Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 40

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 40
Hver telur þú að sé besta leiðin til að efla umræðuna sem þú segir að þurfi. - Nú gáfuð þið út skýrslu og mér heyrist að þið hafið orðið fyrir vonbrigðum með að fjölmiðlar hafi ekki fjallað meira um hana. Það er mín reynsla að umræða um mörg mál á íslandi sé af- skaplega yfirborðskennd, og aó hlutirnir séu oft ræddir út frá þröngu sjónarhorni. Hér er um að ræða gífurlega flókið mál, sem kallar á mikla yfirsýn, og það er ekki hægt að ætlast til þess að sérhver einstaklingur geti sett sig inn í það. Það skiptir miklu máli að menn setji fram réttu spurningarnar, og t.d. neita ég að samþykkja aó það, að hugleiða aðild að Evrópusam- bandinu, sé sama og að fórna sjálfstæði þjóðarinnar. Það má ekki síður færa fyrir því rök að slík ákvöróun geti styrkt sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Það verður að skoða í því Ijósi, hver hinn kosturinn sé, og hvað aðrar þjóðir gera - eins og t.d. Norðmenn, Lichtensteinbúar og Svisslendingar. íslendingar koma aldrei til með að geta verið einir. Fyrir nokkrum dögum voru hér góðir vin- ir okkar frá Eystrasaltslöndunum. Þeir eru alveg vissir um að þeirra framtíð, þessarra nýfrjálsu þjóða, sem endurheimtu sitt sjálfstæði sé best borgið innan Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins. Ég er að vísu þeirrar skoðunar aó þær eigi engan annan kost. Við eigum þann kost, eins og er, að vera með í Evrópska efnahagssvæðinu. En Evrópska efnahagssvæðið er eitthvað sem samið var um árið 1992, og það hefur ekkert breyst eða þroskast meðan Evrópusambandið er að breytast og þroskast afskaplega mikið. Þetta eru bara hlutir sem menn verða að hafa einurð og kraft til þess að fara í gegn um. Áðan nefndir þú, að margir vísuðu Evrópuumræðunni frá sér, eins og hverri annarri vitleysu sem þyrfti ekkert að eyða tíma í að fjalla um. Getur verið að þú sért að vísa til Sjálfstæð- isflokksins í þeim efnum ? Nei, nei - ég er ekkert að vísa til þeirra sérstaklega. Þetta á líka við um fólk í mínum flokki. Það er náttúrulega alltaf gott að vera í flokki og vilja helst ekkert ræóa nema eitthvaó sem er þægi- legt. En eru stjórnmálaflokkar til þess að spjalla um eitthvað sem voðalega gaman er að tala um yfir kaffibolla, og vekur aldrei ágreining ? Stjórnmálaflokkar eiga að vera brimbrjótar sem hugsa til framtíðar, leggja fram hugmyndir um framtíð þjóðarinnar og leggja á ráðin um það hvernig við komumst best að niðurstöðu í þeim efnum. Ég tel, að við í Framsóknarflokknum höfum gert það. Því ferli er ekki lokið, enda munum við ekki Ijúka þessu máli einir. Þú nefndir áðan, að íslendingar gætu aldrei staðið einir, - af- stöðubreyting hinna EFTA-þjóðanna myndi hafa mikil áhrif á okkar utanríkisstefnu. Sérðu einhverja aðra kosti fyrir okkur en að fylgja þeim í Evrópusambandið, ef annað hvort Sviss eða Noregur færu þangað ? Ef þeir fara inn, þá er kostur fyrir okkur að halda okkur við samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Það er vissulega kostur, en þá vakna spurningarnar: Hvað verður um EFTA- dómsstólinn ? Hvað verður um Eftirlitsstofnun EFTA ? Hvaóa möguleika höfum við þá aðra en að yfirtaka það, sem að okkur er rétt, án þess að geta rætt það mjög mikið ? Að mínu mati stenst það ekki íslenska stjómarskrá. Þannig getum við þá þurft að standa frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun um það, að stjórnarskráin þurfi að heimila að við tökum þessa löggjöf yfir - án þess aó við höfum neina raunverulega möguleika til þess að hafa nokkur áhrif á hana. Þá værum við að skerða okkar fullveldi og sjálfstæði verulega. Það kann því að vera að mörgum þyki enginn kostur góður í þessu máli, en það firrir okkur ekki þeirri ábyrgð að taka á því. Að mínu mati skiptir miklu máli að þessi umræða fari fram með málefnalegum hætti, þannig að við lend- um ekki íþví sama og þegarvið gengum í Atlantshafsbandalag- ið og ákvörðunin var tekin. Og síðan var íslenska þjóðin að ræða málið næstu áratugina á eftir, með þeim afleiðingum aó þjóðin skiptist upp í harðar fylkingar. Er óhjákvæmilegt að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu á ein- hverju stigi málsins ? Já, það er algerlega óhjákvæmilegt vegna þess að ef við gerumst aðilar að Evrópusambandinu þá þurfum við þjóðarat- kvæðagreiðslu. Ef við stöndum utan við Evrópusambandið tel ég reyndar líka að það þurfi þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að það kallar líka á breytingar á Stjórnarskránni. Víkjum að áhrifum og áhrifaleysi. íslendingar fengju líklega álíka atkvæðavægi og Malta sem eru skv. Nicesáttmálan- um; 3 atkvæði af 345 í Ráðherraráðinu og 5 þingmenn af 732 á Evrópuþinginu. Er þetta ásættanlegt að þínu mati ? Ég held að þetta gefi ekki alveg rétta mynd, vegna þess að þeg- ar ríkin í Evrópusambandinu verða orðin svona mörg, munu myndast þar blokkir. Og ein blokkin verða Norðurlöndin og Eystrasaltsríkin. Samstarf þeirra er að eflast og aukast mjög mikið. Og samstarf þessara þjóða við ýmsar aðrar þjóðir eins og Þýskaland og Bretland, koma jafnframt til með að styrkjast vegna þess að við liggjum svo nálægt þeim í ýmsum gildum. Þannig að það er enginn vandi að hafa áhrif, ef menn hafa að- gang. Ef menn eru með: eru með á fundum, eru með í undirbún- ingi, - þá segja þessartölur ekki allt um hin raunverulegu áhrif. Ég tel að okkur íslendingum hafi tekist að hafa mikil áhrif á al- þjóðavettvangi ef við höfum beitt okkur og verið til staðar. En það er alveg Ijóst að menn hafa lítil áhrif ef menn eru aldrei til stað- ar. Nú, við getum líka spurt: Til hvers að ganga í stjómmála- flokka? Hafa nokkrir áhrif þar? Þýðir nokkuð að ganga í það? Það getur hver einstaklingur haft mikil áhrif í mínum flokki, Fram- sóknarflokknum, ef hann gengur þar inn og beitir sér, er tilbú- inn til þess að starfa og vera með. En mér finnst að þessi hugs- un sé að verða mjög ríkjandi víða um heim; að það taki því nú ekki að vera að taka þátt í þessu vegna þess að menn ráða engu hvort eð er. En þetta er hættulegt lýðræðinu. Þaö er hinsvegar Ijóst að það vantar að styrkja lýðræðið innan Evrópusambands- ins. Ég er nú þeirrar skoðunar að eftir því sem fleiri ríki koma inn í Evrópusambandið, þeim mun ólíklegra sé að það verði ein- hverskonar sambandsríki á borð við Bandaríkin. Fjölgunin, stækkunin verður til þess, - fremur en til þess að styrkja stöðu einstakra ríkja. Nú tók Framsóknarflokkurinn af skarið í Evrópuumræðunni með þvi að setja sérstaka nefnd á laggirnar. Telur þú að aðr- ir íslenskir stjórnmálaflokkar hafi tekið á Evrópumálunum af skynsemi ? Ég ætla ekkert að dæma um það, þaó er langbest að þeir svari því sjálfir. En mér finnst að ailir flokkamir, nema þá helst Vinstri-grænir, vilji fara yfir þetta mál með ábyrgum hætti. En Vinstri-grænir hafa almennt þá afstöðu að vera gegn öllu sem ertil breytinga. í hinum flokkunum er í gangi umræða, án þess að ég þekki nákvæmlega, hversu langt hún er komin. Vinstri-Grænir eru reyndar ekki gegn breytingum á aðild ís- lands í NATO, þeir vilja heldur að við göngum úr NATO. Finnst þér það skynsamleg stefna ? Ég veit ekki um neinn annan flokk á vinstri kanti í Evrópu, sem hefur þessa afstöðu, nema þá. Allir gömlu kommarnir, sem Vinstri-grænir eru nú að uppistöðu til, eru að keppast við að fá inngöngu í NATO. Þannig stendur maður alveg forundrandi frammi fyrir þessari afstöðu, sem maður verður hvergi annars- Bls. 40 „Stjórnmálaflokkar eiga að vera brimbrjótar" • íslenska leiðin

x

Íslenska leiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.