Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 49
Leiðtogar eru lykill
aö farsælum erlendum samskiptum
Ásdís Halla Bragadóttir
Þegar stórviðburðir eiga sér stað í alþjóðsamfélaginu er ekki síst
fjallað um þátt þjóðarleiðtoganna. Heimsbyggðin fylgdist ótta-
slegin með hryðjuverkunum í Bandaríkjunum þann 11. septem-
ber síðastliðinn og beið eftir viðbrögðum Georg Bush forseta.
Fljótlega komu Tony Blair og fleiri leiðtogar Evrópuríkja fram á
sjónarsviðið, vottuðu Bandaríkjamönnum samúð sína og for-
dæmdu hryðjuverkin. Fjölmiðlar kepptust við að gefa leiðtogun-
um einkunn fyrir frammistöðuna og almenningur fylgdist náið
með hverju fótspori leiðtoganna. Sumir þóttu standa sig illa en
aðrin mjög vel eins og borgarstjórinn í New York, Rudolph Giuli-
ani, sem þykir hafa leitt íbúa borgarinnar vel á þessum erfiðu
tímum.
Hér á landi hafa sterkir leiðtogar leikið lykilhlutverk í utanríkis-
stefnu landsins. Má þartil dæmis nefna Bjarna Benediktsson
fyrrverandi forsætisráðherra og formann Sjálfstæðisflokksins
sem var utanríkisráðherra á því tímabili sem stefna íslands í
utanríkis- og varnarmálum var mörkuð á 5. og 6. áratugnum.
í Ijósi þess varð hann fyrir hörðum árásum sósíalista og ann-
arra vinstrimanna en nú, nokkrum áratugum síóar, blasir við að
sú forysta sem Bjami tók á þessum örlagatímum í íslensku
samfélagi var okkur ákaflega dýrmæt.
En hvað er það sem einkennir góða leiðtoga? Hvað er það sem
leiðir til þess að sumir einstaklingar skara fram úr öðrum sem
forystumenn? Hvað er það sem ungt fólk getur haft í huga til að
ná árangri sem leiðtogar?
Átta verkefni upprennandi leiðtoga
í Grettissögu segir að enginn maður skapi sig sjálfur og Ijóst er
að margir þættir móta þroska og lífshlaup leiðtoga. Aðstæður
og örlög hafa töluverð áhrif á það hverjir verða leiðtogar og
hvaða árangri þeir ná en margt fleira verður að koma til. Ein
meginástæða þess að sumir einstaklingar rata leiðina í leiðtoga-
hlutverkið er sú að þeir hafa iðulega hlotið áratuga þjálfun og
reynslan verður eins og dropinn sem holar steininn. Yfirleitt
má rekja reynsluna allt aftur til barnæsku, uppeldis, áhuga-
mála, skólagöngu og félagsstarfa. En hvað getur einstaklingur
gert sem er reiðubúinn að axla ábyrgð og takast á við verkefni
sem krefjast leiótogahæfileika?
Eftir að hafa skrifað bókina „í hlutverki leiðtogans" sem kom út
fyrir ári síðan hef ég skilgreint nokkur meginverkefni sem ein-
staklingar þurfa að sinna til að ná árangri sem leiðtogar og ég
nota tækifærið hér til að nefna helstu þeirra.
1. Skilgreindu sýn þína og markmió.
Bandariskur stjórnmálamaður sagði á upphafsárum þinghalds
f Bandaríkjunum að karlmennimir færu til Washington til að
gera eitthvað en strákarnir færu til að vera eitthvað. Sorglega
mikið er um stjórnendur sem leggja meiri áherslu á að vera en
að gera. Ástæðan er sú að þessa einstaklinga skortir sýn og til-
gang í starfinu. Bestu leiðtogamir eru iðulega þeir sem hafa
skýra sýn en hún auðveldar leiðtogunum að skilgreina mark-
mið. Skortur á sýn getur auðveldlega leitt til ómarkvissra vinnu-
bragða og sóunar.
Ef við tökum dæmi um skýra sýn þá er hugmyndafræði Davíðs
□ddssonar forsætisráðherra kjörin en hann vill auka svigrúm
og gildi einstaklinganna. Eflaust hefur sýnin oft hjálpað Davíð á
löngum ferli, bæði með því að auðvelda honum að taka ákvarðan-
ir og meta hvort störf hans skili árangri. Sýnin gefur starfi leið-
togans tilgang. Tilgangurinn er eins og kompás skips sem
stefnir út á sjó en án hans verður förin lítils virði. Með því að hafa
tilganginn í huga er auðveldara fyrir leiðtogann að yfirstíga erf-
iðleika og halda kröftum til að takast á við ný verkefni.
2. Ræktaðu málsnilldina.
Bandarískur blaðamaður sagði einhverju sinni að hugurinn væri
yndislegt fyrirbæri. Hann hæfi starfsemi sína á þeirri stundu
sem einstaklingur kæmi í heiminn og léti ekki af störfum fyrr
en viðkomandi hyggðist flytja ræðu opinberlega. Sannleikskorn
felst í þessum orðum en sárt er að sjá hæfileikaríka einstak-
linga í erfiðleikum með að tjá sig, hvort sem er í ræðustóli eða á
óformlegri vettvangi.
Með vaxandi upplýsingastreymi reynir enn meira en áður á
þann hæfileika leiðtogans að vera sannfærandi í mannlegum
samskiptum. í því felst að hann þarf að vera málugur og orðvís
eins og fornkappinn Egill Skallagrímsson. Einnig þarf leiðtoginn
að eiga auðvelt með samskipti við fjölmiðla og hann þarf að bregð-
ast rétt við þegar að honum er veist eða þegar erfiðar aðstæður
kalla á sérstaka nærgætni.
3. Hlustaðu vel áður en ákvarðanir eru teknar.
En leiðtoginn verður ekki einungis að geta talaó, það er ekki síður
mikilvægt að hann geti hlustað. Þó að ýmis ráð til stjórnenda úr-
eldist hratt í nútímasamfélagi þá eru sum lífseig. Mörg erindi
Hávamála geta til dæmis gagnast einstaklingum í að ná ár-
angri en við látum nægja að minna á þetta hér:
Inn vari gestur
er til verðar kemur
þunnu hljóði þegir.
Eyrum hlýðir
en augum skoðar,
svo nýsist fróðra hver fyrir.
í þessu erindi felst hvatning um að gesturinn eigi alltaf að vera
var um sig. Hann á að hlusta og horfa vel á það sem gerist í
kringum hann. Skilaboð Hávamála fela í sér að í þekkingarleit-
inni sé mikilvægara að nota eyrun og augun en munninn. Við
ákvarðanatöku eiga leiðtogar að leggja mikla áherslu á að hlus-
§
I
Ásdís Halla Bragadóttir
stjórnsýslufræðingur og bæjarstjóri í
Garðabæ
íslenska leiðin • Leiðtogar eru lykill aó farsælum erlendum samskiptum Bls. 49