of
national quotas.
2 Spánn gekk í ESB árió 1986.
3 Frakkar, írar og Belgar hafa, líkt og Bretar, sett lög um efnahagsleg tengsl fiskiskipa
sem sigla undir þeirra flaggi.
f
LYFTULEIGAN ehf
•VESTLmVOR 9 »
• S í M l: 5 B 4 3520 •
www.lyf ■tuleigan.is
íslenska leiðin • „Björgum breska fiskinum"! Bls. 29