Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 39
„Stjórnmálaflokkar elga
aó vera brimbrjótar"
HeíöarÖrn Sigurfinnssorr
& Þröstur Freyr Gylfason
Huen er stefna Fnamsóknarflokksins í Evrópumálum, hvað
vill flokkurinn gera á næstu árum ?
Við höfum sett þá stefnu mjög skýrt fram í nefndarstarfi, sem
hefur verið gefið út og staðfest af okkar flokksþingi. Það álit geng-
ur í stuttu máli út á að styrkja samninginn um Evrópska Efna-
hagssvæðið, sem við höfum verið að þreifa á um hvort sé raun-
hæfur möguleiki. Nú, ef það tekst ekki, þá hefur Framsóknar-
flokkurinn sagt að það beri að fara yfir aðildarmálið. í skýrslunni
eru talin upp þau markmið sem við settum okkur í slíkum við-
ræðum. En áður en gengið yrði til þess, þá þyrfti að hafa skýrara
umboð þjóðarinnar. Þannig má segja að við höfum sett þetta mál
inn í ákveðið ferli.
Við teljum nauðsynlegt að það eigi sér stað mikil umræða í ís-
lensku þjóðfélagi á næstunni. Við höfum tekið þessa umræðu fyr-
ir í flokknum og þar er Ijóst að ekki eru allir á einu máli. Ég hef
hinsvegar talið það skyldu flokksins og mína, að efla umræðuna.
Og það má kannski segja að það sé sambærileg hugsun, sem á
sér stað í Evrópu í dag um framtíð Evrópusambandsins. Það eru
t.a.m. uppi ýmsar hugmyndir um það hvernig skipuleggja eigi
Evrópusambandið. Þ.e.: Hvert eigi að vera vald þess, þjóðþing-
anna, og Evrópuþingsins. Hvernig tengingin milli Evrópuþings-
ins og þjóóþinganna sé, og hvert vald ráðherraráðsins eigi að
vera, og vald framkvæmdastjórnarinnar. Það er verið að skipu-
leggja mjög mikla umræðu um það í þeim tilgangi, að fá fram
meiri skilning almennings á framtíðarhlutverki Evrópusam-
bandsins. Og ég er sannfærður um það, að við íslendingar höf-
um ekki nægar upplýsingar um málið, því það hefur ekki farið
fram nægilega upplýst umræða um málið. Þess vegna er
grundvallarforsenda þess, að við getum tekið endanlegar
ákvarðanir á næstu árum, að við ræðum þessi mál til hlftar. Ég
held að þjóðin sé ekki í stakk búin til þess enn sem komið er að
taka endanlega ákvörðun um hvernig okkar hagsmunum er
best borgið til lengri framtíðar.
Ert þú sjálfur fylgjandi óbreyttu ástandi eða viltu að ísland
sæki um aðild að ESB ?
íslendingar eru Evrópuþjóð, og við verðum sífellt háðari alþjóðleg-
um straumum. Hlutverk okkar stjómmálamanna á næstu
árum er að aðlaga ísland sem mest að þeim breytingum sem
óhjákvæmilega munu verða. Alþjóðavæðingin er staðreynd - með
sínum kostum og göllum. Ef við ætlum að vinna gegn göllum
hennar, þá þurfum við ekki síst á því að halda að leggja þau gildi,
sem eru ráðandi á Norðurlöndunum og ívíða íEvrópu.til grund-
vallar. Það gerum við ekki ekki nema í samstarfi við aðrar þjóðir.
Við komum ekki til með að hafa aðgang að alþjóðavæðingunni,
nema að taka þátt í samstarfi annarra þjóða. Við eigum allt okk-
ar undir utanríkisviðskiptum og þess vegna þurfum við að meta
hvernig framtíð íslands sé best borgið. Ef við komumst að þeirri
niðurstöðu að við komum okkar málum bestfyrir, með því að vera
aðilar að Evrópusambandinu - þá eigum við að sjálfsögðu aó gera
það. Ef við hins vegar ályktum að okkar hagsmunum sé best
borgið utan þess, þá gerum við það. Það er margt sem mælir
gegn því að við gerumst aðilar að Evrópusambandinu en það er
hinsvegar margt sem mælir með því. Og þess vegna þurfum við
að fara í gegnum það. En að lokum getur enginn svarað þessu
fyrr en að við höfum átt viðræður við Evrópusambandió og þrætt
það ferli sem þeim fylgir. Ég get ekki sagt til um það fyrirfram
hver niðurstaðan yrði. Þau helstu vandamál, sem ég hef séð í
þessu máli, er hægt að leysa - ef nægur vilji er fyrir hendi af
hálfu beggja aðila. Fyrir nokkrum árum taldi ég að sjávarútvegs-
málin væru nánast óleysanleg, en ég er ekki þeirrar skoðunar
í dag.
Þú nefnir að upplýsing almennings sé forsendan fyrir því að
fá botn í það, hvernig hagsmunum íslendinga sé best borgið
til lengri framtíðar. Finnst þér umræðan á íslandi vera nægi-
leg, þannig að hún geti leitt til niðurstöðu eða lausnar ?
Mér finnst umræðan ekki nægileg. Framsóknarflokkurinn skil-
aði t.d. mjög góðri skýrslu um þessi mál en það hefur ekki orðið
neitt mikil umræða um hana. Fjölmiðlar virðast ekki hafa tæki-
færi til að setja sig inn í málin, til að geta spurt réttu spurning-
anna. Nú, Háskólinn og vísindastofnanir eru ekki nægilega vel
í stakk búnar til að framkvæma hlutlausar rannsóknir í þessu
máli. Það eru mjög margir sem vísa þessu bara frá sér, eins og
hverri annarri vitleysu, og segja að það þurfi ekkert að vera að
eyða tíma í að fjalla um þetta. Það er að mínu mati það sama og
aó neita að ræða um framtíðina. Ég sé ekki stöðu íslands verða
sterka, þegar til lengri tíma er litið, nema í mjög nánu sam-
starfi við Evrópu. Þama er í gangi mikil gerjun og þróun, sem á
eftir að hafa gífurleg áhrif. Það má kannski líkja því á margan
hátt við frönsku byltinguna. Franska byltingin hafði mikil áhrif
hér á landi, eins og alls staðar í Evrópu. Allt þaó, sem þarna er
að gerast kemur til með að hafa mikil áhrif á okkur.
Hvaö telur þú að gerist á næstu fimm til tíu árum í utanrík-
ismálum íslendinga gagnvart ESB ?
Ég held að það sé alveg Ijóst að á þessu tímabili verðum við að
gera það upp við okkur, hvort við viljum standa utan við Evrópu-
sambandið eða vera aðilar að því. Ég held að þaó sé ekki hægt að
segja til um hvaða ár það muni gerast, en þetta er alvarlegasta
spurningin sem við stöndum frammi fyrir í utanríkismálum
landsins, og ég tel að við verðum að takast á við þá spurningu.
Hver niðurstaðan verður, ræðst að einhverju leyti af því hvað aðr-
ar þjóðir gera, hver þróun Evrópusambandsins verður og hvaða
tiltrú við höfum á því að við getum verið þar, sem sjálfstæð og full-
valda þjóð - sem við viljum vera. Þannig að þessari spumingu
þarf að svara á þessu tímabili.
Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og
formaður Framsóknarflokksins
íslenska leiðin • „Stjómmálaflokkar eiga að vera brimbrjótar" Bls. 39