Íslenska leiðin - 01.10.2001, Page 52
sína í sameiningu hlýtur sjálfstæðishugsjónin að vera sú að ís-
lendingar eigi að krefjast að fá aó sitja við sama borð og aðrar
þjóðir þegar ákvarðanir eru teknar um framtíð íslands. Sjálf-
stæðishugsjón nýrrar aldar hlýtur að vera sú að íslendingar
eigi að vera reiðubúnir til þess að axla þá ábyrgð sem felst í því
aó vera sjálfstæó þjóð á 21. öld en krefjast um leið sömu áhrifa.
Einhverjum kann að þykja þetta langur inngangur að umræðu
um það, hvort að framtíð íslands sé betur borgið innan eða utan
ESB og Nató. Því svara ég til að ef við höfum ekki sæmilega
skýra hugmynd um hvemig við viljum varðveita framtíðarhags-
muni landsins þá er ekki að vænta skýrra svara við því hvort að
aðild að Nató eða ESB samræmist hagsmunum íslands. En ég
skal nú snúa mér að efninu og reyna að svara einhverju um
framtíð íslands innan Nató eða ESB.
II. ísland og Nato.
Líklega var sú ákvörðun íslendinga að gerast stofnaðilar að Atl-
antshafsbandalaginu afdrifaríkasta ákvörðun okkar á sviði ut-
anríkismála eftir lýðveldisstofnunina. Aðild íslands að Nató hef-
ur alla tíð verið umdeild. Þannig hefur því m.a. verið haldið fram
að með aðild að bandalaginu hefðu íslendingar tapað hluta af
sjálfstæði sínu. Það er sérstakt rannsóknarefni hversu mjög
orðræða sjálfstæðisbaráttunnar var notuð í umræðunni um að-
ild íslands að Atlantshafsbandalaginu. Vissulega felst í Was-
hingtonsáttmálanum, sérstaklega 5. gr. sáttmálans, mjög yf-
irgripsmiklar skuldbindingar af hálfu aðildarríkjanna. Það er
hins vegar Ijóst að sú trygging sem fólst í aðild íslands að Nató
var forsenda þess að vamir íslands gætu talist trúverðugar á
tímum kalda stríðsins. Nató-aðildin var þannig í raun og veru
mikilvæg forsenda þess að fámenn og einangruð þjóð í miðju Atl-
antshafi gæti staðið vörð um sjálfstæði sitt.
Ýmislegt bendirtil þess að á næstunni muni íslendingar stan-
da andspænis annarri ákvörðun sem varðar þátttöku okkar í
Nató, sem getur orðið ekki síður afdrifarík en innganga landsins
í bandalagið var á sínum tíma. í fyrsta skipti í sögu Atlantshafs-
bandalagsins hefur reynt á 5. gr. stofnsáttmála bandalagsins,
þ.e.a.s. þá skuldbindingu aó árás á eitt ríki bandalagsins teljist
árás á öll bandalagsríkin. Aðeins tíminn mun leiða í Ijós hvort
þetta muni leiða til þess að aðildarríkin, þ.á m. ísland, verði beðin
um að taka þátt í eóa styðja við hemaðaraðgerðir.
Það má hins vegar draga tvær ályktanir af hinum nýlegu at-
burðum í Bandaríkjunum. f fyrsta lagi er Ijóst að Nató gegnir
enn í dag þýðingarmiklu hlutverki í öryggis- og varnarsamstarfi
ríkja í Evrópu og Norður-Amerfku. Raunar hefur þátttaka Nató
í átökunum á Balkanskaga sýnt fram á aó Nató eru einu al-
þjóðasamtökin sem hafa getu og vilja til þess að stuðla að friði
þegar friður verður ekki tryggður með öðrum leiðum en með at-
beina hervalds. Með aðild okkar að Nató hafa íslendingar þan-
nig einstakt tækifæri til þess að hafa áhrif á þróun mála í Evr-
ópu og á Atlantshafi, sem þjóðin hefði undir engum kringum-
stæðum utan bandalagsins.
Þá sýna hryðjuverkin í Bandaríkjunum okkur fram á, aó svo ekki
verður um deilt, að öll hætta hafi ekki liðið hjá við endalok kalda
stríðsins. í fyrsta lagi þurfum við fslendingar að gera okkur
grein fyrir því að þráttfyrir að landið sé lítið og einangrað, þá get-
um við aldrei verið viss um að við verðum aldrei fómarlömb
hryðjuverka. En í öðru lagi þá verðum við að gera okkur grein fyr-
ir því að hryðjuverk hafa áhrif þvert á öll landamæri. Við skil-
greiningu öryggishagsmuna fslands verðum vió að líta til þess-
ara staðreynda. Það þarf því enginn að ganga um það gruflandi
að einangrun íslands er fráleitt nægileg vörn fyrir öryggi lands-
ins.
Ef við kjósum að standa fyrir utan Atlantshafsbandalagið leiðir
það til þess að vamir íslands verða byggðar á óskhyggjunni einni.
Þar að auki verður rödd íslands hjáróma, ef hún þá heyrist á
annað borð, þegar ákvarðanir verða teknar á sviði öryggis- og
varnarmála í Evrópu og á Atlantshafinu. Getum við sætt okk-
ur við slíkt áhrifaleysi á þýðingarmikla hagsmuni okkar?
III. Framtíð íslands og ESB.
Samskipti íslands við Evrópusambandið og forvera þess hafa
fram að þessu einkennst af nokkru hiki. Sakir mikilla viðskipta-
hagsmuna okkar við aðildarríki ESB höfum við sóst eftir nánu
samstarfi við ESB. Hins vegar hefur okkur staðið stuggur af
hinu yfirþjóðlega eðli Evrópusambandsins og þá sérstaklega
þeim yfirgripsmiklu valdheimildum sem Evrópusambandið hef-
ur á sviði sjávarútvegsmála.
Lausn íslendinga hefur verið nokkurs konar aukaaðild að Evr-
ópusambandinu. Með EES-samningnum erum við hluti af innri
markaði Evrópusambandsins, með Schengen-samstarfinu
erum við hluti af innri landamærum ESB og tökum einnig þátt
í samstarfi ríkjanna á sviði lögreglumála og nú stefnum við á
nokkurs konar aukaaðild að öryggis- og varnarstefnu Evrópu-
sambandsins.
Þessi leið hefur reynst okkur ágætlega fyrir margar sakir. í
raun má segja að hinum efnahagslegu hagsmunum akkar sé
ágætlega borgið með núverandi skipan á samstarfinu í kring-
um EES-samninginn. Vandinn er hins vegar sá að í dag stönd-
um við fyrir utan hinu formlegu ákvarðanatöku Evrópusam-
bandsins.
Hér er vandinn tvíþættur. Ef við göngum inn í Evrópusamband-
ið þá er Ijóst að við höfum afsalað til yfirþjóðlegrar stofnunar,
valdi til þess að taka veigamiklar ákvarðanir á sviði efnahags-
mála og þá sérstaklega hvað varðar nýtingu auðlinda hafsins.
Ef við stöndum hins vegarfyrir utan Evrópusambandið erum við
ekki aðeins hálfgerðar hornrekur í samstarfi Evrópuríkja heldur
höfum við í reynd mjög lítil áhrif á ákvarðanatöku í fjölmörgum
málum sem snerta framtíðarhagsmuni íslendinga, jafnvel þó
að í orði sé játað að formleg völd okkar séu mikil.
Satt að segja eru hvorugir þessara kosta ásættanlegir. Vió ís-
lendingar getum ekki sætt okkur við að hinar raunverulegu
ákvarðanir um nýtingu fiskimiðanna við landið séu teknar er-
lendis. Við eigum hins vegar heldur ekki að sætta okkur við að
taka þegjandi við fyrirmælum af færibandi EES-regluverksins
án þess að hafa nokkur raunveruleg áhrif á efni þessara tilskip-
ana.
Það er því rétt að fara varlega í að fullyrða um það hvort að fram-
tíð íslands sé betur borgió innan eða utan ESB. Það er hins veg-
ar ástæða til þess að undirstrika að með hliðsjón af þeim hug-
myndum sem ég lýsti hér að framan um sjálfstæðishugsjón
nýrrar aldar ættum við íslendingar ekki að hafna fortakslaust
aðild að ESB af þeirri ástæðu einni að í slíkri aðild felist afsal full-
veldis. Ef fullveldi íslands er án inntaks og þjóðin er aðeins í orði
kveðnu sjálfstæð þá höfum við illa farið með arfleið sjálfstæóisbar-
áttunnar. Það getur raunar styrkt sjálfstæði þjóðarinnar og
möguleika hennar til þess að móta eigin framtíð ef við kjósum
að vera þátttakandendur í nánu samstarfi Evrópuþjóða. En að-
eins ef tryggt er að auðlindir landsins verði nýttar í þágu þjóðar-
innar.
Bls. 52 Sjálfstæðishugsjón 21. aldarinnar • íslenska leiðin