Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 50

Íslenska leiðin - 01.10.2001, Side 50
ta og spyrja spurninga. Harði stjórnandinn, sem fer alltaf eigin leiðir án þess að hlusta á samstarfsmenn, verður aldrei leiðtogi. Nixon hefur verið nefndur sem dæmi um mann sem kom í Hvíta húsió og sagði: „Ég er forsetinn, látið mig um málið." í nú- tímasamfélagi er útilokað að slík vinnubrögó leiði til árangurs. Sumir taka ráð um hlustun reyndar svo alvarlega að þeir gley- ma að taka ákvarðanir. Svo langt eiga menn ekki að ganga. Munur á góðum og slæmum leiótoga er ekki hvort hann tekur ákvarðanir heldur hvemig hann gerir það. 4. Efldu tilfinningagreindina. í viðtölunum í bókinni „í hlutverki leiðtogans" kom skýrt fram að íslenskir leiðtogar treysta mjög á innsæi eða sjötta skilningar- vitið. Enginn viðmælenda nefnir hugtakið tilfinningagreind en hún er mjög tengd þessum vangaveltum þeirra. Sagt er að áhrifamestu leiðtogarnir hafi mikla tilfinningagreind en nýjar aðstæður í samkeppnisþjóðfélaginu krefjast þess að hún sé sett í öndvegi á vinnustöðum. Stjórnun felst ekki í yfirráðum heldur þeirri listaðfá fólktil að vinna að sameiginlegu markmiói. ítilfinn- ingagreind felst skapstilling einstaklingsins, atorka, þraut- seigja og hæfileikinn til að hvetja sjálfan sig til dáða. Tilfinninga- greind felst einnig ( því að hafa taumhald á skyndihvötum og hæfni til að ráða í innstu tilfinningar annarra, svo og leikni í mannlegum samskiptum. Ef tilfinningagreindin ersvona mikilvæg, hvernig geta leiðtogar þá styrkt sig á því sviði? Dlíkt hefðbundinni greind, sem fólkfæð- ist með, er hægt að öðlast tilfinningagreind á hvaða aldri sem er. Allir hafa einhverja veika bletti og flestir stjómendur of- meta hæfileika sína. Með því að greina veikleikana er hægt að meta hvaða eiginleika er hægt að bæta og í kjölfarið geta leið- togar æft sig til aó efla tilfinningagreindina. Lærdómurinn kref- st hins vegar bæði mikillar æfingar og skuldbindingar. 5. Vertu sveigjanleg/ur. Charles Darwin sagði að það væru hvorki hinir sterkustu sem lifðu af né hinir greindustu heldur þeir sem hefðu mesta aðlög- unarhæfileika. Leiðtogar framtfðarinnar verða þeir sem tekst að laga sig hratt að nýju umhverfi. í raun má líkja leiðtoga framtíð- arinnar við kamelljón sem skiptir ört um hörundslit til að falla að síbreytilegu umhverfinu. En þar sem umhverfið er jafnframt orðið flóknara en áður má líkja leiðtoga framtíðarinnar við kamelljón á köflóttum dúk. Leiótoginn þarf að hafa hæfileika til að skynja margbreytilegar aðstæður og haga sér í samræmi við þær. Mestu skiptir að leiðtoginn átti sig á því að hann verður að beita ólíkum starfsaðferðum við ólíkar aðstæður. Leiðtogi fyrirtækis með áhugasömum starfsmönnum þarf að beita allt öðrum starfsaðferðum en leiðtogi fyrirtækis með starfsmönnum sem bíða einungis eftir launaumslaginu. Leiðtogi stjórnmálaflokks í kreppu þarf að beita allt öðrum starfsaðferðum en leiðtogi stjórnmálaflokks f uppsveiflu. Listin felst í því að skynja umhverfið og meta hvaða aðferðir henta best. Hæfustu leiðtogarnir eru þeir sem geta tileinkað sér margar aóferðir og eiga auðvelt með að skipta á milli þeirra. Leiðtoginn þarf, líkt og Machiavelli sagði, stundum að haga sér eins og Ijón en stundum eins og refur. í nútímaumhverfi þarf hann einnig að hafa mýkt kattarins og snerpu blettatígursins. B. Viðurkenndu mikilvægi fólksins í kringum þig. Einstaklingur verður aldrei leiðtogi nema hann laði aðra til fylgis við þá sýn sem hann hefur og því þarf hann að eiga samstarfs- menn og fylgjendur. Stjórnmálaleiðtogi þarf að hafa góð tengsl við samfélagið, leiðtogi í atvinnulífi þarf að hafa góð tengsl við starfsmenn fyrirtækisins og atvinnugreinina, leiðtogi í hags- munasamtökum þarf að hafa gott samband við félagsmenn o.s.frv. En leiðtoginn þarf ekki einungis á samstarfsmönnum og fylgjendum að halda heldur er ekki síður mikilvægt að hann eigi vini því annars getur orðið ansi einmanalegt á toppnum. Trún- aðarvinir verða að hafa íhuga að þeirgegna mikilvægu hlutverki í lífi leiðtogans. Þeir eiga að hrósa þegar vel er gert en þeir verða einnig að láta vita þegar betur mætti fara. Leiðtoginn er oft um- kringdur fólki sem á erfitt með að segja sannleikann ef hann er sár. Vinimir verða að taka það hlutverk að sér, jafnvel þó að það sé erfitt. Sú mynd að það sé einmanalegt á toppi pýramídans á að vera úrelt. Enginn leiðtogi á að einangra sig svo að hann sitji vinalaus á toppnum. Náið samstarf, bæði í stjórnmálum og viðskiptalífi, sem byggist á gagnkvæmu trausti, valddreifingu og verka- skiptingu, á að leiða til þess að leiðtoginn gefist ekki upp. 7. Lýstu veruleikanum þó að hann sé sár. Þetta tengist því hlutverki leiðtoga að gera fólki grein fyrir veru- leikanum þó að hann geti verið sár. Ef rekstur fyrirtækis geng- ur illa ber leiðtoga að greina frá því til þess að hægt sé að gera viðeigandi ráðstafanir. Árangri verður ekki náð fram nema stað- reyndir liggi fyrir. í staðinn fyrir að berja niður ágreiningsefni eiga leiðtogar að draga umræðuefnin fram. Þeir verða alltaf að hafa efasemdir um viðtekin vinnubrögð og hefðir, sem lítil rök eru fyrir, þó að þeir virði kiassísk gildi eins og heiðarleika og traust. 8. Gerðu greinarmun á persónu þinni og hlutverki þínu. Leiðtogar öðlast ekki sjálfstraust til að gera fólki grein fyrir veru- leikanum nema þeir geri skýran greinarmun á sjálfum sér og hlutverkinu sem þeir eru í. Þeir verða að túlka viðbrögð fólks í kringum sig sem viðbrögð við hlutverkinu en ekki persónunni. Við getum tekið dæmi af erjum foreldra og unglings. Unglingurinn rýkur út og skellir hurðinni. Allar líkur eru á að foreldramir taki þessu persónulega en það eiga þeir að forðast því að unglingur- inn er fyrst og fremst ósáttur við hlutverk þeirra sem foreldra, sem felst meðal annars í aga og eftirliti. Að sama skapi á leiðtogi ekki að persónugera átök eða baráttu- mál. Martin Luther King lagði til dæmis alla tíð áherslu á að bar- áttan stæði ekki á milli hans og hvítra Bandaríkjamanna, held- ur á milli bandarískra gilda og bandarísks veruleika. Þannig fékk hann fleiri til liðs við málstaðinn og náði meiri árangri en ella. Margir hvítir Bandaríkjamenn studdu King vegna þess að þeir vildu að bandarísk gildi færu með sigur af hólmi. Góður leið- togi leggur baráttumálið upp með þeim hætti að breiður hópur fólks vill sjá árangur nást. 9. Axlaðu ábyrgð þótt á móti blási. Segja má að eitt mikilvægasta ráð til verðandi leiðtoga sé í anda þýska þjóófélagsfræðingsins Max Webers. Hann sagði að sá einn væri leiðtogi sem ekki léti bugast, þótt veröldin væri, frá honum að sjá, of heimskuleg og auvirðileg til að veita framlagi hans viðtöku. Einstaklingar sem telja sig hafa eitthvað fram að færa verða því að vera reiðubúnir að axla ábyrgð og gefast ekki upp þótt á móti blási, úthald og þrautseigja skipta sköpum. „Þrátt fyrir allt, þú skalt," sagði Weber og þau orð veróa aóal- skilaboð þessarar stuttu greinar til allra sem vilja láta gott af sér leiða. Bls. 50 Leiðtogar eru lykill að farsælum erlendum samskiptum • íslenska leiðin

x

Íslenska leiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenska leiðin
https://timarit.is/publication/1849

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.