Íslenska leiðin - 01.10.2001, Qupperneq 42
Pú hefur semsé væntingar um það, að það verði gefnar út ein-
hverjar yfirlýsingar varðandi stækkun Atlantshafsbanda-
lagsins ?
Pað verða ekki gefnar út klárar yfirlýsingar, en þaó verður miklu
Ijósara en nú í hvað stefnir varóandi stækkun Atlantshafs-
bandalagsins. Qg það verður hægt að lesa það mjög út úr þeim
fundi. En þarna eru, eins og gengur, mismunandi sjónarmió á
ferðinni. Það mun engin stækkun eiga sér stað, nema með sam-
komulagi meðal aðildarþjóðanna. Sem þýðir að hver þjóð hefur í
raun neitunarvald.
Eigið þið von á einhverjum óeirðarseggjum, eins og hafa verið
í Genúa, Budapest og Seattle ?
Nei, ég held að það sé ekki ástæða til þess að reikna með því.
Pessi mótmæli, sem hafa verið á alþjóðavettvangi, hafa beinst
að viðskiptakerfi heimsins og alþjóðavæðingu. Þannig var það í
Seattle, þar sem ég var. Þannig var það í Prag þar sem ég var
líka, og þannig var það á Ítalíu og reiknað er með að mótmæli
verði á ársfundi Alþjóðabankans í Washington núna f haust*.
En ég sé ekki ástæðu til þess að ætla að menn fari að finna upp
á því, í kring um þennan NATO-fund, að streyma til íslands af
þeim sökum að það séu nýfrjálsar þjóðir sem vilja gerast aðilar
að öryggis- og varnarkerfi Evrópu. Það mál hefur slíkan stuðn-
ing, meðal almennings í Evrópu almennt, að ég sé enga ástæðu
til þess að ætla það. Sjálfsagt eru einhverjir sem vilja koma ein-
hverju á framfæri, en það er bara allt í lagi og fylgir lýðræðinu
og ekkert nema gott um það að segja, ef einhver vill halda á ein-
hverjum spjöldum úti á götu.
Er þá í undirbúningi einhver viðbúnaður vegna þeirra sem
myndu ætla að láta í Ijós skoðanir sínar úti á götu ?
Það er verið að fara yfir það, en það er ekkert sem bendir til þess
að það sé nein ástæða til þess að óttast það. Ég tel sjálfsagt að
fagna því, að fólk láti í Ijós skoðanir sínar. En það ber að gera
kröfu til þess að það sé gert með friðsamlegum hætti.
Hvað er búist við miklum fjölda gesta og fjölmiðlamanna ?
Við erum að tala um eitthvaó á annað þúsund, eftir því sem ég
best veit, án þess að við gerum okkur alveg grein fyrir því.
* Aths. ritstjómar: Samkvæmt sameiginlegri fréttatilkynningu Alþjóðabankans
og Alþjóöagjaldeyrissjóðsins frá 17. september síóastliónum, var umræddum
árlegum fundi þeirra sem halda átti dagana 29. og 30. september 2001 í
Washington frestað um óákveðinn tíma í kjölfar hryðjuverkanna í Bandaríkjun-
um 11. september sl. Samkvæmt tilkynningunni [News Brief No. 01 /89] er
ráðgert að hefja að nýju reglubundin fundarhöld stofnananna tveggja árið
2002.
1 «
Bls. 42 „Stjórnmálaflokkar eiga að vera brimbrjótar" • íslenska leiðin