Íslenska leiðin - 01.10.2001, Blaðsíða 30
Hvers vegna evru ?
v-iJón Steinsson
Spurningin um það hvort við íslendingar eigum að taka upp evnu
sem lögeyri í stað krónu er óneitanlega mikilvæg. Þess vegna
er leiðinlegt aó umnæðan um þetta málefni hafi allt of oft ein-
kennst af klisjum og stundum tómri vitleysu. Þegan gengi evr-
unnan lækkaði hröðum skrefum árið 2000 var því hampað af
andstæóingum evruaðildar sem sönnun þess að evran væri
ónýtur gjaldmiðill sem ótækt væri að við íslendingar tengd-
umst. Þegar krónan féll síðan hvað hraðast fyrr á þessu ári var
því haldið fram af fylgismönnum evruaðildar að krónan væri
ónýtur gjaldmiðill. Rök af þessu tagi eru tóm þvæla. Hreyfing-
ar eins gjaldmiðils gagnvart öðrum um nokkurra mánaða skeið
eru alls enginn mælikvarði á gagnsemi hans.1
Annaó dæmi um gallaða röksemdafærslu eru rök þeirra sem
halda því fram að stærsta óhagræði okkar íslendinga af því aó
vera með eigin mynt felist í vaxtamuninum sem hefur verið milli
íslands og annarra landa á undanförnum árum. Því hefur
meira að segja verið haldið fram að óhagræði okkar af þessum
sökum hlaupi á tugum milljarða. Þetta er byggt á misskilningi.
Fyrir það fyrsta hafa vextir verið hærri á íslandi en erlendis þar
sem verðbólga hefur verið hærri hér. Munur á raunvöxtum á
íslandi og erlendis hefur ekki verið jafn mikill og munur á nafn-
vöxtum. í öðru lagi eru þessir háu vextir ekki greiddir af erlend-
um lánum heldur innlendum. Þeir fslendingar sem eiga spari-
fé eru því að fá vextina greidda frá hinum sem skulda. Þar að
auki má ekki gleyma því að Seðlabankinn heldur vöxtum háum
vegna þeirrar þenslu sem einkennt hefur íslenska hagkerfið
undanfarin ár. Það er með ólíkindum að heyra forsvarsmenn
Samtaka atvinnulífsins halda því fram af fullri alvöru að efna-
hagslífið þoli ekki vaxtastigið í landinu á sama tíma og eftirspurn
í hagkerfinu blæs út hröðum skrefum. Það eitt að eftirspurn hélt
áfram að blása út á árunum 1997-2000 gefur til kynna að at-
vinnulífið þoldi víst þessa háu vexti. Héir vextir á íslandi hafa á
undanfömum árum fyrst og fremst verið merki um gríðarleg-
an styrk íslensks atvinnulífs, ekki að krónan sé ónýtur gjaldmið-
ill. Þegar kreppir að munu vextir vitaskuld lækka. Kannski lækka
þeir jafnvel niður fyrir það sem þeir eru í nágrannalöndunum.3
En nóg um rökleysur. Snúum okkur að rökum sem mark er tak-
andi á. Rökunum með og á móti upptöku evrunnar má skipta í
nokkra flokka. Uppbygging þessarar greinar tekur mið af því.
Fyrst erfjallað stuttlega um áhrif evruaðildar á viðskiptakostnað
í milliríkjaviðskiptum. Síðan er fjallað um kenninguna um hag-
kvæm myntsvæði og þá gagnrýni á hana sem mest hefur ver-
ið áberandi í umræðunni hér á landi. Þar næst er fjallað um áhrif
evruaðildar á stöðugleika íslenska fjármálakerfisins. Að lokum
er fjallað um áhrif evruaðildar á gæði þeirrar peningamála-
stjórnar sem við búum við á íslandi.
Viðskiptakostnaður
Einföldustu og augljósustu rökin með aðild íslands að evrunni
eru að með aðildinni myndi sá viðskiptakostnaður sem fylgir
gjaldeyrisviðskiptum vera úr sögunni hvað viðskipti við lönd evru-
svæðisins varðar. Þó nokkur kostnaður fylgir því að eiga viðskipti
ífleiri en einni mynt. Beinn kostnaðurvið kaup á einum gjaldmióli
fyrir annan er ekki nema lítill hluti af þessum kostnaði. Gengi
gjaldmiðla er síbreytilegt og sveiflurnar oft á tíðum stórar og
Bls. 30 Hvers vegna evru ? • íslenska leiðin
langvarandi. Gjaldeyrisviðskipti eru því afskaplega áhættusöm
og þar af leiðandi kostnaðarsöm. í dag er unnt að minnka þenn-
an kostnað með því að kaupa afleiður og framvirka samninga.
Slíkir samningar eru hins vegar einungis til fyrir tiltölulega
stutt tímabil. Þarsem sveiflurígjaldmiðlum eru iðulega langvar-
andi er ekki unnt að eyða nema litlum hluta áhættunnar sem
felst í þeim með afleiðum og framvirkum samningum. Þar að
auki leiða sífelldar gengissveiflur til þess að verðsamanburður
milli landa er erfiðari en ella sem aftur minnkar það aðhald sem
fyrirtæki í einu landi fá frá fyrirtækjum í öðrum löndum.
Ef ísland tekur upp evruna hverfur eins og fyrr segir þessi
kostnaður í viðskiptum okkar við lönd evrusvæðisins. Á móti
kemur að gengissveiflur gagnvart öðrum myntsvæðum, s.s.
Bandaríkjunum og Japan, myndu að öllum líkindum aukast.
Hagræðið af upptöku evru eykst því í réttu hlutfalli við þau við-
skipti sem við eigum við evrusvæðið. í dag eru rúmlega 30% af
utanríkisverlsun okkar við evrusvæðið. Það hlutfall hefur raunar
farið lækkandi síðustu ár þar sem viðskipti við Bandaríkin hafa
verið að aukast hraðar en viðskipti við önnur lönd. Á móti kemur
að líkurnar á því að Bretland og Danmörk taki upp evruna virð-
astvera að aukast. Innganga þessara landa myndi hækka hlut-
fall utanríkisviðskipta við evrusvæðió í rúmlega 55%.
Kenningin um hagkvæm mintsvæði
Elsta og jafnframt frægasta kenningin um stærð myntsvæða
er kenningin um hagkvæm myntsvæði [Mundel, 1961]. Þar
sem alþjóðahagfræði hefur tekið miklum stakkaskiptum á síð-
ustu 40 árum er aðferðafræði þessarar kenningar orðin svolít-
ið úreld. Kenningin er samt ágæt svo langt sem hún nær. Sam-
kvæmt kenningunni þarf ríki að uppfylla ákveðin skilyrði til þess
að heppilegt geti talist að það gangi í myntbandalag við annað ríki
(eða svæði]. í fyrsta lagi þurfa markaðir ríkjanna að vera ná-
tengdir og þau þurfa að eiga mikil viðskipti hvort við annað. í öðru
lagi er æskilegt að hagkerfi ríkjanna sveiflist í takt. í þriðja lagi
þarf vinnumarkaður inngönguríkisins að vera sveigjanlegur.
Flestir þeir sem hafa notað þessa kenningu til þess að meta
hvort heppilegt sé að ísland taki upp evruna hafa komist að
þeirri niðurstöðu að það sé ekki sérlega heppilegt (sjá t.d., Krug-
man, 1991, og Már Guðmundsson, Þórarinn G. Rétursson og
Arnór Sighvatson, 2000]. Már og félagar [2000] benda í fyrs-
ta lagi á að ísland sé ekkert sérstaklega opið hagkerfi miðað við
stærð og að ekkert sérstaklega stór hluti af utanríkisverslun
landsins sé við evrusvæðið. Þeir nefna reyndar að virðisauki í ut-
anríkisverslun íslendinga sé að öllum líkindum meiri en tölurn-
ar gefa til kynna en komast samt aó þeirri niðurstöðu að ekki sé
Ijóst hvort að ísland uppfylli fyrsta skilyrðið fyrir upptöku evrunn-
ar.
Jón Steinsson, Doktorsnemi í hagfræði, sér-
fræðingur við hagfræóisvið Seðlabanka
íslands.