Íslenska leiðin - 01.10.2001, Qupperneq 41
staðar áskynja f Evrópu. Þannig tel ég að þetta sé alveg sér-
stakt fyrirbæri.
Finnst þér þetta vera ábyrgðarleysi ?
Ég hef eiginlega ekkert orð yfir það. Atlantshafsbandalagið hef-
ur verið að breytast alveg gífurlega. Það að festast í einhverri af-
stöðu, sem var einhvern tímann í kring um 1950 í þessu máli,
er eitthvað sem maður hefði ekki trúað að nokkur stjórnmála-
flokkur festist í. Hvað þá nýstofnaður flokkur, sem ætti nú að
hafa bærilegttækifæri til að losa sig við fortíðina, sem gæti verið
þægilegt fyrir þá.
Einhvern tímann var það kannað hvort við gætum reynt að
koma okkur inn hjá NAFTA. Hvað hefur komið út úr þeirri
könnun ?
Það er nú ekki auðvelt mál, og spurning hvaða ávinning við höf-
um af því. Vió höfum frjáls viðskipti við Bandaríkin, við höfum gert
fríverslunarsamning við Mexíkó og við erum að vinna að fríversl-
unarsamningi við Kanada. Það er allavega Ijóst að það kemur
ekkert í staðinn fyrir samstarf okkar við Evrópu. Við erum bund-
in slíkum böndum við Evrópu, í gegn um Noróurlandasamstarf-
ið og margvíslegt annað samstarf. Þetta eru okkar mikilvæg-
ustu viðskiptaþjóðir, þannig að það er enginn valkostur í því. Evr-
ópusamstarfið er okkur lífsnauðsyn. Það er fyrst og fremst
spurning, í hvaða formi það verður.
Svo við horfum nú fram á veginn, varðandi NATO, hvert verð-
ur hlutverk íslensku friðargæslunnar ? Verður sveitin t.a.m.
vopnuð ?
Lögreglumenn okkar verða vopnaðir, og eru vopnaðir. Það liggur
Ijóst fyrir að við erum með sveit innan lögreglunnar, sem er
vopnuð, - sem er Víkingasveitin og hún lærir að bera vopn. Það
væri ekki hægt fyrir lögregluna, af öryggisástæðum, að taka
þátt í friðargæslu á Balkanskaganum, nema að hafa vopn.
Þetta er að mínu mati eðlilegt. Við verðum að hafa, öryggisins
vegna hér á íslandi, sveit sem getur tekið á erfiðum málum og
getur borið vopn. En aðrir verða ekki vopnaðir.
Hvert er þá aðalhlutverk sveitarinnar, þ.e. þeirra meðlima
hennar sem ekki bera vopn ?
Það er að taka þátt í lýðræóisuppbyggingunni. Fólk er aó vinna á
vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Þar erum við
með nokkuð af fólki sem er að vinna með t.a.m. stjórnmálaflokk-
um og konum, fólki sem hjálpar til við að byggja upp frjálsa fjöl-
miðlun - styrkja undirstöður lýðræðisins. Við eigum mikið af fólki
eins og stjórnmálafræðinga, verkfræðinga, fjölmiðlafræðinga og
fólk meó margvíslega menntun, sem þegar hefur reynst mjög
gagnlegt á Balkanskaga. Við erum að vinna að því að koma upp
lista af fólki sem er tilbúið til að fara í þetta um stundarsakir, og
þá er ég aó miða við sex mánuði. Og ég er ekki í nokkrum vafa
um það að þetta eru störf sem geta reynst afar gagnleg í öðr-
um störfum. Okkar lögreglumenn segja okkur t.d. að þeir hafi
fengið mikið sjálfstraust við það að vera í þessu, því þeir hafi kom-
ist að því að þeir séu ekki síður í stakk búnir en aðrir til að taka
þátt í þessum störfum.
Mun íslenska friðargæslan verða hluti af hraðsveitum Evr-
ópu, sem verið er að skipuleggja og byggja upp ?
Já og nei. Það er að segja, við erum að byggja upp nafnalista,
þannig að við getum verið með 25 manns starfandi. Það er okk-
ar fyrsti áfangi. Við erum komin með 15. Þessir aðilar eru að
vinna á vegum ýmissa stofnana Sameinuðu þjóðanna á
Balkanskaga. Þannig er þetta fólk sem gengur inn í aðrar stofn-
anir. Við höfum ekki sömu möguleika og aðrar þjóðir til þess að
setja fólk inn í það sem við köllum S4 og K4, þ.e.a.s. friðargæslu-
sveitirnar sem núna eru í Bosníu og Kosovo - og nú Makedón-
íu, vegna þess að við höfum engan her. Við höfum hinsvegarver-
ið með Bretum og Norðmönnum og það hefur allt gengið vel. Það
er fullur skilningur á því að við höfum miklu meiri möguleika á
því að senda fólk inn á önnur svið: Lögregluna, lýðræðisuppbygg-
ingu og annað slíkt. En allt þetta fólk kemur að jafn miklu gagni.
Við höfum að sjálfsögðu sérstöðu, sem eina þjóðin í Atlantshafs-
bandalaginu sem hefur engan her.
Njótum við góðs af því, fram yfir aðra - að hafa engan her ?
Fáum við miklu meira til baka umfram það sem við leggjum
fram ?
Ég skal ekki segja til um það. Við íslendingar höfum komist að
þeirri niðurstöðu, að við eigum að byggja okkar varnir á sam-
starfinu innan Atlantshafsbandalagsins og Varnarsamningn-
um við Bandaríkin, og við njótum þeirrar sérstöðu að vera stofn-
aðilar að Atlantshafsbandalaginu á þessum kjörum. En ef við
værum að ganga þar inn í dag liggur alveg Ijóstfyrir að það yrðu
gerðar miklu meiri kröfurtil okkar.
Hvert er álit þitt á stækkun NATO. Gæti hún mögulega leitt
til versnandi samstarfs við þau ríki sem hafa lýst yfir ein-
dreginni andstöðu, eins og t.a.m. Rússlands ?
Ég hef ekki trú á því. Ég tel að Rússar eigi allt að vinna vió það aó
styrkja sitt samstarf við Evrópu og Atlantshafsbandalagið. Þeir
hljóta að færast smátt og smátt í þá átt að taka þátt í störfum
Atlantshafsbandalagsins. Ég tel að það eigi ekki að útiloka aðild
þeirra að því í framtíðinni. Við skulum ekki gleyma því að Vestur-
veldin og Rússar voru samstarfsaðilar í byrjun Heimsstyrjald-
arinnar. Síðan skildu leiðir. En það er engin ástæða til að útiloka
að það samstarf eflist mjög mikið í framtíðinni. Enda lítur Atl-
antshafsbandalagið ekki lengur á Rússland sem óvin og Rúss-
ar líta ekki á Evrópuþjóðimar sem óvin, heldur sem framtíðar-
samstarfsaðila.
Vorfundur utanríkisráðherra NATO verður haldinn í Reykja-
vík 2002. Geturðu sagt okkur eitthvað um hann ?
Þessi fundur verður mjög mikilvægur. Hann verður mikilvægur
fyrir okkur íslendinga að því leyti að þar fáum við tækifæri til að
sýna okkar land, sýna hversu við erum megnugir og sýna
hvaða þjóð býr hér. Þarna koma ekki aðeins fulltrúar Atlants-
hafsbandalagsríkjanna heldur allra samstarfsríkjanna jafn-
framt, öll umsóknarrfki og samstarfsríki. Þannig að þarna verða
fulltrúar fjörtíu og sex þjóða, og það skiptir miklu máli - eitt út af
fyrir sig. Og þar að auki má búast við að þessi fundur verði mjög
mikilvægur að því er varðar stækkunina, því hugmyndin er að
taka ákvörðun um hana á leiðtogafundi Bandalagsins haustið
2002 í Rrag. Þannig að þetta gæti orðið sögulegurfundur, sem
við teljum mikilvægt að sé haldinn hér á landi.
Er þá stækkun NATO helsta mál fundarins næsta vor ?
Ég vil nú kannski ekki segja það. Það verður áreiðanlega mest í
sviðsljósinu. En auðvitað verða breytingamar sem eru að eiga
sér stað ræddar á þessum fundi og samstarf Atlantshafs-
bandalagsins við Evrópusambandið, sem verió er að koma í
ákveðinn farveg; Ástandið og starfið á Balkanskaga, sem er höf-
uðviðfangsefni NATO um þessar mundir. Ég held að það eitt og
sér, starf Atlantshafsbandalagsins á Balkanskaga, réttlæti nú
tilveru þess og ætti að geta orðið til að allir sjái nú Ijósið í tilver-
unni að því er varðar tilvist Atlantshafsbandalagsins.
íslenska leióin • „Stjórnmálaflokkar eiga að vera brimbrjótar" Bls. 41